Denmark       United Kingdom

Jólalögin í Háteigsskóla

Jólalögin í Háteigsskóla

 

Adam átti syni sjö Á jólunum er gleði og gaman    Babbi segir
Bjart er yfir Betlehem Boðskapur Lúkasar Bráðum koma blessuð jólin  
Dansaðu vindur Ef ég nenni Ég sá mömmu kyssa jólasvein
Folaldið mitt hann Fákur Gefðu mér gott í skóinn Gekk ég yfir sjó og land
Gilsbakkaþula Grýlukvæði   Grýlukvæði Stefáns í Vallanesi
Göngum við í kringum Heims um ból Hin fyrstu jól
Hjálpsamur jólasveinn Hvít jól Í Betlehem
Jól Jól alla daga Jólaklukkur
Jólakötturinn Jólasveinafylkingin Jólasveinar einn og átta
Jólasveinar ganga um gólf Jólasveinarnir Jólasveinninn minn
Jólasveinninn kemur í kvöld Jólin alls staðar Jólin eru að koma
Jólin koma Komdu um jólin Litli trommuleikarinn
Meiri snjó Nei, nei, ekki um jólin Nóttin var sú ágæt ein
Nú er Gunna á nýju skónum Nú skal segja Ó, Grýla
Ó, hve dýrleg er að sjá Sagan af Jesúsi Skín í rauðar skotthúfur
Snjókorn falla Snæfinnur snjókarl Út með köttinn
Úti er alltaf að snjóa Við kveikjum einu kerti á Við óskum þér góðra jóla
Yfir fannhvíta jörð Það á að gefa börnum brauð Það er jólasveinninn minn
Þá nýfæddur Jesús Þrettán dagar jóla  

Jólasveinarnir
(Jóhannes úr Kötlum)

Segja vil ég sögu
af sveinunum þeim,
sem brugðu sér hér forðum
á bæina heim.

Þeir uppi á fjöllum sáust,
- eins og margur veit, -
í langri halarófu
á leið niður í sveit.

Grýla var þeirra móðir
og gaf þeim tröllamjólk,
en pabbinn Leppalúði,
- það var leiðindafólk.

Þeir jólasveinar nefndust,
- um jólin birtust þeir.
Og einn og einn þeir komu,
en aldrei tveir og tveir.

Þeir voru þrettán
þessir heiðursmenn,
sem ekki vildu ónáða
allir í senn.

Að dyrunum þeir læddust
og drógu lokuna úr.
Og einna helzt þeir leituðu
í eldhús og búr.

Lævísir á svipinn
þeir leyndust hér og þar,
til óknyttanna vísir,
ef enginn nærri var.

Og eins, þó einhver sæi,
var ekki hikað við
að hrekkja fólk - og trufla
þess heimilisfrið.

Stekkjastaur kom fyrstur,
stinnur eins og tré.
Hann laumaðist í fjárhúsin
og lék á bóndans fé.

Hann vildi sjúga ærnar,
- þá var þeim ekki um sel,
því greyið hafði staurfætur,
- það gekk nú ekki vel.

Giljagaur var annar,
með gráa hausinn sinn.
- Hann skreið ofan úr gili
og skauzt í fjósið inn.

Hann faldi sig í básunum
og froðunni stal,
meðan fjósakonan átti
við fjósamanninn tal.

Stúfur hét sá þriðji
stubburinn sá.
Hann krækti sér í pönnu,
þegar kostur var á.

Hann hljóp með hana í burtu
og hirti agnirnar,
sem brunnu stundum fastar
við barminn hér og þar.

Sá fjórði, Þvörusleikir,
var fjarskalega mjór.
Og ósköp varð hann glaður,
þegar eldabuskan fór.

Þá þaut hann eins og elding
og þvöruna greip,
og hélt með báðum höndum,
því hún var stundum sleip.

Sá fimmti, Pottaskefill,
var skrítið kuldastrá.
- Þegar börnin fengu skófir
hann barði dyrnar á.

Þau ruku' upp, til að gá að
hvort gestur væri á ferð.
Þá flýtti' ann sér að pottinum
og fékk sér góðan verð.

