Skip to content

First Lego League

Í ár er Háteigsskóli er skráður þátttakandi í First Lego League FLL, keppnina sem fram fer í Háskólabíó, 19.nóvember nk.

Ofurkraftar (Super Power) er þema ársins 2022, þema hvers árs er byggt á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Þannig öðlast þátttakendur tækifæri og fjölbreytta hæfni til að fást við mismunandi viðfangsefni sem tengjast menningu samfélagsins. Einnig felur það í sér að mæta þeim áskorunum sem felast í örum samfélags- og tæknibreytingum 21. aldarinnar.

Meginhlutverk First Lego League er að styðja við sköpunargáfu, tækniþekkingu, lausn vandamála og teymisvinnu í virku námsumhverfi.

Hvert lið á að:

  • hanna og forrita LEGOþjark (vélmenni) sem á að leysa þrautir ársins í vélmennakapphlaupi.
  • taka þátt í nýsköpunarverkefni með því að kanna og leysa raunveruleg vandamál sem tengjast viðfangsefni (þema) hvers árs.
  • byggja upp góðan liðsanda og keppnisanda.

Sjá nánar hér: https://firstlego.is/