• IMG 0144
  • IMG 0139
  • IMG 0136
  • IMG 0151
  • IMG 0143
  • IMG 0135

Denmark       United Kingdom

Foreldrafélag Háteigsskóla heldur sína árlegu vorhátíð næstkomandi laugardag, 12. maí, kl. 12:00 - 15:00.

Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt - danssýning, stuttmyndasýning og vinningshafar í hæfileikakeppni miðstigs sýna í hátíðarsal, opnar stofur þar sem verk nemenda eru til sýnis, einnig verða myndmennta- og smíðastofan opnar. Ljóðaleit verður á bókasafni, andlitsmálun og pylsusala í anddyri, ís frá Valdís seldur í fjáröflun fyrir Reykjaferð 7. bekkinga næsta vetur, kaffihús við glerskála þar sem 10. bekkingar selja kaffi og meðlæti til styrktar útskriftarferð. Úti verður hoppukastali, veltibíll og fleira.

Allir vinir skólans eru hjartanlega velkomnir - nemendur, verðandi, núverandi og fyrrverandi, nágrannar og aðstandendur.

Prenta | Netfang

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102