Skip to content
27 nóv'19

Boð í hangikjöt

  Að venju býður Háteigsskóli og foreldrafélag skólans foreldrum nemenda í hangikjöt nú í desember. Boðið er óháð því hvort nemendur séu í mataráskrift.  Tímasetningar eru sem hér segir:  Miðvikudagur 4. desember kl. 11:30: 1. og 3. bekkur.  Miðvikudagur 4. desember kl. 12:10: 2. og 4. bekkur.  Fimmtudagur 5. desember kl. 11:30: 5. bekkur.  Fimmtudagur…

Nánar
27 nóv'19

Bangsar í 4. bekk

Hópur nemenda í 4.bekk voru að klára lotu í textíl með bangsa sem þau höfðu búið til, saumað og prjónað á, vegið og mælt og gefið nöfn. Öll vinnan skráð af þeim í ferilmöppu. 

Nánar
19 nóv'19

Íslenskuverðlaun unga fólksins

Íslenskuverðlaun unga fólksins voru veitt á degi íslenskrar tungu við hátíðlega athöfn í Hörpu. Markmiðið með verðlaununum er að auka áhuga ungs fólks á íslenskri tungu og hvetja það til framfara í tjáningu talaðs máls og ritaðs. Þau eru veitt þeim nemendum sem hafa sýnt færni, frumleika og sköpunargleði við að tjá sig á íslensku,…

Nánar
11 nóv'19

Skrekkur – áfram Háteigsskóli!

Í kvöld munu nemendur úr 9. og 10. bekk Háteigsskóla taka þátt í úr­slitum Skrekks, hæfi­leika­hátíðar skóla- og frí­stunda­sviðs Reykja­vík­ur. Bein útsending verður á RUV og hvetjum við alla til að horfa!   Sjá okkar atriði hér: http://ungruv.spilari.ruv.is/ungruv/spila/skrekkur-2019/29600?ep=8q96g7

Nánar
30 okt'19

Skák í Háteigsskóla

  Í skólanum eru starfrækt skákfélag, í forsvari eru Lenka og Kjartan, foreldrar í skólanum. Skákæfingar eru alla þriðjudaga frá kl. 15:30 – 16:30 í stofu A204. Frekari upplýsingar má náglast á þessari FB síðu. https://www.facebook.com/groups/1422049951418460/

Nánar
23 okt'19

Haustfrí í grunnskólum Reykjavíkurborgar

Það verður haustfrí í grunnskólum Reykjavíkurborgar  24. – 28. október. Hér má finna fjölbreytta dagskrá Borgarbókasafnsins. https://www.borgarbokasafn.is/haustfri-2019 Einnig má finna dagskrá hér: https://reykjavik.is/frettir/gaman-saman-i-haustfriinu

Nánar
10 okt'19

Bleiki dagurinn 11. október 2019

Bleiki dagurinn er föstudagin 11. október 2019. Bleikur er litur októbermánaðar og baráttu gegn krabbameini hjá konum. Þennan dag hvetjum við alla til að klæðast bleiku og/eða hafa bleikt í fyrirrúmi.  

Nánar
09 okt'19

Heimsókn í Háteigsskóla

  Laugardaginn 5. október síðastliðinn heimsóttu skólann fyrrum nemendur sem útskrifuðust héðan 1989 en þá hét skólinn Æfingaskóli KHÍ. Tilefni heimsóknarinnar var þrjátíu ára útskriftarafmæli. Þessir fyrrum nemendur dvöldu hér í rúma klukkustund og rifjuðu upp gamlar minningar. Takk fyrir komuna ágæta fólk!  

Nánar
17 sep'19

Forritarar framtíðarinnar

Forritarar framtíðarinnar Í vor sóttum við í Háteigsskóla um styrk til Forritarar framtíðarinnar til kaupa á minni tækjum til forritunar og tæknikennslu sem og námskeiðsstyrk fyrir kennara til forritunar- og tæknikennslu. Gaman er að segja frá því að Háteigsskóli hlaut styrk sem mun nýtast vel í að byggja upp sterkan grunn að forritunarkennslu innan skólans. …

Nánar