• IMG 0145
  • IMG 0136
  • IMG 0149
  • IMG 0146
  • IMG 0133
  • IMG 0134

postur1-1

Mentor-01

outlook1-1

Denmark       United Kingdom

Lestrarátak Ævars vísindamanns

Búið er að draga í hinsta lestrarátaki Ævars vísindamanns.

Met var slegið í lestri bóka þetta árið. Á tveim mánuðum lásu nemendur sem tóku þátt 91.734 bækur en foreldrar þeirra 5.904 bækur. Í Háteigsskóla lásu nemendur 1.626 bækur og foreldrar 300 bækur.

Í lestrarátaki Ævars vísindamanns síðastliðin fimm ár hafa verið lesnar tæplega 330.000 bækur. Nú voru veittar viðurkenningar fyrir hlutfallslega mestan lestur á hverju skólastigi og sömuleiðis þann skóla sem las hlutfallslega mest í heildina.

Þetta voru:
Álftanesskóli -Yngsta stig
Árskógarskóli - Miðstig
Þelamerkurskóli - Efsta stig
Grunnskóli Drangsness - Fyrir öll skólastig

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, drógu eitt foreldri og fimm krakka úr lestrarmiðapottinum í Borgarbókasafni, Grófinni, 20. mars. Þau verða gerð að persónum í Bernskubrekum Ævars vísindamanns, Óvænt endalok.

Foreldri:
Jórunn Móna Stefánsdóttir í Álftanesskóli.

Nemendur:
Julía Wiktória Sakowicz, 4. bekk Grunnskóla Hellu
Kristbjörg María Álfgeirsdóttir 3. bekk Grunnskólans í Stykkishólmi
Ingunn Jónsdóttir 2. bekk Flataskóla
Ísold A. Guðmundsdóttir 6. bekk Kerhólsskóla
Rakel Líf 3. bekk Salaskóla

Í hverjum skóla var dreginn út einn nemandi sem fær áritað eintak af Óvæntum endalokum að gjöf þegar bókin kemur út í júní. Við óskum Önnu Valgerði Káradóttur í 7. bekk innilega til hamingju að lenda í því úrtaki sem fulltrúi okkar.

Prenta | Netfang

Skólaleikar Vals

Nú eru miðstigsnemendur á leiðinni á Valsleika þar sem þeir etja kappi við jafnaldra sína í Hlíða- og Austurbæjarskóla.

Allir velkomnir, en mælt er með eyrnatöppum.

Áfram Háteigsskóli!

Prenta | Netfang

Jafndægur á vori

Í dag, 20. mars, eru jafndægur á vori. Það þýðir að miðbaugur jarðar snýr beint að sólu og því er um það bil jafnlangur dagur og nótt alls staðar á jörðinni.

Á morgun verður dagurinn aðeins lengri en nóttin og birtan heldur síðan áfram að aukast fram á sumarsólstöður, 21. júní. Vonandi fáum við líka hlýrra veður þegar líður á.

Prenta | Netfang

Landafræði í 2. bekk

Nemendur 2. bekkjar buðu foreldrum sínum á landakynningu þriðjudaginn 12. mars sl. Þeir sögðu frá hverju landi fyrir sig, en voru líka búnir að útbúa plaköt og skrifa upplýsingar um löndin. Alls voru þetta þrettán lönd sem voru kynnt, víðsvegar að úr heiminum. Það var ótrúlegt að sjá hversu færir nemendurnir eru, þó þeir séu "bara" í 2. bekk. Myndir frá kynningunni eru komnar á myndasíðu skólans.

Prenta | Netfang

Við erum Upright-skóli

Við viljum góðfúslega minna foreldra (nemenda í 7. og 9.bekk)  í UPRIGHT-verkefninu á að svara spurningalistum. Með UPRIGHT á að stuðla að vellíðan ungmenna í grunnskólum og efla seiglu. Verkefnið á að styðja við sömu þætti hjá foreldrum og starfsfólki skólanna. Góð þátttaka skiptir öllu til að meta megi árangur af innleiðingu námsefnis sem bætir líðan í grunnskólum. Saman vinnum við í átt til árangurs.

Rannsóknarteymið kynnir sig og viðfangsefnið: https://www.youtube.com/watch?v=MpRuCXL5fNo

Teiknimynd sem lýsir helstu þáttum Upright: https://youtu.be/V9mzX8JdzME

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102