Skip to content
21 jan'20

Forritun er frábær!

Nemendur á ungligastigi í forritun skemmtu sér heldur betur vel með nýju Makey Makey spjöldin sem keypt voru fyrir styrk frá Forritum Framtíðarinnar!

Nánar
16 jan'20

Taflborð

Þeir Högni Nóam, Óli Steinn, Markús Freyr og Jakob Máni nemendur í 4.bekk komu færandi hendi og gáfu skólanum taflborð sem þeir unnu í smíði. Þórður tók á móti borðinu fyrir hönd skólans.

Nánar
13 jan'20

Mikilvæg skilaboð til foreldra!

Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að fylgja börnum í skólann á morgun þriðjudag 14. janúar. Hér er átt við börn yngri en 12 ára. Enska: A yellow weather alert is in place for the greater Reykjavík are. Parents and guardians of children under 12 years of age…

Nánar
13 jan'20

Laugarvatn 2020

Nemendur í 9.bekk sóttu Ungmennabúðir UMFÍ 6.-10. janúar 2020. Veðrið hafði áhrif á dagskrána en kom ekki í veg fyrir að allir skemmtu sér vel. Dagskráin var stíf og krefjandi þar sem hún reyndi meðal annars á seiglu og samskiptafæri allra á staðnum. sjá nánar hér: https://www.umfi.is/verkefni/ungmennabudir/

Nánar
07 jan'20

Bókamerkjaskipti

Nemendur í 7. bekk bjuggu til bókamerki fyrir nemendur í Portúgal og Slóvakíu. Þeir notuðu gamlar, ónýtar myndabækur í bókamerkjagerðina. Okkur hafa borist bókamerki frá nemendum í þessum löndum. Það var skemmtilegt að fá bókamerkin fyrir jól. Bókamerkin voru ótrúlega flott og fjölbreytt. Það gat verið erfitt að velja sér eitthvert eitt bókamerki til afnota.…

Nánar
01 jan'20

Nýárskveðja

Starfsfólk Háteigsskóla sendir nemendum og fjölskyldum þeirra bestu óskir um gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir góð samskipti á árinu sem er að líða. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 3. janúar Hlökkum til að sjá ykkur!

Nánar
17 des'19

Áfram lestur

Lestrarþjálfun barna er sameiginlegt verkefni heimila og skóla. Lestur er uppspretta orðaforða og eflir lesskilning. Við þurfum að lesa með og fyrir börnin og minna þau á að lesa. Þetta er ekki síst mikilvægt að hafa í huga þegar frídagar eru framundan.  Ánægjulegar samverustundir barna og fullorðinna yfir bókum eru mikils virði. Munið eftir bókum…

Nánar
09 des'19

Jólaskemmtanir 2019

Nemendur mæta í skólann samkvæmt stundaskrá fram að jólum fyrir utan föstudaginn 20. desember, sjá nánar hér að neðan: Föstudagur 20. desember – mæting er sem hér segir: Unglingastig frá 10:00 – 13:00 Miðstig frá 10:00 – 12:00 Yngsta stig frá 12:00 – 13:40 Kennsla hefst aftur föstudaginn 3.janúar 2020 samkvæmt stundaskrá. Jólakveðja frá starfsfólki Háteigsskóla

Nánar
06 des'19

Frábær árangur á Jólaskákmóti

Stúlknasveit Háteigsskóla unnu til verðlauna á Jólaskákmóti Taflfélags Reykjavíkur Stúlkurnar eru allar nemendur í 6. bekk og heita Ellen, Snæfríður, Anna Katarína, Karen og Soffía Arndís Háteigsskóli er stoltur af árangrinum og óskar þeim innilega til hamingju með frábæra frammistöðu.

Nánar