Skip to content

Ferðabókin okkar (Traveling book)

Nemendur í 7. bekk byrjuðu haustið 2019 á ferðabók, samhliða námi sínu um Norðurlöndin, í samstarfi við aðra skóla á Norðurlöndunum í gegnum eTwinning. ETwinning er skólasamfélag á netinu þar sem kennarar geta unnið með nemendum í öruggu netumhverfi. 

Verkefnið sem 7. bekkur vann var framhaldssaga sem ferðaðist á milli skóla á Norðurlöndunum. Hver skóli skrifaði inn einn kafla í framhaldssögu hvers skóla. Hér má sjá bókina okkar í rafrænu formi. Skertar samgöngur og lokanir í grunnskólum í Covid 19 höfðu þau áhrif að ekki var hægt að ljúka verkefninu fyrr en í haust. Þetta verkefni var unnið í samstarfi við umsjónarkennara 6. bekkjar, Dóru Marteinsdóttur og Kristínu Gunnarsdóttur en drifkrafturinn að verkefninu kom frá Heiðu Rúnarsdóttur á skólasafninu.