• IMG 0143
  • IMG 0147
  • IMG 0150
  • IMG 0151
  • IMG 0149
  • hug4

postur1-1

Mentor-01

outlook1-1

Denmark       United Kingdom

Vísindasmiðja Háskóla Íslands

Nemendur 7. bekkjar fóru í morgun í Vísindasmiðju HÍ. Þar tóku þeir þátt í alls konar tilraunum og skemmtu sér vel.

Upplýsingar um vísindasmiðjuna eru hér: http://visindasmidjan.hi.is/

Prenta | Netfang

Sokkafjör

Í dag er sokkafjör hjá 3. bekk. Litríkir sokkar eða sokkar sitt af hvoru tagi gáfu deginum skemmtilegan brag.

IMG 0580 IMG 0581 IMG 0582  IMG 0583 IMG 0585  IMG 0587  IMG 0588

Prenta | Netfang

Foreldraviðtöl

Foreldraviðtöl eru á morgun, þriðjudaginn 10. október. Þá er enginn skóli.

Foreldrar eru búnir að bóka tíma hjá viðeigandi umsjónarkennara. Þeir geta líka bókað tíma hjá þeim sérgreinakennurum sem eru ekki umsjónarkennarar.

Nemendur í 5. - 10. bekk mæta í viðtölin með foreldrum sínum.

Prenta | Netfang

Hugleiðsludagur unga fólksins

Mánudaginn 9. október bauð Jógahjartað unglingum að koma og hugleiða með sér í Hörpu í tilefni af hugleiðsludegi unga fólksins sem er í dag, en þetta er í annað sinn sem slíkur viðburður er haldinn. 

Þrettán nemendur úr 10. bekk í Háteigsskóla fóru ásamt Erlu Súsönnu kennara. Hugleiðslunni var útvarpað beint.

Kennarar í skólanum voru hvattir til að taka þátt og hugleiða í 10 mínútur með nemendum sínum.

Þetta var falleg stund þar sem unglingarnir gáfu sér tíma í kyrrð og ró og leituðu inn á við. Nemendur voru beðnir um í lok hugleiðslunnar að senda frið og kærleika áfram til þeirra sem eiga um sárt að binda.

hug1    hug2 

hug3li stef  

hug4

Hér fyrir neðan eru ýmsar slóðir sem tengjast viðburðinum.

Kynningarmyndband: https://www.youtube.com/watch?v=e45uTOR63uw

Viðtal við Ólaf Stefánsson um hvers vegna er gott að hugleiða? https://www.youtube.com/watch?v=_nzC8evAJl0&feature=youtu.be

Hugleiðslunni var útvarpað beint. Kennarar í skólanum voru hvattir til að taka þátt og hugleiða í 10 mínútur með nemendum sínum.  Þetta var falleg stund þar sem unglingarnir gáfu sér tíma í kyrrð og ró og leituðu inn á við. Nemendur voru beðnir um í lok hugleiðslunnar að senda frið og kærleika áfram til þeirra sem eiga um sárt að binda. 

Prenta | Netfang

Fiskileikar

Fiskileikar voru í morgun í 8. bekk.

Þá fengu nemendur fisk í hendurnar og máttu matreiða hann eins og þeim sýndist án þess að hafa uppskrift í höndunum. Kallað var á dómnefnd til að smakka á herlegheitunum. Allt var einstaklega ljúffengt. Takk fyrir flottan mat.

IMG 0413 IMG 0414 

IMG 0415 IMG 0416

IMG 0417

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102