Skip to content
17 feb'21

Öskudagur 2021

Nemendur og starfsfólk skólans héldu öskudaginn hátíðlegan og mættu í búningum. Nemendur í 1.-6. bekk spiluðu, byggðu, dönsuðu, fóru í jóga og margt fleira. Nemendur í  7.-10. bekkur tók þátt í spurningakeppni, spiluðu, tefldu og fl.  Myndirnar tala sínu máli!

Nánar
15 feb'21

Öskudagsfjör

Á miðvikudag verður öskudagsfjör í Háteigsskóla. Allir nemendur mæta  klukkan 8:30. Við hvetjum nemendur til að mæta í búningum. Nemendur í 1.-4. bekk eru í skólanum til 13:40 og nemendur í 7.-10. bekk fara heim að loknum hádegisverði sem verður um 12:00. Eftir hádegi fara í kennarar í Menntabúðir HTX og læra um tækni í…

Nánar
10 feb'21

Snjór = gleði

Börnin nýttu vel nýfallinn snjó í morgun. Gleðin leyndi sér ekki í andlitum barnanna og allir greinilega tilbúnir í smá snjó! Snjókarlinn fer að sjálfsögðu eftir sóttvarnarreglum og er með grímu.

Nánar
04 feb'21

Ferðabókin okkar (Traveling book)

Nemendur í 7. bekk byrjuðu haustið 2019 á ferðabók, samhliða námi sínu um Norðurlöndin, í samstarfi við aðra skóla á Norðurlöndunum í gegnum eTwinning. ETwinning er skólasamfélag á netinu þar sem kennarar geta unnið með nemendum í öruggu netumhverfi.  Verkefnið sem 7. bekkur vann var framhaldssaga sem ferðaðist á milli skóla á Norðurlöndunum. Hver skóli…

Nánar
25 jan'21

Fundur, forvarnir fyrir foreldra í 7.-10.bekk

Kæru foreldrar/forsjáraðilar Við minnum ykkur hér með á áríðand fund um forvarnarmál sem ætlaður er foreldum sem eiga börn í 7.-10. bekk, miðvikudaginn 27. janúar kl. 09:00. Fundurinn fer fram í gegnum fjarfundabúnað.  Hlekkur á fundinn: Click here to join the meeting  Á fundinum mun Margrét Lilja Guðmundsdóttir frá Rannsókn og greiningu kynna helstu niðurstöður…

Nánar
22 jan'21

Lestrarhátíð – Lesið á þorra

Nú er þorrinn genginn í garð og við höldum lestrarhátíð í Háteigsskóla. Í skólanum verður athygli beint að lestri nemenda og þeir hvattir til að lesa meira en nokkru sinni fyrr. Hátíðin í ár heitir Ísland – Landið og miðin og stendur til konudagsins 21. febrúar.  Markmið lestrarhátíðarinnar er að: Efla læsi nemenda, að þeir…

Nánar
08 jan'21

Forritunar og sköpunarkeppni Winter Quest

Lóa (8.SA), Snæfríður og Líf (7.DM) tóku þátt í alþjóðlegu forritunar og sköpunarkeppninni Winter Quest sem var haldin um jólin. Skemmst er að segja frá því að þær voru í fyrsta sæti af þeim liðum sem tóku þátt á íslandi og unnu þráðlaus heyrnatól. Sjá nánar hér: https://happynewcode.algoritmika.org/eng#rec250416133 https://algorithmicschool.com/ Við samgleðjumst og óskum þeim til…

Nánar
07 jan'21

Forritun á unglingastigi

Nemendur í 9. og 10.bekk byrjuðu aftur í valgreinum eftir áramót.  Í forritun var unnið í Microbit, Tynker, Grashopper og CS first.

Nánar
03 jan'21

Nýárskveðja 2021

Starfsfólk Háteigsskóla sendir nemendum og fjölskyldum þeirra bestu óskir um gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir eintaklega góð og fjölbreytt samskipti á árinu sem er að líða. Hér fyrir neðan er tengill á nýjustu útfærslu á reglugerð um takmörkun á skólastarfi sem tók í gildi 1. janúar 2021. Einnig minnum við á að það er…

Nánar