Finnskir gestir
Þessa viku verða 30 finnskir unglingar í heimsókn í Háteigsskóla, ásamt kennurum. Unglingarnir gista heima hjá 9. og 10. bekkingum og fara í kennslustundir með nemendunum. Auk þess munu þeir fara í nokkrar vettvangsferðir út fyrir bæinn.
Þetta er hluti af NordPlus samstarfsverkefni finnskra náttúrufræði- og enskukennara í Finnlandi og náttúrufræðikennara í Háteigsskóla, en Sigrún Þóra Skúladóttir og Ragnheiður Valgerður Sigtryggsdóttir hafa haldið að mestu utan um verkefnið hér. Í haust fóru íslenskir nemendur til Finnlands og nutu gestrisni finnsku nemendanna.
Við bjóðum þá velkomna!