• 22835282 10214394304355095 1156280864 n
  • DSC019
  • DSC011
  • DSC012
  • 22809710 10214393041083514 1336252135 n
  • IMG 4913

postur1-1

Mentor-01

outlook1-1

Denmark       United Kingdom

Skólasetning 22. ágúst 2017

Háteigsskóli verður settur þriðjudaginn 22. ágúst.

Nemendur mæti til skólasetningar sem hér segir:
10. bekkur . . . . kl. 9.00
9. bekkur . . . . . kl. 10.00
8. bekkur . . . . . kl. 11.00
7. bekkur . . . . . kl. 13.00
6. bekkur . . . . . kl. 13.30
5. bekkur . . . . . kl. 14.00
4. bekkur . . . . . kl. 14.30
3. bekkur . . . . . kl. 15.00
2. bekkur . . . . . kl. 15.30

Eftir setningarathöfn í sal fara nemendur í stofur með kennurum sínum og fá stundaskrá og aðrar upplýsingar um skólastarfið.

Kennsla í 2. - 10. bekk hefst skv. stundaskrá miðvikudaginn 23. ágúst.

Nemendur 1. bekkjar verða boðaðir bréfleiðis til viðtals með foreldrum sínum. Gert er ráð fyrir að kennsla hjá þeim hefjist skv. stundaskrá fimmtudaginn 24. ágúst.

Innkaupalistar eru á heimasíðunni undir "Nemendur".

Í skóladagatali 2017 - 2018 birtist starfsáætlun vetrarins. Krækja er hér ofarlega til hægri á síðunni.

Vinsamlegast lesið einnig skilaboð frá íþróttakennurum skólans.

Foreldrar eru velkomnir með börnum sínum á skólasetninguna.

Nýir nemendur geta fengið kynningu á skólanum ásamt foreldrum sínum. Panta þarf tíma fyrir kynningu á skrifstofu skólans - s. 530-4300.

Prenta | Netfang

Undirbúningur skólabyrjunar

Skrifstofa skólans er nú opin milli kl. 8 og 16 alla virka daga. Skólastjórnendur hafa mætt til vinnu, en kennarar koma í skólann 15. ágúst, eftir að hafa sinnt endurmenntunarmálum, m.a. í sumarsmiðjum kennara. Geta má þess að Erla Súsanna Þórisdóttir, Heiða Rúnarsdóttir og Sigrún Þóra Skúladóttir, kennarar í Háteigsskóla, munu kenna á sumarsmiðjunum ásamt fleiri kennurum annars staðar frá.

Við bendum annars á skóladagatalið og upplýsingar um innkaupalista á heimasíðu skólans. Nánari tímasetningar skólasetningar eru væntanlegar.

Prenta | Netfang

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102