Skip to content

Almenn kennsla 4.maí 2020

Kæru foreldrar barna í Háteigsskóla
Almenn kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 4. maí. Þetta á við um allar list- og verkgreinar, íþróttir, sund og alla bóklega kennslu. Hádegismatur er eins og venjulega og öll hlé einnig.

Gert er ráð fyrir að allir nemendur, sem eru frískir, mæti í skólann eins og venjulega. Ef brýnar ástæður eru til geta foreldrar sótt um leyfi frá skólasókn fyrir börn sín. Slíkar beiðnir skulu vera skriflegar og þar staðfesta foreldrar að þeir beri fulla ábyrgð á námi barna sinna á meðan leyfi varir. ( Sjá foreldrar/leyfisumsóknir á heimasíðu skólans.)

Það sem áfram er með breyttu sniði vegna takmörkunar á samkomum er eftirfarandi:
Viðburðir í skóla- og frístundastarfi verða án þátttöku foreldra.
Foreldrar koma ekki inn í grunnskóla og frístundaheimili nema nauðsynlegt sé.
Fundir skóla með einstaka foreldrum eru heimilir í þar til skilgreindum rýmum ef hægt er að fylgja viðmiðum um smitgát.
Móttaka fyrir nýja nemendahópa í grunnskóla sem krefst þátttöku foreldra getur ekki farið fram á þessu vori.

Þá eru almennar sóttvarnarreglur enn í gildi og því áfram aukin þrif og sótthreinsun í skólanum.

Við hlökkum til að sjá alla nemendur á mánudag!

Kær kveðja,
skólastjórnendur