Skip to content
17 nóv'21

Námsviðtöl á morgun

Á morgun er námsviðtalsdagur hjá nemendum í 1. – 10. bekk. Boðið var að bóka annaðhvort stað- eða fjarviðtal. Hlökkum til að sjá ykkur og við minnum, þá sem mæta í staðviðtal, á persónulegar sóttvarnir og grímuskyldu skv. leiðbeiningum frá Almannavörnum.

Nánar
16 nóv'21

Jólaundirbúningur í heimilisfræði

Nemendum í 8. bekk er skipt upp í þrjá smiðjuhópa tvisvar í viku og fara þeir í heimilisfræði, upplýsingatækni og Snillismiðju. Heimilisfræðihópurinn bakaði þessar glæsilegu piparkökur í gær og ilmurinn var dásamlegur. Jólaundirbúningurinn er formlega hafinn í Háteigsskóla.

Nánar
21 okt'21

Haustfrí grunnskóla 22.-26. október

Haustfrí eru í grunnskólum Reykjavíkur dagana 22. október til 26. október. Fjölskyldur eru hvattar til að njóta samveru í haustfríinu og því bjóða ýmsar stofnanir borgarinnar upp á ókeypis frístund og menningu fyrir börn og foreldra. Inni á þessum vef má finna ýmis konar afþreyingu sem hægt er að njóta heima og að heiman https://sites.google.com/gskolar.is/vetrarfriireykjavik Með…

Nánar
21 okt'21

Umhverfisráðherra í heimsókn í 7. bekk

Umhverfisráðherra heimsótti 7. bekk Háteigsskóla fimmtudaginn 7. október. Undanfarnar vikur hafa nemendur verið að fræðast um umhverfismál og vinna verkefni tengd þeim. Nemendur fengu að spyrja ráðherrann um hans sýn á umhverfismálum og umræður um þetta mikilvæga málefni sköpuðust.

Nánar
09 sep'21

Skólaárið hafið (myndband)

Þá er skólaárið hafið með öllum sínum ljóma. Hér í Háteigsskóla hefur verið líf og fjör síðustu vikur og allir virðast una glaðir við sitt. Nemendur hafa verið iðnir og í meðfylgjandi myndbandi má sjá svipmyndir m.a. frá kökubakstri á yngsta stigi, þemavinnu um Ísland í 5. bekk, kennslustund á unglingastigi, bekkjarsáttmála sem 4. bekkur…

Nánar
17 ágú'21

Skólasetning 2021 hjá 2.- 10. bekk.

Kæru foreldrar/forsjáraðilar, Mánudaginn 23. ágúst verður skólasetning í Háteigsskóla með breyttu sniði. Í stað þess að hver og einn árgangur mæti á tilsettum tíma á sal mæta nemendur í skólann kl. 10:00 og fara heim kl. 12:00. Allir fara í sína heimastofu þar sem þeir hitta umsjónarkennara sinn og fara yfir skólabyrjun ásamt því að…

Nánar
19 maí'21

Vorhátíð – fellur niður

Samkvæmt skóladagatali átti vorhátíð að vera á morgun 20.maí 2021, í ljósi aðstæðna fellur hún niður.  Sjáumst vonandi á næstu vorhátíð !

Nánar
10 maí'21

Hvatningarverðlaun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur

Í dag hlaut Háteigsskóli  hvatningarverðlaun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur fyrir verkefnið „Sjálfsþekking í þágu náms“ sem byggir á hugmyndafræði markþjálfunar og hefur það að markmiði að styrkja nemendur á unglingastigi, sjálfsmynd þeirra og þrautseigju.   Í nútímasamfélagi er sjálfsþekking mikilvæg. Skapa þarf aðstæður til að efla færni í hvetjandi námsumhverfi þar sem leitast er við…

Nánar
13 apr'21

Snillismiðja – 2.bekkur

Nemendur í 2.bekk hafa unnið ýmis verkefni í snillismiðjunni eins og að hanna nafnið sitt með ýmsum hlutum með Seesaw, læra forritun með ScratchJr smáforriti og efla stærðfræðiþekkingu sína í gegnum Osmo tölur og form.

Nánar
13 apr'21

Menningarmót í 5.bekk

Nemendur í 5.bekk eru að vinna í Menningarmótsverkefninu sem Háteigsskóli tekur árlega þátt í. Áhersluþættir verkefnisins eru eftirfarandi:  Menningarleg fjölbreytni og alheimsvitund (Heimsmarkmið 4.7) Félagsfærni Læsi Sjálfsefling Skapandi tjáning Fjölbreytt tungumál Íslenska sem annað mál Verkefnið styður við Menntastefnu Reykjavíkurborgar, Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og Barnasáttmálann Í Menningarmótsverkefninu fá nemendur tækifæri til að kynna sína persónulegu…

Nánar