Skip to content

Háteigsskóli er Mannréttindagrunnskóli ársins!

Á dögunum var Háteigsskóli valin Mannréttindagrunnskóli ársins hjá Amnesty International, Þitt nafn bjargar lífi.  Með því að safna flestum undirskriftum fyrir sinn skóla.

Nemendur unglingastigs söfnuðu undirskriftum á bréf til stjórnvalda sem brjóta mannréttindi og krefst réttlætis fyrir þolendur.

Í herferðinni að þessu sinni var sjónum beint að börnum og ungu fólki í þeim tilgangi að styðja þau, veita þeim styrk og gera þeim kleift að halda áfram að bjóða valdhöfum, sem bregðast hlutverki sínu, birginn og þannig breyta ásýnd okkar á heiminum.