Háteigsskóli

Grunnskóli, 1.-10. bekkur

Bólstaðarhlíð 47
105 Reykjavík

""

Skóladagatal Háteigsskóla

Hér finnur þú skóladagatal Háteigsskóla. Í skóladagatali eru skipulagsdagar skráðir ásamt öðrum mikilvægum upplýsingum fyrir foreldra og forráðamenn.

Matur í grunnskólum

Flestir grunnskólanemendur eru í mataráskrift. Skólamatur kostar það sama í öllum skólum. Ekki þarf að greiða mataráskrift fyrir fleiri en tvö börn frá sama heimili.

Um Háteigsskóla

Háteigsskóli er heildstæður grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10. bekk. Nemendur eru u.þ.b. 450 og eru tvær bekkjardeildir í hverjum árgangi. Í Háteigsskóla er leitast við að sníða skólastarfið í samræmi við eðli og þarfir nemenda. Stuðlað er að alhliða þroska og menntun hvers og eins og stutt er við jákvæða hegðun nemenda.
Einkunnarorð skólans eru virðing, samvinna, vellíðan.

Frístundaheimilið Halastjarnan er fyrir börn í 1.-4. bekk við skólann og félagsmiðstöðin 105 býður upp á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn og unglinga.

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Tengiliður Háteigsskóla er: Theodóra Skúladóttir 

Nánari upplýsingar um lögin og þjónustuna eru á heimasíðunni farsaeldbarna.is​
 

Skólastjórnendur

Er barnið þitt að byrja í grunnskóla?

Á þessari síðu færðu gagnlegar upplýsingar um skólabyrjun. Eins og til dæmis hvað börnin þurfa að taka með sér í skólann og hvort börnin fái mat á skólatíma.

Skólahverfi Háteigsskóla

Í Reykjavík eru mörg skólahverfi og barnið þitt hefur forgang í sinn hverfisskóla. Engu að síður eiga allir foreldrar kost á að sækja um skóla fyrir börn sín hvar sem er í borginni samkvæmt reglum um skólahverfi, umsókn og innritun. Hér finnur þú upplýsingar um hvaða götur tilheyra skólahverfi Háteigsskóla.

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi. Foreldrafélag  er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar.