Skip to content

Frá skólasafninu

Á skólasafninu er ljóðaþema í apríl.

Ég hvet foreldra og aðra aðstandendur nemenda Háteigsskóla til að eiga skemmtilega ljóðastund með börnunum. Farið með ljóð, semjið ljóð eða lesið ljóð fyrir hvort annað. Skólasafnið tekur við frumsömdum ljóðum og stillir upp öðrum til gamans og yndisauka.

Fram að páskafríi er hægt að taka þátt í kosningu í Bókaverðlaunum barnanna. Margir hafa kosið nú þegar, en einnig er hægt að kjósa á netinu https://docs.google.com/forms/d/1XtLEKf4ahV1NHrDcBxM1H_K7poLE1U9zgSubc4yXOZk/viewform?edit_requested=true

Bókabrall hefur verið í boði hjá 5. og 6. bekk í vetur. Í þessari viku er síðasta tækifærið að fá lánaða tösku í Bókabralli.

Lestrarkveðjur, Heiða safnstjóri 😊