Skip to content

Framkvæmdir á skólalóð

Góðan dag, ágætu foreldrar og forráðamenn barna í Háteigsskóla!
 
Áætlað er að hefja vinnu við lagfæringu hluta skólalóðarinnar nú í lok vikunnar.
Byrjað verður á að girða af svæðið næst íþróttahúsinu, í kringum rólur og kastala, svo öruggt sé að nemendur og þeir sem fara um lóðina komist ekki inn á vinnusvæðið.
Mikilvægt er að foreldrar séu upplýstir um að fyllsta öryggis er gætt í allri umferð um svæðið/skólalóðina af hálfu verktakans. Einnig er starfsfólk skólans vel meðvitað um mikilvægi gæslunnar á skólatíma.
Það er ljóst að við þessa aðgerð mun leiksvæði nemenda skerðast í þær þrjár vikur sem eftir eru af skólahaldi. Það er hins vegar mjög mikilvægt að hefja framkvæmdir sem fyrst svo hægt sé að standa við áætluð verklok sem er 15. ágúst.“
 
Auðvitað hefur þetta áhrif á daglega gæslu og leik nemanda á skólalóðinni þessar síðustu þrjár vikur sem eftir eru af skólahaldi.
Hjálpumst að og horfum til þess að hér bíður okkar nýtt og fallegt leiksvæði þegar við komum til starfa í haust.
 
Bestu kveðjur
Arndís og Þórður