Skip to content

Barnamenningarhátíð 2023

Nemendur í 4. bekk Háteigsskóla sýna afrakstur vinnu sinnar. Í vetur hafa þau rannsakað íslenska torfbæinn undir handleiðslu kennaranna sinna Kristínu Ragnarsdóttur, Eyrúnar Ingu Sævarsdóttur og Ragnheiðar Clausen. Auk þess að fræðast um málefnið í skólanum, í Árbæjarsafni, Þjóðminjasafninu og í Listasafni Íslands unnu nemendur þessa innsetningu með listakonunni Hönnu frá Jaðri. Þau rannsökuðu ólíka hleðslustíla og veltu fyrir sér hvernig menn nýttu torf eitt og sér eða grjót og torf saman til veggjahleðslu. Torf var frábært byggingarefni og einangrar vel fyrir kulda.

Sýningin er skipulögð af LÁN (listrænt ákall til náttúrunnar) sem er þverfaglegt verkefni á vegum Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur.

Sumar.

Vetur.