• IMG 0146
  • IMG 0137
  • IMG 0148
  • IMG 0151
  • IMG 0140
  • IMG 0139

postur1-1

Mentor-01

outlook1-1

Denmark       United Kingdom

Þakkardagur

Í dag var þakkardagur fyrir vinaliða haustannar 2018.

Farið var í fimleikahús Ármanns í Laugardal, þar sem tekið var vel á móti hópnum. Fyrst var farið í upphitun og farið yfir nokkrar umgengnisreglur. Að því loknu fengu krakkarnir að leika sér í salnum. Svampgryfjan var vinsæl og mátti sjá krakka taka tvöfalt heljarstökk ofan í hana. Þarna voru líka alls konar stökkbretti, hringir jafnvægisslár og stór trampólín. Þetta var mjög skemmtilegt.

Þess má geta að þjálfarinn sagði að þetta væri besti eða næstbesti hópur sem hann hefði nokkurn tímann fengið í heimsókn. Þessi þjálfari tekur á móti öllum skólahópum sem heimsækja húsið, þannig að við getum aldeilis verið stolt. 

Síðan var haldið aftur upp í skóla þar sem Gunnar kokkur hafði matreitt dýrindis pítsur handa svöngum börnum. Í lokin fengu allir vinaliðar viðurkenningarskjal og þeim þakkað fyrir vel unnin störf í morgunfrímínútunum. 

Á morgun kl. 13 verður svo fyrsti fundur vinaliða vorannar. Við hlökkum til samstarfsins.

Prenta | Netfang

Nýir vinaliðar

Nú er komið að því að fara að velja nýjan hóp vinaliða.

Vinaliðar haustannar ljúka þessari viku og síðan eru þeir lausir allra mála. Þeir hafa staðið sig einstaklega vel. Það er erfitt að vera frumkvöðull nýs verkefnis eins og vinaliðaverkefnið er, því aðrir nemendur hafa líka þurft tíma til að kynnast verkefninu.

Eins er það alltaf fyrst þannig að þróa þarf verkefnið og breyta og bæta eftir því sem þörf krefur. En við Íris þökkum fráfarandi vinaliðum innilega fyrir góð störf. Framundan er þakkardagur, en nánari upplýsingar um hann koma síðar.

Nemendur 3. - 7. bekkjar eru þessa dagana að tilnefna nýja vinaliða og í framhaldi af því hafa umsjónarkennarar samband heim til að athuga hvort þeir tilnefndu vilji taka verkefnið að sér. Næstkomandi föstudag verður leikjanámskeið í íþróttahúsinu og í næstu viku munum við funda og skipuleggja næstu tvær vikur þar á eftir. Verkefnið fer svo af stað með nýjum vinaliðum mánudaginn 21. janúar.

Vonandi eru allir ánægðir með vinaliðaverkefnið, en við erum alltaf opin fyrir ábendingum um það sem betur mætti fara.

Prenta | Netfang

Skipulag 17. desember 2018 - 3. janúar 2019

Í Desember-Háteigi birtist skipulag næstu vikna, en við birtum það líka hér:

sklag1819

Prenta | Netfang

Jólalegt

Það er orðið jólalegt á efstu hæð A-álmu. 😊

47681051 10216608784227449 7245686149920849920 n47689591 10216608785107471 4643516390425231360 n48062951 10216608784827464 7249595064081448960 n48266969 10216608783667435 5480153574186942464 n48357536 10216608783867440 7311923191394336768 n48383555 10216625810253089 8138106106930003968 n48395464 10216608785667485 2777019686297010176 n48425988 10216608784467455 2415791831234117632 n

Prenta | Netfang

Líðan nemenda

Snemma í nóvember lögðum við fyrir könnun á líðan nemenda í skólanum. Þetta er í 20. skiptið sem þessi könnun er gerð, en hún var fyrst lögð fyrir haustið 1999. Könnunin er stutt og einföld og þykir okkur hún gefa góða mynd af ástandi í hverjum bekk fyrir sig. Niðurstöðurnar eru komnar á heimasíðu skólans ásamt samanburði við fyrri ár. Þar kemur m.a. fram að 78% nemenda í 4. - 10. bekk líður mjög vel eða vel í skólanum og 9% nemenda telja sig vera lögð í einelti. Það er svipað og á árum áður, en áminning um að leita allra leiða til að stöðva einelti.

Í þessari könnun leitumst við að fá nöfn gerenda og þolenda, svo við getum hafist handa, en allt of oft viðgengst einelti án vitneskju okkar; sérstaklega einelti á netinu.

Við viljum brýna fyrir öllum börnum að láta strax vita ef þau halda að um einelti sé að ræða, því allir eru ábyrgir ef þeir vita af eineltinu.

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102