Skip to content

Nýjar fréttir

Skólapúls og Lesfimi

Nú er hægt að nálgast niðurstöður úr Skólapúlsinum (6. – 10. bekkur) þ.e. heildarniðurstöður eftir skólaárið. Við erum afskaplega ánægð með útkomuna og sjáum vel áherslur skólans…

Nánar

Matseðill vikunnar

Nothing from 27 Mán to 03 Sun.

DSC04099

Velkomin á heimasíðu

Háteigsskóla

Háteigsskóli er heildstæður grunnskóli og stendur við Bólstaðarhlíð 47 í Reykjavík. Nemendur eru u.þ.b. 450 og eru tvær bekkjardeildir í hverjum árgangi.
Í Háteigsskóla er leitast við að sníða skólastarfið í samræmi við eðli og þarfir nemenda. Stuðlað er að alhliða þroska og menntun hvers og eins og stutt er við jákvæða hegðun nemenda.
Einkunnarorð skólans eru virðing, samvinna, vellíðan.

Kynning á skólastarfi

Háteigsskóli er grunnskóli fyrir nemendur í fyrsta til tíunda bekk. Nemendur skólans koma flestir úr skóla­hverfinu en hann er opinn fyrir alla nemendur í Reykjavík á skóla­skyldu­aldri eins og aðrir grunnskólar í borginni.

Skólinn á rætur að rekja til ársins 1908 þegar kennaramenntun hófst í landinu en þá var strax stofnað til æfinga­deildar í tengslum við Kennaraskólann við Laufásveg.

Árið 1968 varð skólinn hverfisskóli í Reykjavík en jafnframt æfinga- og tilraunaskóli við Kennaraskólann. Skólinn hélt þessari sérstöðu sinni til ársins 1998.

Í dag er Háteigsskóli, eins og margir aðrir grunnskólar landsins, samstarfs­skóli við Menntavísindasvið Háskóla Íslands um menntun kennara.

Skóla dagatal

16 sep 2022
  • Dagur íslenskrar náttúru

    Dagur íslenskrar náttúru
26 sep 2022
  • Evrópski tungumáladagurinn

    Evrópski tungumáladagurinn
08 nóv 2022
  • Baráttudagur gegn einelti

    Baráttudagur gegn einelti