• IMG 0139
  • IMG 0143
  • IMG 0136
  • hug4
  • IMG 0141
  • IMG 0145

Denmark       United Kingdom

Íslensku barnabókaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn hér í Háteigsskóla. Verðlaunin voru afhent af stjórn verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka.

Birkir Blær Ingólfsson, rithöfundur, tónlistarmaður og blaðamaður, er handhafi Íslensku barnabókaverðlaunanna fyrir bók sína Stormsker - Fólkið sem fangaði vindinn.

Íslensku barnabókaverðlaunin voru stofnuð í tilefni af sjötugsafmæli rithöfundarins Ármanns Kr. Einarssonar og hafa verið veitt frá árinu 1986.

Það er skemmtilegt að segja frá því að í tvígang hafa þessi verðlaun verið veitt til kennara sem kennir hér við Háteigsskóla. Hann heitir Guðmundur Ólafsson og fékk Íslensku barnabókaverðlaunin árið 1986 fyrir bókina Emil og Skundi og svo aftur árið 1998 fyrir unglingabókina Heljarstökk afturábak

Við athöfnina söng skólakór Háteigsskóla undir Sigurðar Péturs Bragasonar og einnig lék Alexander Viðar á flygil. 

Þess má geta að Birkir Blær Ingólfsson var eitt sinn nemandi hér við Háteigsskóla.

Á myndinni er verðlaunahafinn ásamt Æsu Guðrúnu Bjarnadóttur frá Forlaginu og Ingvar og Anna Soffía, nemendur hér í skólanum, sem skipuðu dómnefnd ásamt fleirum.

verlaunahafi

Prenta | Netfang

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102