Skip to content

Geðlestin mætti í heimsókn

Á mánudagsmorgun mætti Geðlestin í heimsókn á unglingastigið. Geðlestinni er ætlað að vekja athygli á mikilvægi geðheilsu og verndandi þáttum hennar. Unglingarnir fengu fyrst stutta kynningu á verkefninu, horfðu á myndband og ungur einstaklingur sagði frá sinni persónulegu reynslu af geðrænum áskorunum. Þegar því var lokið voru umræður og enginn annar en Emmsjé Gauti sló botninn í heimsóknina við mikil fagnaðarlæti fyrir klukkan 10 á mánudagsmorgni og rætt var hvort það ætti að hefja alla morgna á þennan hátt með unglingunum okkar.

Þeir sem vilja kynna sér Geðlestina þá er þetta samstarfsverkefni Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og verkefnið er styrkt af félagsmála- og heilbrigðisráðuneytunum. Hér má nálgast heimasíðu verkefnisins.