Sá sjötti, Askasleikir,
var alveg dæmalaus. -
Hann fram undan rúmunum
rak sinn ljóta haus.

Þegar fólkið setti askana
fyrir kött og hund,
hann slunginn var að ná þeim
og sleikja á ýmsa lund.

Sjöundi var Hurðaskellir,
- sá var nokkuð klúr,
ef fólkið vildi í rökkrinu
fá sér vænan dúr.

Hann var ekki sérlega
hnugginn yfir því,
þó harkalega marraði
hjörunum í.

Skyrgámur, sá áttundi,
var skelfilegt naut.
Hann hlemminn o´n af sánum
með hnefanum braut.

Svo hámaði hann í sig
og yfir matnum gein,
unz stóð hann á blístri
og stundi og hrein.

Níundi var Bjúgnakrækir,
brögðóttur og snar.
Hann hentist upp í rjáfrin
og hnuplaði þar.

Á eldhúsbita sat hann
í sóti og reyk
og át þar hangið bjúga,
sem engan sveik.

Tíundi var Gluggagægir,
grályndur mann,
sem laumaðist á skjáinn
og leit inn um hann.

Ef eitthvað var þar inni
álitlegt að sjá,
hann oftast nær seinna
í það reyndi að ná.

Ellefti var Gáttaþefur,
- aldrei fékk sá kvef,
og hafði þó svo hlálegt
og heljarstórt nef.

Hann ilm af laufabrauði
upp á heiðar fann,
og léttur, eins og reykur,
á lyktina rann.

Ketkrókur, sá tólfti,
kunni á ýmsu lag. -
Hann þrammaði í sveitina
á Þorláksmessudag.

Hann krækti sér í tutlu,
þegar kostur var á.
En stundum reyndist stuttur
stauturinn hans þá.

Þrettándi var Kertasníkir,
- þá var tíðin köld,
ef ekki kom hann síðastur
á aðfangadagskvöld.

Hann elti litlu börnin
sem brostu, glöð og fín,
og trítluðu um bæinn
með tólgarkertin sín.

Á sjálfa jólanóttina,
- sagan hermir frá, -
á strák sínum þeir sátu
og störðu ljósin á.

Svo tíndust þeir í burtu,
- það tók þá frost og snjór.
Á þrettándanum síðasti
sveinstaulinn fór.

Fyrir löngu á fjöllunum
er fennt í þeirra slóð.
- En minningarnar breytast
í myndir og ljóð.

efst

Göngum við í kringum 
(Danskt þjóðlag/Húsgangsþýðing)

Göngum við í kringum einiberjarunn, 
einiberjarunn, einiberjarunn. 
Göngum við í kringum einiberjarunn, 
snemma á mánudagsmorgni. 

Svona gerum við er við þvoum okkar þvott, 
þvoum okkar þvott, þvoum okkar þvott, 
svona gerum við þegar við þvoum okkar þvott, 
snemma á mánudagsmorgni. 

Snemma á þriðjudagsmorgni: Vindum okkar þvott.
Snemma á miðvikudagsmorgni: Hengjum okkar þvott.
Snemma á fimmtudagsmorgni: Teygjum okkar þvott.
Snemma á föstudagsmorgni: Straujum okkar þvott.
Snemma á laugardagsmorgni: Skúrum okkar gólf.
Snemma á sunnudagsmorgni: Greiðum okkar hár. 
Seint á sunnudagsmorgni: Göngum kirkjugólf.

efst

Hvít jól
(Irving Berlin/Stefán Jónsson)

Ég man þau jólin, mild og góð
er mjallhvít jörð í ljóma stóð.
Stöfum stjörnum bláum, 
frá himni háum
í fjarska kirkjuklukknahljóm.

Ég man þau jól, hinn milda frið
á mínum jólakortum bið
að ævinlega eignist þið
heiða daga, helgan jólafrið.

efst

Snjókorn falla
(B. Heatlie / Þórhallur Sigurðsson)

Snjókorn falla á allt og alla
börnin leika og skemmta sér
nú ert árstíð kærleika og friðar
komið er að jólastund.

Vinir hittast og halda veislur
borða saman jólamat
gefa gjafir - fagna sigri ljóssins
syngja saman jólalag.

