Skip to content

Nýjar fréttir

Skólaárið hafið (myndband)

Þá er skólaárið hafið með öllum sínum ljóma. Hér í Háteigsskóla hefur verið líf og fjör síðustu vikur og allir virðast una glaðir við sitt. Nemendur hafa…

Nánar

Matseðill vikunnar

18 Mán
 • Danskar frikkadellur, kartöflur, sósa / Kjúklingabaunabuff

19 Þri
 • Fiskur í karrymareneringur, hrísgrjón, sósa / Kryddhrísgrjón (grænmeti, soya)

20 Mið
 • Steiktur kjúklingur, hrísgrjón, sósa / Vorrúllur

21 Fim
 • Þorskur í sesam og graslauk, kartöflur, sósa / Pasta grænmeti

22 Fös
 • Vetrarfrí

DSC04099

Velkomin á heimasíðu

Háteigsskóla

Háteigsskóli er heildstæður grunnskóli og stendur við Bólstaðarhlíð 47 í Reykjavík. Nemendur eru u.þ.b. 450 og eru tvær bekkjardeildir í hverjum árgangi.
Í Háteigsskóla er leitast við að sníða skólastarfið í samræmi við eðli og þarfir nemenda. Stuðlað er að alhliða þroska og menntun hvers og eins og stutt er við jákvæða hegðun nemenda.
Einkunnarorð skólans eru virðing, samvinna, vellíðan.

Kynning á skólastarfi

Háteigsskóli er grunnskóli fyrir nemendur í fyrsta til tíunda bekk. Nemendur skólans koma flestir úr skóla­hverfinu en hann er opinn fyrir alla nemendur í Reykjavík á skóla­skyldu­aldri eins og aðrir grunnskólar í borginni.

Skólinn á rætur að rekja til ársins 1908 þegar kennaramenntun hófst í landinu en þá var strax stofnað til æfinga­deildar í tengslum við Kennaraskólann við Laufásveg.

Árið 1968 varð skólinn hverfisskóli í Reykjavík en jafnframt æfinga- og tilraunaskóli við Kennaraskólann. Skólinn hélt þessari sérstöðu sinni til ársins 1998.

Í dag er Háteigsskóli, eins og margir aðrir grunnskólar landsins, samstarfs­skóli við Menntavísindasvið Háskóla Íslands um menntun kennara.

Skóla dagatal

22 okt 2021
 • Vetrarleyfi

  Vetrarleyfi
25 okt 2021
 • Vetrarleyfi

  Vetrarleyfi
26 okt 2021
 • Vetrarleyfi

  Vetrarleyfi