Skip to content

Áralöng hefð 10. bekkjar í Háteigsskóla

Þann 15. maí fór fram áralöng hefð í Háteigsskóla þegar 10. bekkingar sýndu afrakstur samþættrar vinnu í íslensku, samfélagsfræði og náttúrufræði, sem kallast réttarhöld. Í réttarhöldunum takast á nútíð og framtíð um mikilvæg samfélagsleg málefni. Tvö andstæð lið vinna með sama viðfangsefnið. Annað liðið eru „ákærendur“ en hitt liðið eru „verjendur“. Þeir sem ákæra er hópur sem býr í framtíðinni eða árið 2050. Hópurinn sem þarf að verja sínar aðgerðir er úr nútímanum árið 2023. Nemendur 10. bekkjar hafa unnið þetta í öllum tímum í umræddum fögum síðastliðnar tvær vikur og var afraksturinn réttarhöldin sjálf sem haldin voru í sal skólans. Þau stóðu sig öll yfirmáta vel og er nokkuð ljóst að hér er á ferðinni hópur mjög frambærilegra einstaklinga sem öll virðast tilbúin að fara út í lífið.