Á jólaball við höldum í kvöld
ég ætl‘ að kyssa þig undir mistiltein í kvöld
við kertaljóssins log.

Götur ljóma - söngvar óma
gömlu lögin syngjum hátt
bara‘ ef jólin væru aðeins lengri
en hve gaman væri þá.

efst

Skín í rauðar skotthúfur
(Friðrik Guðni Þórleifsson/franskt þjóðlag)

Skín í rauðar skotthúfur
skuggalangan daginn,
jólasveinar sækja að
sjást um allan bæinn.
Ljúf í geði leika sér
lítil börn í desember,
inn í frið og ró,
út í frost og snjó
því að brátt koma björtu jólin,
bráðum koma jólin.

Uppi á lofti, inni í skáp 
eru jólapakkar, 
titra öll af tilhlökkun 
tindilfættir krakkar. 
Komi jólakötturinn 
kemst hann ekki í bæinn inn, 
inn í frið og ró,
út í frost og snjó, 
því að brátt koma björtu jólin, 
bráðum koma jólin. 

Stjörnur tindra stillt og rótt, 
stafa geislum björtum. 
Norðurljósin loga skær, 
leika á himni svörtum. 
Jólahátíð höldum vér 
hýr og glöð í desember 
þó að feyki snjó
þá í friði og ró 
við höldum heilög jólin, 
heilög blessuð jólin.

efst

Á jólunum er gleði og gaman
(Friðrik Guðni Þórleifsson/spænskt þjóðlag)

:,: Á jólunum er gleði og gaman,
fúm, fúm, fúm :,:
Þá koma allir krakkar með
í kringum jólatréð. 
Þá mun ríkja gleði og gaman,
allir hlæja og syngja saman,
fúm, fúm, fúm!

:,: Og jólasveinn með sekk á baki,
fúm, fúm, fúm :,:
Hann gægist inn um gættina
á góðu krakkana.
Þá mun ríkja gleði og gaman,
allir hlæja og syngja saman,
fúm, fúm, fúm!

:,: Á jólunum er gleði og gaman,
fúm, fúm, fúm :,:
Þá klingja allar klukkur við
og kalla á gleði og frið.
Þá mun ríkja gleði og gaman,
allir hlæja og syngja saman,
fúm, fúm, fúm!

efst

Við kveikjum einu kerti á
(S. Muri/Lilja Kristjánsdóttir)

Við kveikjum einu kerti á,
hans koma nálgast fer,
sem fyrstu jól í jötu lá
og jesúbarnið er.

Við kveikjum tveimur kertum á
og komu bíðum hans.
Því Drottinn sjálfur soninn þá
mun senda´ í líking manns.

Við kveikjum þremur kertum á
því konungs beðið er,
þótt Jesús sjálfur jötu og strá
á jólum kysi sér.

Við kveikjum fjórum kertum á;
brátt kemur gesturinn
og allar þjóðir þurfa að sjá
að það er frelsarinn.

efst

Hjálpsamur jólasveinn
(Hrefna Tynes/erlent lag)

Í skóginum stóð kofi einn,
sat við gluggann jólasveinn.
Þá kom lítið héraskinn
sem vildi komast inn.

„Jólasveinn, ég treysti á þig
veiðimaður skýtur mig!“
„Komdu litla héraskinn,
því ég er vinur þinn.“

Veiðimaður kofann fann,
jólasveininn spurði hann.
Hefur þú séð héraskinn
hlaupa um hagann þinn?

Hér er ekkert héraskott,
hafa skaltu þig á brott.
Veiðimaður burtu gekk
og engan héra fékk.

efst

Jólasveinninn minn
(Autry / Ómar Ragnarsson)

Jólasveinninn minn,
jólasveinninn minn
ætlar að koma í dag.
Með poka af gjöfum
og segja sögur
og syngja jólalag.
Það verður gaman
þegar hann kemur
þá svo hátíðlegt er.
Jólasveinninn minn,
káti karlinn minn
kemur með jólin með sér.

