Skip to content

Barnamenningarhátíð

Nemendur 4. bekkjar tóku þátt í setningu barnamenningarhátíðar í Hörpu, þriðjudaginn 9. apríl sl. Þar sungu þeir m.a. hátíðarlagið, Draumar geta ræst, en safnað var hugmyndum að textanum í samstarfi við börnin. Hér er lagið á YouTube.

Á miðvikudag fóru 6. bekkingar í Hörpu og horfðu á ungverska snillinginn Gabor Vosteen sem getur spilað á ótal blokkflautur í einu (eða óteljandi?). Sýninginn var bráðskemmtileg. Myndirnar eru teknar af heimasíðu barnamenningarhátíðar.