29 maí'19

Ævintýrabókin í 7. bekk

Nemendur 7. bekkjar eiga stórt hrós skilið fyrir frábæra Ævintýrabók sem þeir fluttu í dag, bæði fyrir skólafélaga og aðstandendur. Jóna Guðrún Jónsdóttir, leiklistarkennari, stýrði hópnum.

Nánar
29 maí'19

Nemendaverðlaun

Í gær voru nemendaverðlaun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur afhent við hátíðlega viðhöfn í Háteigsskóla. Karin Guttesen, nemandi í 9. bekk, var tilnefnd fyrir hönd Háteigsskóla. Karin er atkvæðamikil í daglegu starfi skólans, hvort heldur sem er í námi eða í félagsstarfi nemenda. Hún tekst á við öll verkefni af áhuga, jákvæðni og af staðfestu um…

Nánar
21 maí'19

Takk

Við viljum þakka foreldrafélagi skólans sérstaklega fyrir vel heppnaða vorhátíð sem haldin var í skólanum í síðustu viku. Hátíðin var fjölbreytt og vel sótt og tókst vel í alla staði. Okkur reiknast til að þetta hafi verið 25. vorhátíð foreldrafélagsins.

Nánar
20 maí'19

Styrkur til Konukots

Nemendur unglingastigs voru með góðgerðardag um daginn þar sem þeir seldu notuð föt, bækur, nýbakað kaffibrauð og ýmislegt fleira.  Afraksturinn, sem voru rúmlega 150 þúsund krónur, var afhentur í dag. Á myndinni eru Anna María, kennari, Brynhildur Jensdóttir, forstöðumaður Konukots, og Sigurður Orri Egilsson, sem afhenti gjöfina fyrir hönd nemenda. Einnig fékk Konukot fatnað og…

Nánar
20 maí'19

Framkvæmdir á skólalóð

Góðan dag, ágætu foreldrar og forráðamenn barna í Háteigsskóla!   Áætlað er að hefja vinnu við lagfæringu hluta skólalóðarinnar nú í lok vikunnar. Byrjað verður á að girða af svæðið næst íþróttahúsinu, í kringum rólur og kastala, svo öruggt sé að nemendur og þeir sem fara um lóðina komist ekki inn á vinnusvæðið. Mikilvægt er…

Nánar
16 maí'19

Vorhátíð – dagskrá

Við minnum á vorhátíð Háteigsskóla í dag, fimmtudaginn, 16.maí frá 16:30 til 18:30. Allskonar skemmtilegt í boði, sjá auglýsingu hér að neðan. Vorhátíð

Nánar
15 maí'19

Vorhátíð Háteigsskóla

Vorhátíð Háteigsskóla verður á morgun, fimmtudaginn 16. maí, kl. 16:30 – 18:30. Fjölmargt er í boði, bæði úti og inni. Allir vinir, nemendur, aðstandendur og nágrannar skólans eru hjartanlega velkomnir.

Nánar
07 maí'19

Góðgerðardagur unglingastigs Háteigsskóla

Ágætu foreldrar/forráðamenn   Góðgerðardagur unglingadeildar Háteigsskóla verður haldinn miðvikudag 8. maí nk. Nemendur ætla að þessu sinni að styrkja Konukot. Skipulag dagsins er tvíþætt, milli kl. 13.00-15.00 verða ýmsir viðburðir í boði og um kvöldið verður svo ball, en allur ágóði af sölu dagsins og af miðasölu ballsins mun renna óskiptur til Konukots. Skipulag verður…

Nánar
06 maí'19

Leikskólabörn í heimsókn

Föstudaginn 3. maí komu elstu leikskólabörnin á Nóaborg, Stakkaborg og Klömbrum í heimsókn í 1. bekk. Hér áttum við góða stund saman í salnum og flutti hver hópur fyrir sig stutt atriði á leiksviðinu. Í lokin sungum við saman nokkur lög.

Nánar