• IMG 0145
  • IMG 0143
  • IMG 0136
  • IMG 0146
  • IMG 0135
  • IMG 0140

postur1-1

Mentor-01

outlook1-1

Denmark       United Kingdom

Gjöf frá foreldrafélagi Háteigsskóla

Í haust fengum við að gjöf enn einn skjávarpa ásamt festingum frá foreldrafélagi skólans. Nú erum við búin að koma skjávarpa í bekkjarstofur og erum byrjuð að setja þá í sérgreinastofurnar líka. 

Við þökkum innilega fyrir okkur.

Prenta | Netfang

Upright

Háteigsskóli tekur þátt í afar stóru samevrópsku verkefni sem kallast UPRIGHT og miðar að því að efla vellíðan og seiglu krakkanna okkar. Þátttakendur eru nemendur í 7. og 9. bekk skólans ásamt foreldrum og starfsfólki.

Markmið verkefnisins er að þróa námsefni og námsumhverfi sem á að stuðla að vellíðan meðal ungmenna með heildrænni nálgun í skólasamfélaginu, m.a. með því að efla seiglu (e. resilience) þeirra; þ.e.a.s. getu til að takast á við krefjandi verkefni unglingsáranna, en það er tímabil ævinnar sem einkennist af örum breytingum. Þá verður einnig unnið með það að takast á við áskoranir, eflingu sjálfstrausts og félags- og tilfinningahæfni. Jafnframt er verkefninu ætlað að stuðla að góðri líðan skólasamfélagsins í heild þar sem kennarar og annað starfsfólk skólanna ásamt foreldrum eru lykilpersónur.

Upright

Prenta | Netfang

Íslensku barnabókaverðlaunin

Íslensku barnabókaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn hér í Háteigsskóla. Verðlaunin voru afhent af stjórn verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka.

Birkir Blær Ingólfsson, rithöfundur, tónlistarmaður og blaðamaður, er handhafi Íslensku barnabókaverðlaunanna fyrir bók sína Stormsker - Fólkið sem fangaði vindinn.

Íslensku barnabókaverðlaunin voru stofnuð í tilefni af sjötugsafmæli rithöfundarins Ármanns Kr. Einarssonar og hafa verið veitt frá árinu 1986.

Það er skemmtilegt að segja frá því að í tvígang hafa þessi verðlaun verið veitt til kennara sem kennir hér við Háteigsskóla. Hann heitir Guðmundur Ólafsson og fékk Íslensku barnabókaverðlaunin árið 1986 fyrir bókina Emil og Skundi og svo aftur árið 1998 fyrir unglingabókina Heljarstökk afturábak

Við athöfnina söng skólakór Háteigsskóla undir Sigurðar Péturs Bragasonar og einnig lék Alexander Viðar á flygil. 

Þess má geta að Birkir Blær Ingólfsson var eitt sinn nemandi hér við Háteigsskóla.

Á myndinni er verðlaunahafinn ásamt Æsu Guðrúnu Bjarnadóttur frá Forlaginu og Ingvar og Anna Soffía, nemendur hér í skólanum, sem skipuðu dómnefnd ásamt fleirum.

verlaunahafi

Prenta | Netfang

Haustfrí

Dagana 18., 19. og 22. október verður haustfrí í Háteigsskóla. Hér er hægt að skoða ýmislegt sem verður í boði þessa daga. Sjáumst hress þriðjudaginn 23. október.

The school will be closed 18th - 22nd of October.  Here is a list of some things that the family can do during the break. See you on Tuesday the 23rd of October.

Prenta | Netfang

Ljóða-, smásagna- og myndasamkeppni

 

Í tilefni 50 ára afmælis Háteigsskóla 15. nóvember nk. verður haldin ljóða-, smásagna- og myndasamkeppni.

Yfirskriftin er „Skólinn minn“.

Samkeppnin verður fyrir alla nemendur skólans og veittar verða viðurkenningar fyrir hvert stig fyrir sig – yngsta stig, miðstig og unglingastig.

Hámarkslengd eru tvær handskrifaðar síður eða ein vélrituð síða í A-4 stærð. Myndir geta verið í formi myndasagna eða sem venjulegar myndir.

Skilað er á skrifstofu skólans og skal verkið vera merkt nafni og bekk. Skilafrestur er til miðnættis 31. október og hægt er að skila inn á pappír eða rafrænt (This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.).

Skipuð hefur verið 3ja manna dómnefnd sem mun fara yfir allar úrlausnir. Ef höfundar leyfa, verða innsend verk höfð til sýnis á afmæli skólans.

 

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102