Skip to content
25 jan'21

Fundur, forvarnir fyrir foreldra í 7.-10.bekk

Kæru foreldrar/forsjáraðilar Við minnum ykkur hér með á áríðand fund um forvarnarmál sem ætlaður er foreldum sem eiga börn í 7.-10. bekk, miðvikudaginn 27. janúar kl. 09:00. Fundurinn fer fram í gegnum fjarfundabúnað.  Hlekkur á fundinn: Click here to join the meeting  Á fundinum mun Margrét Lilja Guðmundsdóttir frá Rannsókn og greiningu kynna helstu niðurstöður…

Nánar
22 jan'21

Lestrarhátíð – Lesið á þorra

Nú er þorrinn genginn í garð og við höldum lestrarhátíð í Háteigsskóla. Í skólanum verður athygli beint að lestri nemenda og þeir hvattir til að lesa meira en nokkru sinni fyrr. Hátíðin í ár heitir Ísland – Landið og miðin og stendur til konudagsins 21. febrúar.  Markmið lestrarhátíðarinnar er að: Efla læsi nemenda, að þeir…

Nánar
08 jan'21

Forritunar og sköpunarkeppni Winter Quest

Lóa (8.SA), Snæfríður og Líf (7.DM) tóku þátt í alþjóðlegu forritunar og sköpunarkeppninni Winter Quest sem var haldin um jólin. Skemmst er að segja frá því að þær voru í fyrsta sæti af þeim liðum sem tóku þátt á íslandi og unnu þráðlaus heyrnatól. Sjá nánar hér: https://happynewcode.algoritmika.org/eng#rec250416133 https://algorithmicschool.com/ Við samgleðjumst og óskum þeim til…

Nánar
07 jan'21

Forritun á unglingastigi

Nemendur í 9. og 10.bekk byrjuðu aftur í valgreinum eftir áramót.  Í forritun var unnið í Microbit, Tynker, Grashopper og CS first.

Nánar
03 jan'21

Nýárskveðja 2021

Starfsfólk Háteigsskóla sendir nemendum og fjölskyldum þeirra bestu óskir um gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir eintaklega góð og fjölbreytt samskipti á árinu sem er að líða. Hér fyrir neðan er tengill á nýjustu útfærslu á reglugerð um takmörkun á skólastarfi sem tók í gildi 1. janúar 2021. Einnig minnum við á að það er…

Nánar
18 des'20

Jólakveðja 2020

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Bestu þakkir fyrir frábært samstarf og samvinnu í vetur Jólakveðja frá starfsfólki Háteigsskóla

Nánar
16 des'20

Jólagleði 18.desember 2020

Kæru foreldrar/forsjáraðilar Föstudagurinn 18. desember er skertur skóladagur og tímasetningar með breyttu sniði. Miðstig mætir: 9:30 – 11:30 Yngsta stig mætir: 11:00 – 13:40 Jólagleði nemenda verður með breyttu sniði í ár vegna aðstæðna í skólastarfinu. Við ætlum að halda jólaskemmtun úti á velli þar sem við dönsum við jólatré og dillum okkur við jóladiskólög.…

Nánar
11 des'20

Osmo í 3.bekk

Nemendur í 3.bekk unnu með Osmo sem er margverðlaunað leikja- og kennslutæki fyrir iPad og iPhone.  Það sem er sérstakt við Osmo leikina er að í þeim er unnið með áþreifanlega hluti sem hafa áhrif á það sem gerist á skjánum.  Hægt er m.a. að vinna með stafi, orð, tölur, rökhugsun, forritun, skapa og margt…

Nánar
09 des'20

Óskilamunir í glerskála !

Ágætu foreldrar og aðrir aðstandendur Á föstudagsmorgun, 11. desember, verður glerskálinn opinn frá kl. 8:00 til 9:00.  Þar verða óskilamunir á borðum og foreldrum gefst tækifæri til að koma og fara í gegnum þá. Gengið er í glerskálann beint af lóð, fullorðnir skulu bera grímu, aðeins geta verið 10 manns inni í skálanum í einu.

Nánar
16 nóv'20

Íslenskuverðaun á Degi íslenskrar tungu 16. nóvember.

Afhending Íslenskuverðlauna unga fólksins á Degi íslenskrar tungu 16. nóvember. Cicely Steinunn Pálsdóttir, nemandi í 10. bekk Háteigsskóla, hlaut í dag Íslenskuverðlaun unga fólksins fyrir framúrskarandi ástundun og árangur í íslensku. Undanfarin ár hafa verðlaunin verið afhent á hátíðlegum viðburði í Hörpu en því miður var það ekki mögulegt að þessu sinni. Þess í stað…

Nánar