Skip to content
30 okt'20

Hrekkjavaka á bókasafni og snillismiðju

Hrekkjavaka var haldin hátíðleg á bókasafni og í snillismiðju skólans. Nemendur voru hvattir til að lesa með áskorunni „Lestu bók  þú þorir!“  Nokkrir nemendur í 3.bekk spreyttu sig í að leysa hrekkjavökuþrautir til að opna ýmsar gerðir af lásum (Breakout EDU).   

Nánar
13 sep'20

Stelp­ur filma!

Nokkrar stelp­ur úr 9. bekk sóttu nám­skeiðið Stelp­ur filma! sem haldið var í Nor­ræna hús­inu, þar nutu þær hand­leiðslu fag­fólks í kvik­mynda­geir­an­um og lærðu nokk­ur und­ir­stöðuatriði kvik­mynda­gerðar. Nám­skeiðið var haldið af RIFF í sam­vinnu við Skóla- og frí­stunda­svið Reykja­vík­ur­borg­ar og Mixt­úru. Sjá nánar hér:https://www.mbl.is/folk/frettir/2020/09/10/grunnskolastelpur_filma/

Nánar
28 ágú'20

Skólastarfið hafið

Kæru foreldrar/forsjáraðilar Þá er fyrsta vikan að baki og gaman að finna hve börnin koma glöð inn í skólann eftir sumarið. Skólastarfið fer vel af stað og vel hefur gengið að fara eftir þeim viðmiðum sem gilda um sóttvarnir í skólum. Við viljum þakka ykkur foreldrum fyrir skilning og samvinnu við óvenjulegar aðstæður í skólabyrjun.…

Nánar
10 ágú'20

Skrifstofa skólans opin

Skrifstofa skólans hefur verið opnuð eftir sumarleyfi. Hægt er að ná sambandi við okkur í síma 530-4300, kl. 8:00 – 15:00, mánudag til föstudags. Netfang skólans er hateigsskoli@rvkskolar.is.

Nánar
22 maí'20

Stelpur og tækni 2020

Miðvikudaginn 20.maí 2020 tóku stelpurnar í 9.bekk þátt í í verkefni á vegum Háskólans í Reykjavík. Hópurinn skemmti sér mjög vel og lærði heilmikið um vefhönnun og raftónlist.  

Nánar
11 maí'20

Skólabúðir Reykjaskóla

Nemendur í 7.bekk voru í skólabúðum Reykjaskóla vikuna 4. – 8.maí 2020.  Þar voru allir kátir og nutu sín við ýmiskonar verkefni.

Nánar
03 maí'20

Almenn kennsla 4.maí 2020

Kæru foreldrar barna í Háteigsskóla Almenn kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 4. maí. Þetta á við um allar list- og verkgreinar, íþróttir, sund og alla bóklega kennslu. Hádegismatur er eins og venjulega og öll hlé einnig. Gert er ráð fyrir að allir nemendur, sem eru frískir, mæti í skólann eins og venjulega. Ef brýnar ástæður…

Nánar
07 apr'20

Tökum þátt í að setja heimsmet!

Menntamálastofnun hefur í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið sett af stað lestrarverkefni sem ber heitið Tími til að lesa! Allir Íslendingar eru hvattir til að skrá allan sinn lestur næstu fjórar vikurnar á heimasíðu verkefnisins. Þar er hægt að fylgjast með sameiginlegum lestri þjóðarinnar frá degi til dags auk þess sem ýmsar upplýsingar um lestur…

Nánar