Skólapúlskönnun 6.-10. bekkur
Samantekt á niðurstöðum úr Skólapúlskönnun sem nemendur í 6.-10. bekk tóku í apríl hafa verið birtar. Lokaniðurstöður úr munu birtast í byrjun júní og koma til með að sýna hvað telst vera sterk einkenni nemenda í Háteigsskóla. Niðurstöðurnar eftir könnun í apríl sýnir að sterk einkenni nemenda okkar eru: Ánægja af lestri Áhugi á stærðfræði…
NánarHannyrðapönk
Í dag fengu nemendur í 3. bekk stutta kynningu á hannyrðapönki (yarn bombing) og fengu svo að spreyta sig á því í girðingunni við bílastæði skólans, með puttaprjónuðum köðlum sem nemendur í 4.-7. bekk hafa verið að gera fyrir verkefnið í vetur úr afgangs garni á milli sinna verkefna.
NánarSkólapúls í 6.-10. bekk
Niðurstöður eftir fyrirlögn í febrúar 2022 eru komnar inn á síðuna Mat á skólastarfi. Hér fyrir ofan má sjá svör nemenda hvað þeim finnst sérstaklega gott við Háteigsskóla. Skólapúls er könnun sem lögð er fyrir nemendur í 6.-10. bekk á virkni þeirra, líðan, skóla- og bekkjaranda. Nemendahópnum er skipt í 5 úrtakshópa með um 40…
NánarStóra upplestrarkeppnin í 7. bekk
Vikuna 7. – 11. mars var undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina haldin í 7. bekk. Allir nemendur tóku þátt inn í sínum bekk en að lokum voru 16 nemendur valdir til þess að lesa inn á sal. Við fengum skemmtilega gestadómara en Guðmundur Ólafsson leikari og fyrrum smíðakennari við skólann kom ásamt Kristínu Gunnarsdóttur kennsluráðgjafa/sérkennara og…
NánarMannréttindaskóli ársins 2021
Nemendur Háteigsskóla söfnuðu flestum undirskriftum grunnskóla í árlegri herferð Amnesty International ÞITT NAFN BJARGAR LÍFI. Hann hlýtur því nafnbótina Mannréttindaskóli ársins 2021 ásamt þremur öðrum skólum og fær að launum glæsilegan verðlaunagrip og viðurkenningarskjal. Fulltrúar frá Amnesty International mættu í skólann í síðustu viku og tóku nemendur við viðkenningu frá þeim.
NánarGeðlestin mætti í heimsókn
Á mánudagsmorgun mætti Geðlestin í heimsókn á unglingastigið. Geðlestinni er ætlað að vekja athygli á mikilvægi geðheilsu og verndandi þáttum hennar. Unglingarnir fengu fyrst stutta kynningu á verkefninu, horfðu á myndband og ungur einstaklingur sagði frá sinni persónulegu reynslu af geðrænum áskorunum. Þegar því var lokið voru umræður og enginn annar en Emmsjé Gauti sló…
NánarNámsviðtöl þriðjudaginn 8. mars
Á morgun er engin kennsla. Þennan dag fara flestir í námsviðtöl hjá umsjónarkennurum. Kennsla verður aftur skv. stundarskrá miðvikudaginn 9. mars
Nánar