Jólasveinninn minn,
jólasveinninn minn
ætlar að koma í kvöld.
Ofan af fjöllum
með ærslum og köllum
hann arkar um holtin köld.
Hann er svo góður
og blíður við börnin
bæði fátæk og rík.
Enginn lendir í
jólakettinum
allir fá nýja flík.

efst

Ég sá mömmu kyssa jólasvein
(Hinrik Bjarnason/T Connor)

Ég sá mömmu kyssa jólasvein,
við jólatréð í stofunni í gær.
Ég læddist létt á tá
til að líta gjafir á,
hún hélt ég væri steinsofandi
Stínu dúkku hjá.

Og ég sá mömmu kitla jólasvein
og jólasveinninn út um skeggið hlær.
Já, sá hefði hlegið með
hann pabbi minn hefð'ann séð
mömmu kyssa jólasvein í gær.

efst

Litli trommuleikarinn
(Stefán Jónsson / Harry Simone)

Kom, þeir sögðu,    pa rampa pam pam
oss kóngur fæddur er,    pa rampa pam pam.
Hann hylla allir hér,   pa rampa pam pam
með heiðurs gjöf frá sér,
pa rampa pam pam
rampa pam pam, rampa pam pam.
Oss það öllum ber,   pa rampa pam pam, - einnig þér.

Litli kóngur
ég gjafir engar á
en ljúft er mér ef má,
ég mína trommu slá, pa ram .....
þér til heiðurs þá
hlusta á.

Heilög móðir,
hann sér á armi bar
og blíð og brosljúf var,
hann brosti sjálfur þar, pa ram...
Ég hélt það samþykkt svar
og svo það var.

efst

Jólasveinar einn og átta
(Íslensk þjóðvísa/F. Montrose)

Jólasveinar einn og átta, 
ofan komu' af fjöllunum,
í fyrrakvöld þeir fóru að hátta, 
fundu hann Jón á Völlunum.

Andrés stóð þar utan gátta, 
það átti að færa hann tröllunum.
Þá var hringt í Hólakirkju 
öllum jólabjöllunum.

efst

Bjart er yfir Betlehem
(Ingólfur Jónsson/enskt lag)

Bjart er yfir Betlehem 
blikar jólastjarna. 
Stjarnan mín og stjarnan þín, 
stjarna allra barna. 
Var hún áður vitringum 
vegaljósið skæra. 
Barn í jötu borið var, 
barnið ljúfa kæra. 

Víða höfðu vitringar 
vegi kannað hljóðir 
fundið sínum ferðum á 
fjöldamargar þjóðir. 
Barst þeim allt frá Betlehem 
birtan undur skæra. 
Barn í jötu borið var, 
barnið ljúfa kæra. 

Barni gjafir báru þeir. 
Blítt þá englar sungu. 
Lausnaranum lýstu þeir, 
lofgjörð drottni sungu. 
Bjart er yfir Betlehem 
blikar jólastjarna, 
Stjarnan mín og stjarnan þín 
stjarna allra barna.

efst

Ó hve dýrðleg er að sjá
(Jakob Gerhard Meidell / Stefán Thorarensen)

Ó hve dýrðleg er að sjá
alstirnd himins festing blá
þar sem ljósin gullnu glitra
glöðu leika brosa´ og titra
:,: og oss benda upp til sín. :,:

Nóttin helga hálfnuð var
huldust nærfellt stjörnurnar
þá frá himinboga að bragði
birti af stjörnu´ um jörðu lagði
:,: ljómann hennar sem af sól. :,:

Þegar stjarna á himni hátt
hauður lýsir miðja´ um nátt
sögðu fornar sagnir víða
sá mun fæðast meðal lýða
:,: konunga sem æðstur er. :,:

Stjarnan skær þeim lýsti leið
leiðin þannig varð þeim greið
uns þeir sveininn fundu fríða
fátæk móðir vafði´ hinn blíða
:,: helgri í sælu að hjarta sér. :,:

efst

Bráðum koma blessuð jólin
(W.F. Bradbury/Jóhannes Jónasson)

Bráðum koma blessuð jólin
Börnin fara' að hlakka til.
Allir fá þá eitthvað fallegt,
í það minnsta kerti' og spil.

