Skip to content

Brasað í snjónum

Nemendur hafa tekið snjónum fagnandi og hafa brasað ýmislegt síðustu daga. Í gær voru snjólög þannig að nemendur gátu hlaðið upp í stærðarinnar snjóbolta og hófst það allt á samvinnu og styrk hópsins. Enn aðrir létu pakka sér í snjóteppi, fóru þolinmóðir í biðröð eftir því að klífa lítið snjófjall eða byggðu snjóhúsabakarí.