Skip to content

Foreldrafélag Háteigsskóla

Almennar upplýsingar

Foreldrafélag er formlegur samstarfsvettvangur forráðamanna þar sem þeim gefst kostur á að ræða skólagöngu barna og hvaðeina sem snertir uppeldi og menntun. Félagið hefur unnið að ýmsum verkefnum með skólanum, m.a. vorhátíðum og fræðslu.

Aðrar upplýsingar

Foreldrafélagið nýtur ekki fastra styrkja en aflar fjár með innheimtu félagsgjalda og ýmsum öðrum fjáröflunarleiðum. Félagið sér um vorhátíð í samráði við skólann. Einnig hefur félagið staðið að fræðslufundum í samráði við Fróða foreldra.

Foreldrafélag Háteigsskóla á fulltrúa í SAMFOK Samtökum foreldrafélaga og forráðamennáða í grunnskólum Reykjavíkur. Þá hefur stjórn foreldrafélags Háteigsskóla náið samstarf við stjórnir foreldrafélaga annarra grunnskóla í Vesturbæ, miðborg og Hlíðum. Foreldrafélag Háteigsskóla starfar skv. 9. gr. laga um grunnskóla. Þar segir að við hvern grunnskóla skuli starfi foreldrafélag. Foreldrafélagið setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð.

