Denmark       United Kingdom

Innkaupalistar

Innkaupalisti fyrir haustið 2017

1. - 7. bekkur:

Til hagræðingar fyrir foreldra og skóla sjá umsjónarkennarar 1. - 7. bekkjar um að kaupa námsgögn fyrir nemendur sína. Innheimt er að hausti í bekkjarsjóði til að standa straum af þessum kostnaði.

8. - 10. bekkur:

Eftirfarandi er listi yfir bækur og áhöld sem æskilegt er að keypt verði í upphafi skólaársins. Ekki er um tæmandi lista að ræða og ekki vitað hvað þarf að kaupa fyrir einstakar valgreinar. Ef gögn eru til og heil frá fyrra skólaári, eins og vasareiknir og hringfari, er sjálfsagt að nota þau skólagögn aftur.

Skóladagbók og öll venjuleg áhöld svo sem blýanta, yddara, skrúfblýanta, strokleður, reglustiku o.s.frv. 

Danska: Rauð, þunn plastmappa A4 og stílabók A5. Ein teygjumappa eða netpoki með rennilás í rauðum lit. Gott er að nemendur eigi dansk-íslensk/íslensk-danska orðabók og merki sér hana. Litla rauða bókin er mjög góð og er hægt að nota upp í framhaldsskóla. Hægt er að nota gögnin aftur frá fyrra skólaári ef þau eru heil.

Enska: Ein teygjumappa eða netpoki með rennilás í svörtum lit og stílabók. Ef nemendur eiga bækur frá fyrra skólaári þá er sjálfsagt að nota þær áfram.

Íslenska: Tvær stílabækur A4. Græn lausblaðamappa A4 með glærri framhlið. Ein teygjumappa eða netpoki með rennilás í grænum lit. Glósubók.

Náttúrufræði: Tvær stílabækur A4, gula fyrir líffræði og fjólubláa fyrir eðlisfræði, og ein gul plastmappa A4. Ein teygjumappa eða netpoki með rennilás í gulum lit. Tré- eða vaxlitir.

Samfélagsfræði: Ein stílabók A4 (ekki gorma). Ein blá og þunn plastmappa A4. Ein teygjumappa eða netpoki með rennilás í bláum lit.

Stærðfræði: Ein A4 reikningsbók (með eða án gorma). Ein A5 reikningsbók. Ein A4 plastmappa með glærri forsíðu (annan lit en hér fyrir ofan). Reiknivél (sambærileg Casio FX-350). Hringfari, gráðubogi og reglustika.  Val: Ein teygjumappa eða netpoki með rennilás A4 sem geymir reikningsbókina, glósubókina, námsbókina, reiknivélina og fl.

Prenta | Netfang

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102