Skip to content

Áfram lestur

Lestrarþjálfun barna er sameiginlegt verkefni heimila og skóla. Lestur er uppspretta orðaforða og eflir lesskilning. Við þurfum að lesa með og fyrir börnin og minna þau á að lesa. Þetta er ekki síst mikilvægt að hafa í huga þegar frídagar eru framundan.  Ánægjulegar samverustundir barna og fullorðinna yfir bókum eru mikils virði. Munið eftir bókum þegar þið ætlið að gleðja aðra. Skólasöfn í Reykjavík fengu nú á aðventunni glaðning frá Óslóarborg. Í staðinn fyrir að gefa borginni jólatré fengu söfnin bókagjöf. Þetta er okkur sem störfum á söfnunum einstaklega kært og börnin fá að njóta þegar þau koma til okkar í leit að lesefni. Þegar skólasöfnin eru lokuð um hátíðir og á sumrin er mikilvægt að venja komur sínar á almenningssöfn í leit að lesefni.

Gleðileg bókajól.

Kærar kveðjur, Heiða á skólasafni