Skip to content

Allt er vænt sem vel er grænt

Gott gengi Íslands í nýafstaðinni Evrópukeppni í handbolta var einstaklega hvetjandi fyrir starfsmenn Háteigsskóla sem ákváðu í kjölfarið að skrá sig í Lífshlaupið – landskeppni í hreyfingu sem hófst 2. febrúar sl. Tilgangurinn er auðvitað að efla líkama og sál og hreyfa okkur daglega utan vinnutíma þar sem reglan er einföld ,,hreyfa sig í minnst 30 mínútur samtals á dag“.

Vinnustaðakeppnin stendur yfir í þrjár vikur og lýkur þann 22. febrúar. Nú þegar tæp vika er liðin af keppni þá er lið starfsmanna Háteigsskóla í fertugasta sæti af tæplega 120 virkum vinnustöðum og ætlum við svo sannarlega að gera okkar besta. Í morgunkaffinu var boðið upp á grænan heilsusafa og eins og allir vita þá er allt vænt sem vel er grænt.

Á næsta ári ætlum við að bjóða nemendum okkar að taka þátt í grunnskólakeppninni sem er einnig árleg og stendur yfir í tvær vikur í febrúar. Áfram Háteigsskóli!