• IMG 0148
  • IMG 0139
  • IMG 0137
  • IMG 0133
  • IMG 0151
  • IMG 0147

postur1-1

Mentor-01

outlook1-1

Denmark       United Kingdom

Sumarleyfi

Skrifstofa Háteigsskóla verður lokuð í júlí. 

Hafið það gott í sumar!

Prenta | Netfang

Nemendaverðlaun

Í maí var Erlingur Freyr Thoroddsen tilnefndur til nemendaverðlauna vegna virkni í félagsstarfi.

Erlingur hefur verið mjög atkvæðamikill í félagsstarfi skólans, þar sem hann hefur sýnt sterka leiðtogahæfileika, frumkvæði og mikinn dugnað. Erlingur hefur einstakt lag á að lynda við alla og er vel vakandi yfir því að allir séu virkir og taki þátt og að öllum líði vel. Hann mætir öllum verkefnum jafnt stórum sem smáum af jákvæðni og áhuga, þannig að það smitar út frá sér og hefur þannig uppbyggileg áhrif á náms- og félagsandann í skólanum. Jafnframt því að vera mjög skapandi og frumlegur í öllum  sínum verkum, hlustar hann á gagnrýni og nýtir sér hana á uppbyggilegan hátt. Erlingur hefur sérstakt lag á að hrífa fólk með sér og nær því að kalla fram það besta í fólki í kringum sig.

Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn 29. maí sl. Til hamingju!

33964973 10216475385746072 2181502580713062400 n 34118841 10216163734867336 2197141003314397184 n

Prenta | Netfang

Matseðill vikunnar

Okkur finnst ekki taka því að gera matseðil fyrir þrjá daga og birtum ígildi hans því hér:

Í dag var kjúklingasnitsel í matinn. Á morgun verður lambakjöt í karrý. Á miðvikudag verður pylsuveisla.

Prenta | Netfang

Skipulag síðustu daga skólaársins

Síðustu daga skólaársins er stundaskrá ekki í gildi, en nemendur taka þátt í ýmsum óhefðbundnum verkefnum, bæði úti og inni.

juni 18

Prenta | Netfang

Hendum ekki mat

Nemendur 6. bekkjar héldu áfram með matarsóunar-verkefnið sem þeir byrjuðu á í febrúar. Dagana 24. - 27. apríl var maturinn vigtaður sem fór í ruslið. Útkoman var 28,3 kg sem er svipuð og var í mars. Þó sást vel að nemendur hentu minna eftir að þeir sáu að vigtun var byrjuð. Einnig var áberandi að 6. bekkurinn sem var með verkefnið henti áberandi minna af mat, bæði inni í stofu (engar matarleifar) og í matsal, alveg frá því að verkefnið hófst. Ef við hendum mat upp á meira en eina milljón króna hvern vetur, þá er ljóst að gera þarf ráðstafanir til að draga úr þessari sóun. 

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102