Skip to content
11 des'20

Osmo í 3.bekk

Nemendur í 3.bekk unnu með Osmo sem er margverðlaunað leikja- og kennslutæki fyrir iPad og iPhone.  Það sem er sérstakt við Osmo leikina er að í þeim er unnið með áþreifanlega hluti sem hafa áhrif á það sem gerist á skjánum.  Hægt er m.a. að vinna með stafi, orð, tölur, rökhugsun, forritun, skapa og margt…

Nánar
09 des'20

Óskilamunir í glerskála !

Ágætu foreldrar og aðrir aðstandendur Á föstudagsmorgun, 11. desember, verður glerskálinn opinn frá kl. 8:00 til 9:00.  Þar verða óskilamunir á borðum og foreldrum gefst tækifæri til að koma og fara í gegnum þá. Gengið er í glerskálann beint af lóð, fullorðnir skulu bera grímu, aðeins geta verið 10 manns inni í skálanum í einu.

Nánar
16 nóv'20

Íslenskuverðaun á Degi íslenskrar tungu 16. nóvember.

Afhending Íslenskuverðlauna unga fólksins á Degi íslenskrar tungu 16. nóvember. Cicely Steinunn Pálsdóttir, nemandi í 10. bekk Háteigsskóla, hlaut í dag Íslenskuverðlaun unga fólksins fyrir framúrskarandi ástundun og árangur í íslensku. Undanfarin ár hafa verðlaunin verið afhent á hátíðlegum viðburði í Hörpu en því miður var það ekki mögulegt að þessu sinni. Þess í stað…

Nánar
30 okt'20

Hrekkjavaka á bókasafni og snillismiðju

Hrekkjavaka var haldin hátíðleg á bókasafni og í snillismiðju skólans. Nemendur voru hvattir til að lesa með áskorunni „Lestu bók  þú þorir!“  Nokkrir nemendur í 3.bekk spreyttu sig í að leysa hrekkjavökuþrautir til að opna ýmsar gerðir af lásum (Breakout EDU).   

Nánar
13 sep'20

Stelp­ur filma!

Nokkrar stelp­ur úr 9. bekk sóttu nám­skeiðið Stelp­ur filma! sem haldið var í Nor­ræna hús­inu, þar nutu þær hand­leiðslu fag­fólks í kvik­mynda­geir­an­um og lærðu nokk­ur und­ir­stöðuatriði kvik­mynda­gerðar. Nám­skeiðið var haldið af RIFF í sam­vinnu við Skóla- og frí­stunda­svið Reykja­vík­ur­borg­ar og Mixt­úru. Sjá nánar hér:https://www.mbl.is/folk/frettir/2020/09/10/grunnskolastelpur_filma/

Nánar
28 ágú'20

Skólastarfið hafið

Kæru foreldrar/forsjáraðilar Þá er fyrsta vikan að baki og gaman að finna hve börnin koma glöð inn í skólann eftir sumarið. Skólastarfið fer vel af stað og vel hefur gengið að fara eftir þeim viðmiðum sem gilda um sóttvarnir í skólum. Við viljum þakka ykkur foreldrum fyrir skilning og samvinnu við óvenjulegar aðstæður í skólabyrjun.…

Nánar
10 ágú'20

Skrifstofa skólans opin

Skrifstofa skólans hefur verið opnuð eftir sumarleyfi. Hægt er að ná sambandi við okkur í síma 530-4300, kl. 8:00 – 15:00, mánudag til föstudags. Netfang skólans er hateigsskoli@rvkskolar.is.

Nánar
22 maí'20

Stelpur og tækni 2020

Miðvikudaginn 20.maí 2020 tóku stelpurnar í 9.bekk þátt í í verkefni á vegum Háskólans í Reykjavík. Hópurinn skemmti sér mjög vel og lærði heilmikið um vefhönnun og raftónlist.  

Nánar