Denmark       United Kingdom

Foreldrarölt

Foreldrarölt

Foreldrarölt - til hvers?
Tilgangurinn með foreldrarölti er að varna því að unglingar lendi í vanda og koma í veg fyrir hópamyndanir eftir löglegan útivistartíma.

Á ég að gæta bróður míns?
Margir foreldrar hugsa sem svo: Barnið mitt er ekki úti á kvöldin, Ég sé um minn ungling og af hverju ætti ég að vera að eyða tíma mínum í að passa annarra manna börn?
Við þessu er einfalt svar:
Með því hefur þú áhrif á það félagslega umhverfi sem þú og barnið þitt býr við.
Því færri sem nota vímuefni, eru lagðir í einelti eða beittir ofbeldi af öðru tagi, því betra og öruggara er það umhverfi sem unglingurinn þinn býr við.
Við berum öll ábyrgð á okkar nánasta umhverfi. Jafnframt kynnumst við okkar nánasta umhverfi, hættum þess og hvar unglingar geta haft athvarf til neyslu óæskilegra efna og hópamyndunar.

Kæru foreldrar, stöndum saman og röltum eitt kvöld um hverfið og tökum þátt í forvörnum.

Hér er skipulag yfir dagsetningar og þá hópa sem foreldrafélag skólans bjó til og einnig eru leiðbeiningar neðst í skjalinu.
Ef þessir dagar henta ykkur ekki er besta lausnin að hringja í einhvern annan og fá viðkomandi til að skipta.

Mælt er með því að fara vestur Skipholtið, líta inn á James bönd, líta Inn í portið hjá Skipholti 1, niður Stórholt og stefna á Hlemm. Niður Laugaveg og suður Snorrabraut og inn Grettisgötu, stefna á Rauðarárstíg, suður Rauðarárstíg og líta inn í Drauminn, sjoppu rétt við Háteigsveg. Fara upp Háteigsveg eða Flókagötu og kíkja inn á Miklatún en þar hafa verið hópamyndanir. Stefna á Sjómannaskólann og fara þar einn hring, stefna á kjarnann hjá 11/11 fara þar bakvið og allt um kring. Athuga Háteigsskólalóðina, Ísakskólalóðina og Kennaraháskólalóðina.

Einnig er mikilvægt að fara inn á allar leikskólalóðir og litla gæsluvelli í hverfinu því þar finnast oft skjólgóðir staðir og sumir hverjir alveg lokaðir af eins og litli ,,rólóinn" inn af Melholtinu. Foreldrum er bent á ágæta loftmynd af svæðinu sem er að finna á ganginum fyrir framan skrifstofuna í Háteigsskóla.

Þar með er röltinu lokið. Þetta er ekki eina leiðin sem hægt er að fara og sjálfsagt að útfæra leiðina eftir því sem röltinu fram vindur hverju sinni. Aðalatriðið er að vera í 4 manna hóp og hafa ráð Guðrúnar Jack hverfislögreglumanns að leiðarljósi; vera ekki einn og hringja í lögregluna ef eitthvað skrýtið er á seyði.

Þeir sem ekki komast finna annan fyrir sig, Það er algjörlega á ábyrgð hvers og eins að standa sig.

Bestu kveðjur,

Foreldrafélag Háteigsskóla.

Prenta | Netfang

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102