Denmark       United Kingdom

Vinahópar

Vinahópar

Mikill áhugi er hjá skólanum að vinahópum verði komið á fót í sem flestum bekkjum. Þar sem vel hefur tekist til með vinahópa hafa þeir komið í veg fyrir einelti, gjörbreytt bekkjaranda og sambandi á milli nemenda og foreldra.

Miklu skiptir að fara ekki of hratt af stað, svo menn gefist ekki upp í byrjun. Einnig skiptir höfuðmáli að gera sér grein fyrir því að vinaheimsókn á ekki að vera mikil fyrirhöfn.

Af hverju vinahópa?

 

Eftirfarandi punkta nægir að nefna.

  • Stuðla að betri samskiptum innan bekkja og eykur félagsfærni nemenda.
  • Að kynnast bekkjarfélögum sínum á öðrum vettvangi en bara í skóla er skemmtilegt.
  • Umburðarlyndi eykst og sjóndeildarhringurinn víkkar.
  • Foreldrar kynnast bekkjarsystkinum barna sinna og þekkja þau öll með nafni.
  • Foreldrahópurinn kynnist betur og verður samstilltari.
  • Fyrirbyggja hugsanleg vandamál.

Skipulag

Bekknum er skipt í hópa sem innihalda 4-6 nemendur hver. Æskilegt er að kennari komi að þessari skiptingu, hann þekkir nemendurna vel og veit hverja væri gott að hafa saman og hverja væri gott að hafa í sitthvorum hópnum. Yfirleitt er gott að hafa blöndu af strákum og stelpum, en sumum getur hentað vel að hafa stráka sér og stelpur sér.  Þó er æskilegt að hafa ekki eina stelpu eða einn strák í hópnum.  Hver hópur hittist jafn oft og fjöldi barna í hópnum, einu sinni heima hjá hverjum, u.þ.b. 2 tíma í senn.  Gott hefur verið að miða við að fara einn hring á haustmisseri og skipta svo í nýja hópa og fara annan hring á vormisseri.  Þá hittast hóparnir á 3 - 5 vikna fresti (eftir fjölda í hóp) sem er temmilegt fyrir flesta, og hvert foreldri þarf aðeins að sjá um hópinn einu sinni á hverju misseri.  Það er ómissandi hluti þessara vinahópa að foreldrar mæti í kaffisopa síðasta hálftímann og spjalli saman.  Það þjappar foreldrahópnum saman ekki síður en börnunum.

Hér eru tenglar á síðu Skagafjarðar og síðu SamKóp þar sem koma fram frekari upplýsingar, góð ráð og leiðbeiningar.

 

 

 

Prenta | Netfang

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102