Skip to content
06 ágú'19

Skrifstofa skólans opin

Nú hefur skrifstofa skólans verið opnuð eftir sumarleyfi. Hægt er að ná sambandi við okkur í síma 530-4300, kl. 8:00 – 15:00, mánudag til föstudags. Netfang skólans er hateigsskoli@rvkskolar.is.

Nánar
04 jún'19

Punktamyndir 7. bekkinga

Nemendur 7. bekkjar unnu í myndmennt í vetur punktamyndir í anda eldri listmálara eins og Georges Seurat, en þá er litum ekki blandað saman, heldur notaðir mislitir punktar sem augað greinir síðan sem einn lit. Hér er gullfalleg mynd, en fleiri eru hér í myndasafni.

Nánar
04 jún'19

Föstudagsfjör

Fyrsta föstudag í hverjum mánuði var miðstiginu blandað innan árganga og boðið upp á ýmis óhefðbundin verkefni. Þessar myndir voru teknar einn föstudaginn.

Nánar
04 jún'19

Nemendaráð á unglingastigi 2019-2020

Eftirtaldir voru kosnir í nemendaráð veturinn 2019-2020: Anna Soffía Hauksdóttir, formaður Ingvar Steinn Ingólfsson, varaformaður Karin Guttesen, varaformaður Una Lea Guðjónsdóttir, meðstjórnandi Tinna Tynes, gjaldkeri Embla Sól Óttarsdóttir, varagjaldkeri Gunnar Dagur Einarsson, meðstjórnandi Viktoría Storm Árnadóttir, ritari Ágústa Rós Skúladóttir, vararitari

Nánar
29 maí'19

Ævintýrabókin í 7. bekk

Nemendur 7. bekkjar eiga stórt hrós skilið fyrir frábæra Ævintýrabók sem þeir fluttu í dag, bæði fyrir skólafélaga og aðstandendur. Jóna Guðrún Jónsdóttir, leiklistarkennari, stýrði hópnum.

Nánar
29 maí'19

Nemendaverðlaun

Í gær voru nemendaverðlaun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur afhent við hátíðlega viðhöfn í Háteigsskóla. Karin Guttesen, nemandi í 9. bekk, var tilnefnd fyrir hönd Háteigsskóla. Karin er atkvæðamikil í daglegu starfi skólans, hvort heldur sem er í námi eða í félagsstarfi nemenda. Hún tekst á við öll verkefni af áhuga, jákvæðni og af staðfestu um…

Nánar
21 maí'19

Takk

Við viljum þakka foreldrafélagi skólans sérstaklega fyrir vel heppnaða vorhátíð sem haldin var í skólanum í síðustu viku. Hátíðin var fjölbreytt og vel sótt og tókst vel í alla staði. Okkur reiknast til að þetta hafi verið 25. vorhátíð foreldrafélagsins.

Nánar
20 maí'19

Styrkur til Konukots

Nemendur unglingastigs voru með góðgerðardag um daginn þar sem þeir seldu notuð föt, bækur, nýbakað kaffibrauð og ýmislegt fleira.  Afraksturinn, sem voru rúmlega 150 þúsund krónur, var afhentur í dag. Á myndinni eru Anna María, kennari, Brynhildur Jensdóttir, forstöðumaður Konukots, og Sigurður Orri Egilsson, sem afhenti gjöfina fyrir hönd nemenda. Einnig fékk Konukot fatnað og…

Nánar
20 maí'19

Framkvæmdir á skólalóð

Góðan dag, ágætu foreldrar og forráðamenn barna í Háteigsskóla!   Áætlað er að hefja vinnu við lagfæringu hluta skólalóðarinnar nú í lok vikunnar. Byrjað verður á að girða af svæðið næst íþróttahúsinu, í kringum rólur og kastala, svo öruggt sé að nemendur og þeir sem fara um lóðina komist ekki inn á vinnusvæðið. Mikilvægt er…

Nánar