Leyfisumsóknir

Leyfi sem eru í 3-5 daga þarf að sækja um með því að fylla út eyðublað sem hægt er að sækja hér.

Leyfi sem eru lengri en í viku þar að sækja um með því að fylla út eyðublað sem hægt er að sækja hér.

Styttri leyfi er best að sækja um með tölvupósti. Tölvupóst varðandi leyfi eða veikindi er best að senda á netfangið hateigsskoli@rvkskolar.is, en ekki á umsjónarkennara, því þeir hafa sjaldan tíma til að opna pósta fyrr en eftir að kennslu lýkur.

Ekki er æskilegt að nemendur fari mikið í leyfi á skólatíma, því þá er hætta á að þeir missi úr það mikið að erfitt sé að vinna það upp. Í leyfum eru það foreldrar barnanna sem bera fulla ábyrgð á námi þeirra.