• IMG 0135
  • IMG 0138
  • IMG 0140
  • IMG 0151
  • IMG 0149
  • IMG 0139

postur1-1

Mentor-01

outlook1-1

Denmark       United Kingdom

Fótboltamót

Fótboltamót unglingastigs fór fram 27. september sl. Alls kepptu 12 lið á mótinu, en dregið er í liðin. Leikið var í riðlum og fengu allir að spila að minnsta kosti þrjá leiki. Sigurvegarar voru: Marteinn, Heimir Tjörvi, Baldvin Orri, Tryggvi Briem, Ragna Guðrún og Kári. 

IMG 1574

Prenta | Netfang

Sigurvegarar

Grunnskólamót KRR var haldið í síðustu viku. Háteigsskóli tók þátt í 10. bekkjar keppninni. Strákarnir stóðu sig vel en komust ekki í úrslit.

Stelpurnar komust í úrslit og unnu Réttarholtsskóla 1-0 í undanúrslitum og í úrslitum unnu þær Hagaskóla 2-0. Háteigsskóli er því grunnskólameistari í fótbolta stúlkna í 10. bekk.

Liðið var skipað eftirfarandi einstaklingum:

Anna Hedda, Bryndís, Ragna Guðrún, Ásdís Atla, Ólöf Sigríður, Karolína og Sunna. 

Á myndinni er Svava Arnórsdóttir kennari með stúlkunum.

Til hamingju!

Sigurvegarar 10. bekkinga ftboltamti KRR

Prenta | Netfang

Kynningarfundir og bekkjarfulltrúar í vetur

Nú er lokið kynningarfundum fyrir foreldra og var aðsóknin nokkuð góð í heildina og frábær í sumum árgöngum. Handbók foreldra og nemenda var dreift, en hún er líka aðgengileg á heimasíðu skólans, https://www.hateigsskoli.is/images/hb1718.pdf. Nokkur afgangur er af prentuðum eintökum, þannig að þeim foreldrum sem vilja fá slíkt, er bent á að hafa samband við skrifstofu.

Einnig voru nokkrir foreldrar sem óskuðu eftir því að fá Háteig á prenti í vetur, en okkur skiptir meira máli að blaðið sé lesið, heldur en að pappírinn sé sparaður.

Á kynningarfundunum voru bekkjarfulltrúar kjörnir og hér eru nöfn þeirra: https://www.hateigsskoli.is/foreldrar33/foreldrafelag/bekkjarfulltruar.

Við hlökkum til samstarfsins í vetur.

Prenta | Netfang

Skák

Skákæfingar í Háteigsskóla 2017-2018 eru, eins og á síðasta skólaári, í umsjón Lenku Ptácníková og verða þær á fimmtudögum kl. 15:00-15:45 í tónmenntastofunni.

Æfingarnar hefjast fimmtudaginn 14. september. Öllum áhugasömum börnum sem kunna mannganginn er velkomið að taka þátt.

Við bendum einnig á Fésbókarhópinn - Skák í Háteigsskóla.

Prenta | Netfang

Gaman í laugunum

Þar sem framkvæmdum við Sundhöllina er ekki lokið, fara nemendur Háteigsskóla í Laugardalslaugina í staðinn.

Hér eru nemendur 4. GM í heita pottinum að lokinni sundæfingu. 

21291530 10155098963970787 697856218 n

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102