• IMG 4919
 • DSC012
 • IMG 4910
 • DSC019
 • DSC024
 • 22809750 10214393038283444 127727782 n

postur1-1

Mentor-01

outlook1-1

Denmark       United Kingdom

Dagur íslenskrar náttúru

Í dag, 16. september, er dagur íslenskrar náttúru.

Á heimasíðu umhverfisráðuneytisins er hægt að sjá það sem er í boði í dag og um helgina.

Prenta | Netfang

Gestanemandi?

Í morgun, 13. september, tók Gunnar, kokkurinn okkar, eftir lundapysju sem kúrði við aðaldyr skólans. Virtist hún vera að bíða eftir því að komast inn. Hún fékk líka að komast í hlýjuna og beið róleg á skrifstofunni þar til vinnudegi Gunnars lauk. Þá fékk hún að fara með honum og verður frelsinu fegin að komast út á sjó.

Þetta er í fyrsta sinn sem við höfum orðið vör við pysjur hér við skólann. Við vonum að henni farnist vel.

Prenta | Netfang

Bókasafnsdagurinn 8. september

Bókasafnsdagurinn er í dag, fimmtudaginn 8. sept.

Á skólasafninu er hægt að nálgast bókamerki með slagorði dagsins:
Lestur er bestur - út fyrir endimörk alheimsins.

Það er einmitt málið. Lesturinn ber okkur út um víða veröld og til undraheima. Í því tilefni verða nemendur hvattir til að skoða söguslóðir bóka sem þeir eru að lesa eða sem eru lesnar fyrir þá.

Staurar fyrir vegvísa verða reistir við inngang skólasafnsins. Nemendur búa svo til skilti sem vísa á sögustaði. 

Prenta | Netfang

Lestraráskorun

Í dag, 8. september, er alþjóðadagur læsis og haldið upp á bókasafnsdaginn.
Af því tilefni vil ég bjóða ykkur foreldrum að hvetja barnið ykkar til að taka þátt í lestraráskorun.

Þetta er maraþon því áskorunin stendur frá 1. september til 1. mars 2017. 
 Á þessum sex mánuðum þarf barnið að ná að lesa 100 bækur.

Allar bækur sem barnið les á tímabilinu teljast með.
Auk þess má skrá hljóðbækur eða bækur sem þið lesið með barninu eða fyrir það.

100 bóka áskorunin er á vegum vefsins kennarinn.is og er krækjan á leikinn hér.

Dregið verður úr innsendum skráningarblöðum og heppinn lesandi verðlaunaður.

Ég óska ykkur ánægjulegra lestrarstunda með barninu ykkar.

Kærar kveðjur, 
Heiða Rúnarsdóttir
skólasafni Háteigsskóla

Prenta | Netfang

Kynningarfundir fyrir foreldra

Dagana 5. - 12. september verða kynningarfundir í Háteigsskóla sem hér segir:

 • 5. september: 2. bekkur
 • 6. september: 5. - 7. bekkur
 • 7. september: 1. bekkur
 • 8. september: 4. bekkur
 • 9. september: 8. - 10. bekkur
 • 12. september: 3. bekkur  

Allir kynningarfundir eru í bekkjarstofum og standa frá kl. 8:30 - 9:50.

Á kynningarfundi er farið yfir námsefni vetrarins og þær áherslur og væntingar sem kennarar hafa til vinnu nemendanna. Kynnt er skipulagið í skólanum, t.d. varðandi nesti og mat, sérgreinakennslu, skráningar og mætingar. Foreldrar ræða sín á milli hvernig þeir hugsi sér foreldrastarfið verða í vetur. Miklu máli skiptir að sem flestir foreldrar mæti á fundina.

Nemendur 1. - 4. bekk mæta í skólann alla daga eins og venjulega,
en nemendur 5. - 7. bekkjar mæta í skólann kl. 10:10 þriðjudaginn 6. september
og nemendur 8. - 10. bekkjar mæta í skólann kl. 10:10 föstudaginn 9. september.

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102