Denmark       United Kingdom

Skákfréttir

Reykjavíkurmóti grunnskóla í skák var fram haldið síðasta mánudag, 19. febrúar, þegar nemendur 4. - 7. bekkjar kepptu. 

Frá Háteigsskóla mættu tvær sveitir, A- og B-sveit.

Leikar fóru þannig að A-sveit Háteigsskóla hreppti annað sætið.

B-sveitin okkar lenti í 2. sæti af B-sveitunum.

Sveitirnar skipuðu:
A-sveit: Adam Omarsson, 5. bekk, Soffía Arndís Berndsen, 4. bekk, Anna Katarina F. Thoroddsen, 4. bekk og Tristan Theodór F. Thoroddsen, 7. bekk.
B-sveit: Ásthildur Helgadóttir, 6. bekk, Rigon Jón Kaleviqi, 6. bekk, Karen Ólöf Gísladóttir, 4. bekk og Snorri Már Friðriksson, 6. bekk. Varamaður var Lóa Margrét Hauksdóttir, 5. bekk.

Úrslitin eru hér:

http://www.chess-results.com/tnr333579.aspx?lan=1 

Öllum þátttakendum ásamt Lenku Ptácníková er óskað til hamingju með frábæran árangur.

28279992 2076316422394810 6230915515059246589 n

Prenta | Netfang

Alþjóðadagur móðurmálsins

Alþjóðadagur móðurmálsins er í dag, 21. febrúar. Miklu máli skiptir að allir eigi sitt móðurmál sem þeir rækta og sinna. Í Háteigsskóla eiga foreldrar nemenda alls 34 móðurmál að íslensku meðtalinni, en foreldrar 119 barna eru af erlendum uppruna, annað foreldrið eða báðir. Það gera rúmlega 26% nemenda skólans. Á Tungumálatorgi er heimasíða tileinkuð deginum: http://tungumalatorg.is/21feb/

Prenta | Netfang

Óveður

Nú er bálhvasst í borginni og mælt með því að foreldrar fylgi yngri börnum sínum í skólann. Húsið er opið nú þegar, þannig að allir geta fundið skjól. Þegar skóla lýkur í dag er gert ráð fyrir að veðrið hafi lægt.

Foreldrum sem kjósa að halda börnum sínum heima í dag er bent á að láta okkur vita - sjá krækju um óveður á heimasíðunni.

Prenta | Netfang

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102