Skip to content
27 feb'20

Öskudagur í Háteigsskóla

Það ríkti mikil stemning hjá okkur á öskudag, unglingastigið bauð upp á fjölmargar skemmtilegar stöðvar,  allir skemmtu sér vel! Hér eru myndir frá deginum:  https://photos.app.goo.gl/oxhHE5boiDcewfVs9

Nánar
17 feb'20

Skákmenn framtíðarinnar!

Þær Steinun Katla, Ragnheiður, Eydís Anna og Katrín úr 1.bekk tóku þátt í Íslandsmóti grunnskólasveita í skák. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn.

Nánar
31 jan'20

100 daga hátíð

Í dag hafa börnin í 1. bekk verið 100 daga í skólanum. Við héldum daginn hátíðlegan með ýmsu móti. Í vikunni bjuggu krakkarnir til tölustafi með 100 formum, pítsur með 100 bitum af áleggi (pappír), bjuggu til parís o.fl. Þau byggðu byggingar með 100 kubbum sem eru til sýnis í kjallaranum. Í dag komu krakkarnir…

Nánar
27 jan'20

Lestrarhátíð

Við viljum hvetja alla nemendur Háteigsskóla til að lesa af kappi. Skora á sjálfan sig að lesa meira í dag en í gær. Lestrarhátíðin, Lesið á þorra er gengin í garð og stendur til 23. febrúar. Þema lestrarhátíðarinnar í ár eru víkingar og goðafræði. Nemendur geta lesið það sem þá lystir. Til að fræðast um…

Nánar
21 jan'20

Forritun er frábær!

Nemendur á ungligastigi í forritun skemmtu sér heldur betur vel með nýju Makey Makey spjöldin sem keypt voru fyrir styrk frá Forritum Framtíðarinnar!

Nánar
16 jan'20

Taflborð

Þeir Högni Nóam, Óli Steinn, Markús Freyr og Jakob Máni nemendur í 4.bekk komu færandi hendi og gáfu skólanum taflborð sem þeir unnu í smíði. Þórður tók á móti borðinu fyrir hönd skólans.

Nánar
13 jan'20

Mikilvæg skilaboð til foreldra!

Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að fylgja börnum í skólann á morgun þriðjudag 14. janúar. Hér er átt við börn yngri en 12 ára. Enska: A yellow weather alert is in place for the greater Reykjavík are. Parents and guardians of children under 12 years of age…

Nánar
13 jan'20

Laugarvatn 2020

Nemendur í 9.bekk sóttu Ungmennabúðir UMFÍ 6.-10. janúar 2020. Veðrið hafði áhrif á dagskrána en kom ekki í veg fyrir að allir skemmtu sér vel. Dagskráin var stíf og krefjandi þar sem hún reyndi meðal annars á seiglu og samskiptafæri allra á staðnum. sjá nánar hér: https://www.umfi.is/verkefni/ungmennabudir/

Nánar
07 jan'20

Bókamerkjaskipti

Nemendur í 7. bekk bjuggu til bókamerki fyrir nemendur í Portúgal og Slóvakíu. Þeir notuðu gamlar, ónýtar myndabækur í bókamerkjagerðina. Okkur hafa borist bókamerki frá nemendum í þessum löndum. Það var skemmtilegt að fá bókamerkin fyrir jól. Bókamerkin voru ótrúlega flott og fjölbreytt. Það gat verið erfitt að velja sér eitthvert eitt bókamerki til afnota.…

Nánar