• IMG 0141
  • IMG 0144
  • IMG 0136
  • IMG 0137
  • IMG 0138
  • IMG 0139

Denmark       United Kingdom

Á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, var Sveini Valfells, nemanda í 9. bekk, veitt viðurkenning fyrir einstaka íslenskukunnáttu. Hér er rökstuðningur fyrir verðlaunum hans: 

Sveinn er með einstakt vald á íslensku máli. Hann býr yfir ríkulegum orðaforða sem hann beitir lipurlega hvort sem er í ræðu eða riti. Sveinn er mjög vel lesinn, er ákaflega metnaðarfullur í vali á bókmenntum og veigrar sér ekki við að lesa bókmenntir sem reyna á skilning og túlkun. Auk þessa hefur hann djúpan skilning á málfræðilegum rótum tungumálsins, sem gerir það að verkum að hann á auðvelt með að tileinka sér nýja þekkingu á því sviði. Sveinn er afbragðsnemandi í íslensku. 

Á myndinni hér fyrir neðan eru með Sveini, Arndís, skólastjóri, Anna María, íslenskukennari, Helga Gerður, móðir Sveins, og Þóra, umsjónarkennari hans.  Til hamingju!

Sveinn Valfells slenskuverlaun

Prenta | Netfang

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102