Nú gefst aðstandendum tækifæri til þess að sækja um leyfi í gegnum Minn
Mentor. Með þessari aðgerð geta aðstandendur sótt um leyfi fram í tímann og haldið rafrænt
utan um allar leyfisbeiðnir sem sendar hafa verið til skólans. Hjá skólanum er
hægt að samþykkja eða hafna beiðni en allar beiðnir vistast rafrænt hjá skólanum
og á svæði aðstandenda og verða aðgengilegar milli skólaára.