• IMG 4917
  • DSC023
  • IMG 4915
  • DSC005
  • IMG 4918
  • 22811251 10214393037683429 891405659 n

postur1-1

Mentor-01

outlook1-1

Denmark       United Kingdom

Uppskera verkhrings

Í gær, miðvikudaginn 14. mars, var uppskerusýning Verkhrings á unglingastigi. Nemendur sýndu þá afrakstur frjálsra verkefna sinna og kenndi þar margra grasa - allt frá súkkulaði upp í íslenska heilbrigðiskerfið. Yngri nemendum var boðið að skoða og einnig foreldrum.

Unglingunum er óskað til hamingju með einstaklega skemmtileg og metnaðarfull verkefni. Myndir frá uppskerunni eru komnar á myndasíðuna.

IMG 1031

Prenta | Netfang

Rímur og rapp í 100 ár

Í morgun heimsóttu Steiney Skúladóttir og Pálmi Freyr Hauksson 4. bekkinga ásamt 4. bekkjar nemendum Ísaksskóla. Tilefnið var að kynna verkefni á vegum Barnamenningarhátíðar og tengist það 100 ára afmælis fullveldis Íslands. Verkefnið kallast Rímur og rapp, lög unga fólksins í 100 ár.

Allir 4. bekkingar verða hvattir til að koma með tillögur að texta til að nota í sameiginlegt rapplag sem tónlistarfólk mun semja. Beðið er um texta eða orð sem tengjast því sem skiptir börnin mestu máli í lífinu núna. Unnið er í litlum hópum, en hóparnir þurfa að komast að sameiginlegri niðurstöðu sem verður send verkefnisstjórum fyrir 20. mars nk. Svo fær tónlistarfólk textana og semur lag með lokatexta úr innsendum tillögum.

Lagið mun verða sent í skólana í vikunni fyrir Barnamenningarhátíð, en öllum 4. bekkingum er boðið á Barnamenningarhátíð í Hörpu þriðjudaginn 17. apríl. Það verður gaman að sjá niðurstöðurnar.

IMG 1020

IMG 1021

IMG 1022

IMG 1023

29177807 10156317428472010 3660246171319795712 n

Prenta | Netfang

Stóra upplestrarkeppnin

Í síðustu viku fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk.

Í úrslitakeppni 7. bekkjar sem haldin var í lok febrúar voru valin þau Embla Sól Óttarsdóttir og Orri Guðmundsson og Mélissa Tanja Pampoulie til vara.

Embla Sól og Orri stóðu sig einstaklega vel og voru verðugir fulltrúar skólans. Fleiri myndir eru á myndasíðu skólans.

001

Prenta | Netfang

Fréttatímar í 4. IRB

Nemendur í 4. IRB hafa starfrækt svokallaðan fréttatíma. Fréttatíminn hefur verið af og til á dagskrá  síðan um haustið í 3. bekk. 

Þetta eru almennar fréttir úr samfélaginu, íþróttafréttir og veðurfréttir, en menningu og listir er nýlega farið að fjalla um. Stefnt er að grínþætti á vordögum. 

Upphafsmenn eru: Magnús Sigurður, Arnmundur og Matthías. Þeir taka glaðir við fréttaskotum frá öðrum nemendum.

Hér er upptaka frá einum fréttatímanum. Beðist er afsökunar á lélegri lýsingu.

 MVI_0985.flv

IMG 0982

IMG 0983

IMG 0984

Prenta | Netfang

Matarsóun í Háteigsskóla

Hér er lýsing á verkefni sem nemendur í 6. bekk unnu að í febrúar. Niðurstöðurnar koma á óvart, en lýsing þeirra kemur hér:

Við í 6. bekk höfum verið að kynna okkur matarsóun. Við ákváðum að rannsaka matarsóunina okkar. Við vigtuðum matarafganga 2. - 7. bekkjar í borðsalnum í heila viku. Við komumst að því að við hentum mjög mikið af mat.

Fyrsta daginn sem við vigtuðum matarafgangana var það of mikið fyrir vigtina sem skólinn átti og þess vegna gátum við ekki haft mánudaginn með í niðurstöðum okkar. Við fórum því heim og náðum í aðra vigt sem við notuðum fyrir hina dagana.

Yfir alla vikuna hentu nemendur í 2. - 7. bekk 28,7 kg af mat.

Við fundum út hvað maturinn sem við hentum í ruslið kostaði og það voru 42.000 kr. fyrir þessa einu viku.

Svo reiknuðum við út hvað það kostaði okkur að henda svona miklum mat í heilan mánuð og við komumst að þeirri niðurstöðu að það væri um það bil 168.000 kr. á mánuði sem gera þá 1.512.000 kr. á einu skólaári.

Okkur finnst þetta rosalega slæmt og við viljum reyna að breyta þessu með því að fræða skólafélaga okkar um matarsóun.

Kveðja, 6. bekkur.

Danela Mata og sgerur 

bekkur

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102