Skip to content

Bókamerkjaskipti

Nemendur í 7. bekk bjuggu til bókamerki fyrir nemendur í Portúgal og Slóvakíu. Þeir notuðu gamlar, ónýtar myndabækur í bókamerkjagerðina. Okkur hafa borist bókamerki frá nemendum í þessum löndum. Það var skemmtilegt að fá bókamerkin fyrir jól. Bókamerkin voru ótrúlega flott og fjölbreytt. Það gat verið erfitt að velja sér eitthvert eitt bókamerki til afnota. Nú ætla nemendur í 7. bekk að vera duglegir að lesa og nýta nýju bókamerkin. Lestrarkveðjur, Heiða á skólasafni.