• IMG 0149
  • IMG 0134
  • IMG 0144
  • IMG 0147
  • IMG 0132
  • IMG 0148

postur1-1

Mentor-01

outlook1-1

Denmark       United Kingdom

Skólabyrjun

Í dag byrjuðu 1. bekkingar í skólanum. Það eru alltaf mikil tímamót þegar grunnskólagangan hefst.

Velkomnir, krakkar, í Háteigsskóla og velkomnir, foreldrar, til samstarfs um börnin ykkar. 

Prenta | Netfang

Skólasetning Háteigsskóla

Háteigsskóli verður settur miðvikudaginn 22. ágúst.

Nemendur mæti til skólasetningar sem hér segir:
10. bekkur . . . . kl. 9.00
9. bekkur . . . . . kl. 10.00
8. bekkur . . . . . kl. 11.00
7. bekkur . . . . . kl. 13.00
6. bekkur . . . . . kl. 13.30
5. bekkur . . . . . kl. 14.00
4. bekkur . . . . . kl. 14.30
3. bekkur . . . . . kl. 15.00
2. bekkur . . . . . kl. 15.30

Eftir setningarathöfn í sal fara nemendur í stofur með kennurum sínum og fá stundaskrá og aðrar upplýsingar um skólastarfið.

Kennsla í 2. - 10. bekk hefst skv. stundaskrá fimmtudaginn 23. ágúst.

Nemendur 1. bekkjar verða boðaðir bréfleiðis til viðtals með foreldrum sínum. Gert er ráð fyrir að kennsla hjá þeim hefjist skv. stundaskrá föstudaginn 24. ágúst.

Í skóladagatali 2018 - 2019 birtist starfsáætlun vetrarins. Krækja er hér ofarlega til hægri á síðunni.

Vinsamlegast lesið einnig skilaboð frá íþróttakennurum skólans.

Foreldrar eru velkomnir með börnum sínum á skólasetninguna.

Nýir nemendur geta fengið kynningu á skólanum ásamt foreldrum sínum. Panta þarf tíma fyrir kynningu á skrifstofu skólans - s. 530-4300.

Prenta | Netfang

Innkaup nemenda

Í haust fá nemendur þau ritföng  sem þeir þurfa að nota í skólanum yfir veturinn. Ef hægt verður að nota ritföng, möppur og stílabækur frá fyrra ári, verður það gert.

Pöntun var send frá skólanum í vor og mun hún vonandi ná að dekka það sem nauðsynlegt er. Miklu máli skiptir þó að vel verði farið með ritföngin, svo að úthlutun til skólans dugi.

Prenta | Netfang

Sumarleyfi

Skrifstofa Háteigsskóla verður lokuð 1. júlí - 6. ágúst. 

Hafið það gott í sumar!

Prenta | Netfang

Nemendaverðlaun

Í maí var Erlingur Freyr Thoroddsen tilnefndur til nemendaverðlauna vegna virkni í félagsstarfi.

Erlingur hefur verið mjög atkvæðamikill í félagsstarfi skólans, þar sem hann hefur sýnt sterka leiðtogahæfileika, frumkvæði og mikinn dugnað. Erlingur hefur einstakt lag á að lynda við alla og er vel vakandi yfir því að allir séu virkir og taki þátt og að öllum líði vel. Hann mætir öllum verkefnum jafnt stórum sem smáum af jákvæðni og áhuga, þannig að það smitar út frá sér og hefur þannig uppbyggileg áhrif á náms- og félagsandann í skólanum. Jafnframt því að vera mjög skapandi og frumlegur í öllum  sínum verkum, hlustar hann á gagnrýni og nýtir sér hana á uppbyggilegan hátt. Erlingur hefur sérstakt lag á að hrífa fólk með sér og nær því að kalla fram það besta í fólki í kringum sig.

Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn 29. maí sl. Til hamingju!

33964973 10216475385746072 2181502580713062400 n 34118841 10216163734867336 2197141003314397184 n

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102