• IMG 0143
 • hug4
 • IMG 0151
 • IMG 0147
 • IMG 0144
 • IMG 0146

postur1-1

Mentor-01

outlook1-1

Denmark       United Kingdom

Kynningarfundir fyrir foreldra

Á kynningarfundum mæta foreldrar og fá þar upplýsingar um starfið í vetur. Einnig gefst tími til að spjalla og kynnast - sjá nánar um kynningarfundi hér: https://www.hateigsskoli.is/samstarf-heimila-og-skola.

Kynningarfundirnir verða kl. 8:30 - 9:50 í heimastofum nemenda og verða sem hér segir:

Mánudag 4. september: 3. bekkur
Þriðjudag 5. september: 5. - 7. bekkur
Miðvikudag 6. september: 8. - 10. bekkur
Fimmtudag 7. september: 2. bekkur
Föstudag 8. september: 4. bekkur
Mánudag 11. september: 1. bekkur

Ath.: Nemendur 5. - 7. bekkjar mæta í skólann kl. 10:10 þriðjudaginn 5. september.
        Nemendur 8. - 10. bekkjar mæta í skólann kl. 10:10 miðvikudaginn 6. september.
        Nemendur 1. - 4. bekkjar mæta í skólann samkvæmt stundaskrá.

Prenta | Netfang

Samsöngur í sal

Fyrsti morgunsöngur skólaársins var í morgun. Þétt var setið í salnum og vel tekið undir.

Foreldrar eru velkomnir í samsöng á föstudagsmorgnum eins lengi og pláss leyfir.

IMG 0333 

IMG 0335

IMG 0337

IMG 0340

IMG 0341

Prenta | Netfang

Til minnis fyrir foreldra

Það eru ótalmargir hlutir sem þarf að hafa í huga þegar börnin hefja skólagöngu að hausti. Hér verður gerð tilraun til að setja saman minnislista fyrir foreldra:

 • Haga klæðnaði barnanna eftir veðri, því þau eiga að fara út í frímínútur.
 • Láta börnin vera í skóm sem fljótlegt er að komast í og úr.
 • Merkja alla skó og ytri fatnað barnanna – einnig íþróttaföt og handklæði. Leita strax að týndum fötum svo þau hverfi ekki í óskilamununum hjá okkur.
 • Setja endurskinsmerki á allar yfirhafnir.
 • Passa að allt sé í röð og reglu í skólatösku barnanna og að þau séu með nauðsyn­leg gögn í skólanum. Sum börn þurfa utanumhald allan grunnskólann - þetta fer ekki bara eftir aldri.
 • Merkja vel öll námsgögn barnanna.
 • Forðast að senda verðmæti með börnunum í skólann. Við getum enga ábyrgð tekið á þeim.
 • Gott er að kemba strax í skólabyrjun og reyna þannig að koma í veg fyrir lúsafaraldur í skólanum. Einnig áður en skóli byrjar eftir frídaga.
 • Tilkynna veikindi nemenda eða önnur forföll eins fljótt og hægt er og á hverjum degi. Veikindi eru tilkynnt í Mentor. Tilkynna þarf daglega. Ef þig vantar aðgangsorð, hafðu þá samband við okkur.
 • Ef nemandi á að vera inni í frímínútum vegna lasleika verður hann að hafa skriflega beiðni um það frá foreldrum.
 • Stundvísi er dyggð. Ef þú átt erfitt með að mæta á réttum tíma, vaknaðu þá korteri fyrr. Barnið þarf líka að læra stundvísi.
 • Lesa saman daglega. Gera samveruna að ánægjustund - það þarf ekki nema 10-20 mínútur. Þið getið skipst á ef þörf krefur.
 • Fylgjast vel með námi og ástundun barnsins. Með þvi að sýna áhuga, þá sýnirðu barninu að þetta skiptir máli.
 • Tala vel um skólann og starfsfólk hans. Ef þú þarft að kvarta, ekki láta barnið heyra það.
 • Vera glaður. :) 

Prenta | Netfang

Skólasetning 22. ágúst 2017

Háteigsskóli verður settur þriðjudaginn 22. ágúst.

Nemendur mæti til skólasetningar sem hér segir:
10. bekkur . . . . kl. 9.00
9. bekkur . . . . . kl. 10.00
8. bekkur . . . . . kl. 11.00
7. bekkur . . . . . kl. 13.00
6. bekkur . . . . . kl. 13.30
5. bekkur . . . . . kl. 14.00
4. bekkur . . . . . kl. 14.30
3. bekkur . . . . . kl. 15.00
2. bekkur . . . . . kl. 15.30

Eftir setningarathöfn í sal fara nemendur í stofur með kennurum sínum og fá stundaskrá og aðrar upplýsingar um skólastarfið.

Kennsla í 2. - 10. bekk hefst skv. stundaskrá miðvikudaginn 23. ágúst.

Nemendur 1. bekkjar verða boðaðir bréfleiðis til viðtals með foreldrum sínum. Gert er ráð fyrir að kennsla hjá þeim hefjist skv. stundaskrá fimmtudaginn 24. ágúst.

Innkaupalistar eru á heimasíðunni undir "Nemendur".

Í skóladagatali 2017 - 2018 birtist starfsáætlun vetrarins. Krækja er hér ofarlega til hægri á síðunni.

Vinsamlegast lesið einnig skilaboð frá íþróttakennurum skólans.

Foreldrar eru velkomnir með börnum sínum á skólasetninguna.

Nýir nemendur geta fengið kynningu á skólanum ásamt foreldrum sínum. Panta þarf tíma fyrir kynningu á skrifstofu skólans - s. 530-4300.

Prenta | Netfang

Undirbúningur skólabyrjunar

Skrifstofa skólans er nú opin milli kl. 8 og 16 alla virka daga. Skólastjórnendur hafa mætt til vinnu, en kennarar koma í skólann 15. ágúst, eftir að hafa sinnt endurmenntunarmálum, m.a. í sumarsmiðjum kennara. Geta má þess að Erla Súsanna Þórisdóttir, Heiða Rúnarsdóttir og Sigrún Þóra Skúladóttir, kennarar í Háteigsskóla, munu kenna á sumarsmiðjunum ásamt fleiri kennurum annars staðar frá.

Við bendum annars á skóladagatalið og upplýsingar um innkaupalista á heimasíðu skólans. Nánari tímasetningar skólasetningar eru væntanlegar.

Prenta | Netfang

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102