Skip to content

Góðgerðardagur unglingastigs Háteigsskóla

Ágætu foreldrar/forráðamenn
 
Góðgerðardagur unglingadeildar Háteigsskóla verður haldinn miðvikudag 8. maí nk. Nemendur ætla að þessu sinni að styrkja Konukot. Skipulag dagsins er tvíþætt, milli kl. 13.00-15.00 verða ýmsir viðburðir í boði og um kvöldið verður svo ball, en allur ágóði af sölu dagsins og af miðasölu ballsins mun renna óskiptur til Konukots. Skipulag verður með frekar einföldu sniði en viðburðir sem boðið verður upp á eru eftirfarandi:
1. Fatamarkaður með notuð föt. Nú er um að gera að taka til í fataskápum, allar fatagjafir vel þegnar. Ath. að þau föt sem ekki seljast verða gefin til Konukots og Rauða krossins.
2. Bókamarkaður með bækur úr bókaskápum heimilanna. Allar bókagjafir vel þegnar.
3. Snyrtistofa. Þar verður hægt að fá handsnyrtingu og ýmislegt annað huggulegt.
4. Spáð í spil og fleira. Þeir sem eru forvitnir um framtíðina geta fengið svör við ýmsum áleitnum spurningum.
5. Kaffihús. Kökur og kaffi. Hægt verður að setjast niður og spjalla.
6. Yfirferð á reiðhjólum. Hér verður hægt að fá pumpað í dekkin og keðjur smurðar fyrir sumarið.
 
Ath. að allt þetta mun kosta eitthvað smáræði, svo menn þurfa að taka með sér skotsilfur; til þess er jú leikurinn gerður.
 
Vonast til að sjá sem allra flesta á miðvikudaginn. Við erum mjög stolt af þessu frábæra framtaki unglinganna okkar.
 
Með bestu kveðju,
Anna María Jónsdóttir