Kynning, lög og starfsreglur

 1. gr.
  Félagið heitir Foreldrafélag Háteigsskóla. Í félaginu eru allir foreldrar og forráðamenn nemenda í skólanum.
 2. gr.
  Markmið félagsins eru að
 • vera samstarfsvettvangur foreldra sem eiga börn í skólanum
 • efla og styrkja gott samstarf foreldra og starfsfólk skólans
 • styðja heimili og skóla við að skapa nemendum góð uppeldis- og menntunarskilyrði
 • koma á framfæri sjónarmiðum foreldra varðandi skóla- og uppeldismál
 • standa vörð um réttindi barna til mennta og aukins þroska.
 1. gr.
  Til að ná þessum markmiðum hyggst félagið m.a.:
 • stuðla að auknum kynnum barna, foreldra og starfsmanna skólans
 • starfa eftir þeim ákvæðum laga og reglugerða sem Alþingi og menntamálaráðuneytið setja um grunnskóla
 • koma með tillögur og hafa frumkvæði að endurbótum og þróunarstarfi í samvinnu við skólayfirvöld
 • kynna sér kennsluhætti og uppeldismarkmið skólans, t.d. með starfi í foreldraráði og nefndum
 • koma á umræðu - og fræðslufundum um uppeldis- og skólamál
 • fjalla um og koma með tillögur um aðstöðu barna í skólahverfinu og stuðla að rétti þeirra til opinna leiksvæða
 • styðja eftir megni félags- og tómstundastarf nemenda
 • standa árlega að vorhátíð og ýmsum öðrum viðburðum
 • taka þátt í samstarfi við önnur foreldrafélög og samtök foreldra
 • ná samstarfi við önnur foreldrafélög og samtök foreldra
 • ná samstarfi við ýmsa aðila í hverfinu sem vinna að málefnum barna og unglinga, s.s. félagsmiðstöð, kirkju,
 • íþróttafélög og tónlistarskóla
 • skipa bekkjarfulltrúa í hverja bekkjardeild og styðja við starf þeirra
 • skipa nefndir um afmörkuð viðfangsefni, s.s. málefni unglinga, umferðaröryggismál og málefni skólasels.
 1. gr.
  Stjórn félagsins er skipuð fimm forráðamönnum barna skólans og allt að fimm varamönnum. Stjórnin skal skipuð formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og meðstjórnanda.Stjórnarmenn skipta með sér verkum. Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi. Stjórnin skal kosin til tveggja ára í senn, tveir stjórnarmenn annað árið og þrír hitt árið. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum í öllum málum. Kjósa skal skoðunarmann reikninga sérstaklega. Reikningsár félagsins er 1. september til og með 31. ágúst.
 2. gr.
  Á aðalfundi skal kjósa fulltrúa í skólaráð og varamenn til tveggja ára. Annað árið skal kjósa einn aðalmann og einn aðalmann og einn varamann, hitt árið einn aðalmann og einn varamann. Hlutverk skólaráðs er skv. grunnskólalögum að fjalla um og gefa umsögn til skólans og skólanefndar um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða skólahaldið, fylgjast með að áætlanir séu kynntar foreldrum, svo og með framkvæmd þeirra. Skólaráð setur sér starfsreglur.
 3. gr.
  Í upphafi skólaárs boðar formaður stjórnar til aðalfundar sem skal haldinn ekki seinna en í september ár hvert og boðaður með skriflegri fundarboðun, bréfi eða með tölvupósti, með a.m.k. sjö daga fyrirvara. Á fundinum fara fram venjuleg aðalfundarstörf auk annarra mála sem kynnt skulu í fundarboði.
 4. gr.
  Stjórn foreldrafélagsins er heimilt að skipa nefndir um afmörkuð viðfangsefni. Ávallt skal einn stjórnarmeðlimur vera tengiliður milli hverrar nefndar og stjórnar.Nefndir kjósa sér formann sem sér m.a. um að boða fundi og gæta þess að verkáætlun nefndar standist.
 5. gr.
  Í upphafi skólaárs skal kjósa tvo fulltrúa foreldra eða forráðamanna úr hverri bekkjardeild. Hlutverk bekkjarfulltrúa er að efla og styrkja samstarf foreldra og nemenda og leitast við að treysta samband heimilis og skóla innan hverrar bekkjardeildar. Bekkjarfulltrúar mynda fulltrúaráð foreldrafélagsins. Bekkjarfulltrúar hvers árgangs koma sér saman um einn megintengilið árgangsins við stjórn foreldrafélagsins.Bekkjarfulltrúar undirbúa val á eftirmanni sínum og skulu miðla upplýsingum til þeirra um bekkjarstarfið. Bekkjarfulltrúar eru ennfremur tenglar við skólastjóra um almenn innri mál bekkja, taka við athugasemdum frá einstökum foreldrum, safna þeim saman og óska eftir fundi með skólastjóra ef þörf er á.Stjórn félagsins setur bekkjarfulltrúum starfsreglur.
 6. gr.
  Fulltrúaráðið skal koma saman eigi sjaldnar en þrisvar á skólaárinu. Stjórn félagsins undirbýr og boðar til þessara funda. Þar skulu rædd mál er varða markmið og starf foreldrafélagsins, starf foreldra í bekkjardeildum, verkefni foreldraráðs og nefnda félagsins.
 7. gr.
  Stjórn foreldrafélagsins getur tekið þátt í umræðum um öll mál sem upp kunna að koma í skólasamfélaginu, beitt sér fyrir lausn ágreiningsmála og aðstoðað við að koma málum í réttan farveg. Stjórnarmenn gæti fyllsta trúnaðar í slíkum málum.
 8. gr.
  Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi, enda sé það tilkynnt í skriflegri fundarboðun með minnst sjö daga fyrirvara. Aðalfundur er löglegur sé löglega til hans boðað.

Samþykkt á aðalfundi foreldrafélags Háteigsskóla 11. október 2011.

Handbók foreldrafélaga grunnskóla

Heimili og skóli hafa gefið út handbækur fyrir fulltrúa foreldra á öllum skólastigum. Í þeim er lýst starfi foreldrafélaga og foreldra- og skólaráða. Hér getur þú nálgast sem pdf skjal. Handbók foreldrafélaga grunnskóla.

 

Fréttir úr starfi

Skólaslit og útskrift

Útskrift 10. bekkjar fer fram í kirkju Óháða safnaðarins að Háteigsvegi 56, þriðjudaginn 6. júní kl. 17. Skólaslit hjá 1.-9. bekk verður sem hér segir. Nemendur og…

Nánar