Skip to content

100 daga hátíð

Í dag hafa börnin í 1. bekk verið 100 daga í skólanum. Við héldum daginn hátíðlegan með ýmsu móti. Í vikunni bjuggu krakkarnir til tölustafi með 100 formum, pítsur með 100 bitum af áleggi (pappír), bjuggu til parís o.fl. Þau byggðu byggingar með 100 kubbum sem eru til sýnis í kjallaranum. Í dag komu krakkarnir með 100 hluti að heiman sem þau sýndu hvert öðru og sögðu frá og stilltu svo að lokum upp á sýningu. Í kjölfarið föndruðu krakkarnir „100“ grímur, hoppuðu í 100 sekúndur, stóðu á öðrum fæti í 100 sekúndur, athuguðu hve of þau gátu skrifað nöfnin sín á 100 sekúndum, hoppuðu parís (sem þau bjuggu til), spiluðu teningaspil upp í 100,  o.s.frv. Það var líf og fjör hjá þessum kraftmiklu og skemmtilegu krökkum.