Skip to content

Matseðill vikunnar

26 Mán
 • Ítalskar hakkbollur, pasta, heit tómatsósa / Pasta með jurtapulsum

27 Þri
 • Langa í piparlegi, kartöflur, hvítlaukssósa / Hrísgrjón, steikt grænmeti

28 Mið
 • Steiktar kjúklingabringur, hrísgrjón, sósa / Luktosa grænmetisbuff

29 Fim
 • Plokkfiskur, rúgbrauð, smjör / Grænmetisbollur

30 Fös
 • Kjúklingasúpa með núðlum og grænmeti / Grænmetissúpa með núðlum

DSC04099

Velkomin á heimasíðu

Háteigsskóla

Háteigsskóli er heildstæður grunnskóli og stendur við Bólstaðarhlíð 47 í Reykjavík. Nemendur eru u.þ.b. 450 og eru tvær bekkjardeildir í hverjum árgangi.
Í Háteigsskóla er leitast við að sníða skólastarfið í samræmi við eðli og þarfir nemenda. Stuðlað er að alhliða þroska og menntun hvers og eins og stutt er við jákvæða hegðun nemenda.
Einkunnarorð skólans eru virðing, samvinna, vellíðan.

Kynning á skólastarfi

Háteigsskóli er grunnskóli fyrir nemendur í fyrsta til tíunda bekk. Nemendur skólans koma flestir úr skóla­hverfinu en hann er opinn fyrir alla nemendur í Reykjavík á skóla­skyldu­aldri eins og aðrir grunnskólar í borginni.

Skólinn á rætur að rekja til ársins 1908 þegar kennaramenntun hófst í landinu en þá var strax stofnað til æfinga­deildar í tengslum við Kennaraskólann við Laufásveg.

Árið 1968 varð skólinn hverfisskóli í Reykjavík en jafnframt æfinga- og tilraunaskóli við Kennaraskólann. Skólinn hélt þessari sérstöðu sinni til ársins 1998.

Í dag er Háteigsskóli, eins og margir aðrir grunnskólar landsins, samstarfs­skóli við Menntavísindasvið Háskóla Íslands um menntun kennara.

Skóla dagatal

26 sep 2022
 • Evrópski tungumáladagurinn

  Evrópski tungumáladagurinn
03 okt 2022
 • Yngsta- og miðstig starfsdagur

  Yngsta- og miðstig starfsdagur
13 okt 2022
 • Yngsta- og miðstig námsviðtöl

  Yngsta- og miðstig námsviðtöl