• IMG 0149
  • IMG 0138
  • IMG 0143
  • IMG 0144
  • IMG 0142
  • IMG 0132

postur1-1

Mentor-01

outlook1-1

Denmark       United Kingdom

Líðan nemenda

Snemma í nóvember lögðum við fyrir könnun á líðan nemenda í skólanum. Þetta er í 20. skiptið sem þessi könnun er gerð, en hún var fyrst lögð fyrir haustið 1999. Könnunin er stutt og einföld og þykir okkur hún gefa góða mynd af ástandi í hverjum bekk fyrir sig. Niðurstöðurnar eru komnar á heimasíðu skólans ásamt samanburði við fyrri ár. Þar kemur m.a. fram að 78% nemenda í 4. - 10. bekk líður mjög vel eða vel í skólanum og 9% nemenda telja sig vera lögð í einelti. Það er svipað og á árum áður, en áminning um að leita allra leiða til að stöðva einelti.

Í þessari könnun leitumst við að fá nöfn gerenda og þolenda, svo við getum hafist handa, en allt of oft viðgengst einelti án vitneskju okkar; sérstaklega einelti á netinu.

Við viljum brýna fyrir öllum börnum að láta strax vita ef þau halda að um einelti sé að ræða, því allir eru ábyrgir ef þeir vita af eineltinu.

Prenta | Netfang

Óveður / bad weather

English below.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetja foreldra og forráðamenn yngri barna til að sækja börn i frístunda- og/eða íþróttastarf eftir klukkan 16:00 í dag, mánudag, sökum veðurs. Veður fer versnandi upp úr fjögur og verður slæmt fram eftir kvöldi. Sjá frekari upplýsingar á vedur.is.

The Reykjavik Capital District Fire and Rescue Service and the Capital Police recommend that parents and guardians of young children pick their children up from after school programs after 16:00 o‘clock today, Monday, due to bad weather conditions. Further information is on vedur.is.

Prenta | Netfang

Jólasveinalestur

Við vekjum athygli á Jólasveinalestri sem farinn er af stað á KrakkaRúv.

Það er kjörið fyrir nemendur í 1.-7. bekk að lesa heima í jólafríinu og safna jólasveinum.

Þegar nemendur hafa safnað öllum 13 jólasveinunum geta foreldrar skráð lestur barnsins. Dregið verður 15. janúar 2019 og fá tíu heppnir þátttakendur bókaverðlaun.

Við erum með jólasveinalestur hjá okkur í 4. bekk og hefur það gengið mjög vel. Þetta verkefni kemur frá okkur og því væri sérlega ánægjulegt að sjá nemendur frá Háteigsskóla taka þátt.

Heiða á skólabókasafninu.

Prenta | Netfang

Nýr náms- og starfsráðgjafi

Fimmtudaginn 28. nóvember lauk Sigríður Sigurðardóttir, skólafélagsráðgjafi, störfum fyrir Háteigsskóla, en hún hefur starfað hér á annan áratug.

Um leið og við þökkum Sigríði innilega fyrir frábær störf í þágu skólans, bjóðum við velkomna Írisi Elísabetu Gunnarsdóttur, náms- og starfsráðgjafa.

Prenta | Netfang

Tvöfaldur sigur Háteigsskóla

Sunnudaginn 25. nóvember fór fram jólaskákmót grunnskóla. Þar gerðu nemendur Háteigsskóla sér lítið fyrir og sigruðu í tveimur aldursflokkum af þremur. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Skáksambands Íslands.

Þess má geta að nú eru skákæfingar hafnar í skólanum og heldur skákmeistarinn Lenka Ptácníková utan um þjálfunina eins og undanfarin ár. Þeir sem vilja fylgjast með æfingum og mótum er bent á Facebookhópinn "Skák í Háteigsskóla".

Innilegar hamingjuóskir, krakkar!

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102