Skip to content

Fræðsla fyrir 5., 6. og 8. bekk í boði foreldrafélagsins

Í síðustu viku fengu nemendur og kennarar í 5., 6. og 8. bekk áhugaverða fræðslu frá Andreu og Kára og verkefninu Fokk me-Fokk you sem fjallar um sjálfsmynd, samfélagsmiðla og samskipti kynjanna.
Andrea og Kári fjölluðu um sjálfsmyndina og vöktu nemendur til umhugsunar um hvað það sé sem þau stjórnast af. Rætt var um að sýna hvort öðru virðingu og farið yfir hvaða áhrif fjölmiðlar og samskiptamiðlar hafa á okkur og tekin dæmi úr netheiminum. Það var farið vel yfir notkun samfélagsmiðla og rætt um dekkri hliðar þessara miðla t.d. stafrænt kynferðisofbeldi og dreifingu nektarmynda.
Einnig bauðst foreldrum að mæta daginn eftir á súpufund þar sem Andrea og Kári fóru yfir hvaða fræðslu börn þeirra fengu.
Við þökkum foreldrafélaginu kærlega fyrir stuðninginn.