• IMG 4915
  • IMG 4916
  • 22782348 10214393041403522 141749019 n
  • DSC001
  • DSC024
  • DSC003

postur1-1

Mentor-01

outlook1-1

Denmark       United Kingdom

Íslandsmót grunnskólasveita - stúlknaflokkur

Stúlknasveit Háteigsskóla gerði sér lítið fyrir og landaði 2.-3. sæti í flokki 3. - 5. bekkinga á Íslandsmóti grunnskólasveita sem haldið var laugardaginn 17. janúar. Það sem gerir sigurinn enn sætari er sú staðreynd að stúlkurnar eru í 4. bekk og verða því í sama riðli næsta vetur. Við óskum þeim og Lenku, skákkennara, innilega til hamingju.

27459631 1819153528109163 4580372032994072291 n

Prenta | Netfang

Foreldraviðtöl

Á morgun, þriðjudaginn 30. janúar, eru foreldraviðtöl í Háteigsskóla.

Allir foreldrar eru væntanlega búnir að panta tíma. Nemendur í 5. - 10. bekk mæta í viðtölin með foreldrum sínum.

Við hvetjum foreldra til að undirbúa sig fyrir viðtölin og skoða námsmat sinna barna í Mentor.

Prenta | Netfang

Starfsdagur

Eins og fram kemur í skóladagatali, þá er starfsdagur á morgun, miðvikudaginn 23. janúar. Þá vinna kennarar að nýju námsmati.

Prenta | Netfang

Þorrinn

Í gær var þorrinn haldinn hátíðlegur í 2. bekk. Maturinn þótti misgóður, en myndirnar segja meira en mörg orð.

27048270 10215711809410526 1862209380 oa

Prenta | Netfang

Bréf til bjargar lífi

"Bréf til bjargar lífi" nefnist alþjóðleg herferð Amnesty International þar sem einstaklingar víða um heim taka þátt. Þannig safnast milljónir undirskrifta til stuðnings þeim sem brotið er á. Þetta verkefni var kynnt í 10. bekk fyrir áramót og í framhaldi af því gafst unglingum kostur á að skrifa undir áskorun til þeirra sem brjóta á einstaklingum. Þátttakan var einstaklega góð og í dag heimsótti okkur Vala Ósk Bergsveinsdóttir, fræðslustjóri Amnesty International hér á landi, og tók hún á móti undirskriftunum héðan. Þær voru um 600 talsins. Hákon Jan Norðfjörð, formaður nemendaráðs unglingastigs afhenti bréfin. Ef einhverjir fleiri hafa áhuga á að skrifa undir, þá geta þeir smellt á tengilinn hér og skrifað undir bréfin rafrænt.

IMG 0833ab

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102