Skip to content
13 des'22

Skólahljómsveit í heimsókn

B- sveit skólahljómsveitarinnar kom í heimsókn í Háteigsskóla í morgun og lék jólalög fyrir yngsta stig við mikinn fögnuð. Gaman að segja frá því að í Skólahljómsveitinni eru margir nemendur úr Háteigsskóla sem stunda tónlistarnám 🎶

Nánar
29 nóv'22

Jólamatur nemenda og foreldra í Háteigsskóla

Að venju býður Háteigsskóli og foreldrafélag skólans nemendum og foreldrum í jólamat í aðdraganda aðventunnar.Foreldrafélagið hefur í gegnum árin verið öflugur stuðningsaðili við jólamatinn og aðstoðað við framreiðslu og frágang.Boðið verður upp á vegan hangirúllu og hangikjöt óháð því hvort nemendur séu í mataráskrift eður ei.Tímasetningar eru sem hér segir:Miðvikudagur 30. nóvember kl. 11:30: 1.…

Nánar
18 nóv'22

Íslenskuverðlaunum unga fólksins

Íslenskuverðlaunum unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík var úthlutað á Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Lóa Margrét Hauksóttir í 10.RJR var tilnefnd fyrir hönd Háteigsskóla. Eftirfarandi texti er rökstuðningur með tilnefningu. Lóa Margrét hefur einstakt vald á íslenskri tungu, auk þess að hafa brennandi áhuga á málinu, þróun þess og beitingu. Hún býr yfir ríkulegum og…

Nánar
15 nóv'22

Mat á skólastarfi: Skólapúls

Undir flipanum Skólinn – Skipulag – Mat á skólastarfi  má finna ýmsar niðurstöður úr innra og ytra mati skólans. Í lögum um grunnskóla nr. 91/2008, 8. kafla er fjallað um mat og eftirlit með gæðum grunnskólastarfs. Markmið mats og eftirlits með gæðum starfsins er m.a. að veita upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun.  Einnig ber…

Nánar
08 nóv'22

Skrekkur 2022

Í kvöld 8. nóvember kl. 20 tekur Háteigsskóli þátt í undanúrslitum Skrekks, hægt er að horfa á bein streymi hér: https://www.ruv.is/ungruv/ Skrekkur er hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík sem haldin er í Borgarleikhúsinu. Undankvöldin fara fram 7., 8. og 9. nóvember. Úrslitunum verður svo sjónvarpað beint á RÚV 14. nóvember. Áfram Háteigsskóli! Skrekkur á FB

Nánar
14 okt'22

First Lego League

Í ár er Háteigsskóli er skráður þátttakandi í First Lego League FLL, keppnina sem fram fer í Háskólabíó, 19.nóvember nk. Ofurkraftar (Super Power) er þema ársins 2022, þema hvers árs er byggt á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Þannig öðlast þátttakendur tækifæri og fjölbreytta hæfni til að fást við mismunandi viðfangsefni sem tengjast menningu samfélagsins. Einnig felur það í…

Nánar
17 ágú'22

Sumarsmiðjur kennara

Blóm gleðja og það gerðu líka þessa ágætu konur frá Skóla- og frístundasviði sem komu færandi hendi í dag. Tilefnið var að færa skólanum blóm og súkkulaði sem þakklætisvott fyrir frábært samstarf um sumarsmiðjur sem haldnar voru á dögunum í Háteigsskóla. Óvenjulegar aðstæður hafa verið í skólanum í sumar þar sem leikskólinn Nóaborg hefur haft…

Nánar
08 ágú'22

Skólasetning mánudaginn 22. ágúst

Nemendur mæta til skólasetningar sem hér segir inn á sal skólans mánudaginn 22. ágúst, eftir stutta athöfn inn á sal fara nemendur með umsjónarkennurum í heimastofur sínar: Foreldrar eru hjartanlega velkomnir á skólasetningu. 2. bekkur kl. 8:30 3. bekkur kl. 9:00 4. bekkur kl. 9:30 5. bekkur kl. 10:00 6. bekkur kl. 10:30 7. bekkur…

Nánar