Skip to content

Háteigsskóli er mannréttindagrunnskóli ársins 2018

Í haust fór fram árlegt bréfmaraþon Amnesty International, „Bréf til bjargar lífi“. Nemendur unglingastig Háteigsskóla var öflugt  undirskriftarsöfnuninni og safnaði flestum undirskriftum hjá grunnskóla, eða alls 1.137 undirskriftum.

Miðvikudaginn 20. mars heimsóttu okkur fulltrúar Amnesty International og afhentu viðurkenningar vegna þessa. Annars vegar fallegan, úskorinn farandgrip með kertaloga úr merki félagsins og hins vegar með viðurkenningarskjali. Og svo fengum við köku!

Með svona unglingum þurfum við ekki að óttast framtíðina. Innilegar hamingjuóskir!

IMG 0806 IMG 0807