Hvað það verður veit nú enginn,
vandi er um slíkt að spá.
Eitt er víst að alltaf verður
ákaflega gaman þá.

efst

Nú er Gunna á nýju skónum
(Stephen Foster/Ragnar Jóhannesson)

Nú er Gunna á nýju skónum,
nú eru að koma jól,
Siggi er á síðum buxum,
Solla' í bláum kjól.

Mamma er enn í eldhúsinu
eitthvað að fást við mat.
Indæla steik hún er að færa
upp á stærðar fat.

Pabbi enn í ógnar basli
á með flibbann sinn.
„Fljótur, Siggi, finndu snöggvast
flibbahnappinn minn“.

Kisu er eitthvað órótt líka,
út fer brokkandi.
Ilmurinn úr eldhúsinu
er svo lokkandi.

Jólatréð í stofu stendur,
stjörnuna glampar á.
Kertin standa á grænum greinum,
gul og rauð og blá. 

efst

Jólakötturinn
(Ingibjörg Þorbergs / Jóhannes úr  Kötlum)

Þið kannist við jólaköttinn,
- sá köttur var gríðarstór.
Fólk vissi´ekki hvaðan hann kom
eða hvert hann fór.

Hann glennti upp glyrnurnar sínar,
glóandi báðar tvær.
Það var ekki heiglum hent
að horfa í þær.

Kamparnir beittir sem broddar,
upp úr bakinu kryppa há,
- og klærnar á loðinni löpp
var ljótt að sjá.

Því var það, að konurnar kepptust
við kamba og vefstól og rokk,
og prjónuðu litfagran lepp
eða lítinn sokk.

Því kötturinn mátti´ ekki koma
og krækja í börnin smá.
Þau urðu að fá sína flík
þeim fullorðnu hjá.

Og er kveikt var á jólakvöldið
og kötturinn gægðist inn,
stóðu börnin bísperrt og rjóð,
með böggulinn sinn.

Hann veifaði stélinu sterka,
hann stökk og hann klóraði og blés,
– og var ýmist uppi í dal
eða úti um nes.

Hann sveimaði, soltinn og grimmur,
í sárköldum jólasnæ,
og vakti í hjörtunum hroll
á hverjum bæ.

Ef mjálmað var aumlega úti
var ólukkan samstundis vís.
Allir vissu´ að hann veiddi menn
en vildi ekki mýs.

Hann lagðist á fátæka fólkið,
sem fékk enga nýja spjör
fyrir jólin – og baslaði og bjó
við bágust kjör.

Frá því tók hann ætíð í einu
allan þess jólamat,
og át það svo oftast nær sjálft,
ef hann gat.

Sum höfðu fengið svuntu
og sum höfðu fengið skó,
eða eitthvað, sem þótti þarft,
– en það var nóg.

Því kisa mátti engan eta,
sem einhverja flíkina hlaut. –
Hún hvæsti þá heldur ljót
og hljóp á braut.

Hvort enn er hún til veit ég ekki,
– en aum yrði hennar för,
ef allir eignuðust næst
einhverja spjör.

Þið hafið nú kannski í huga
að hjálpa, ef þörf verður á.
– Máske enn finnist einhver börn
sem ekkert fá.

Máske, að leitin að þeim sem líða
af ljós-skorti heims um ból,
gefi ykkur góðan dag
og gleðileg jól.

efst

Þrettán dagar jóla
(Enskt þjóðlag/Hinrik Bjarnason)

Á jóladaginn fyrsta hann Jónas færði mér
einn talandi páfugl á grein.

Á jóladaginn annan hann Jónas færði mér
tvær dúfur til og einn talandi páfugl á grein.

Á jóladaginn þriðja hann Jónas færði mér
þrjú spök hænsn, tvær dúfur til og einn talandi páfugl á grein.

fjórða – fjögur nautin feit, ...

fimmta – fimmfaldan hring, ...

sjötta – sex þýða þresti, ...

sjöunda – sjö hvíta svani, ...

áttunda – átta kýr með klöfum,

níunda – níu skip í naustum,

tíunda – tíu hús á torgi, ...

ellefta – ellefu hallir álfa, ...

tólfta – tólf lindir tærar, ...

þrettánda – þrettán hesta þæga, ...

efst

Meiri snjó
(J.Styne+S.Cahn/Ólafur Gaukur)

Er lægst er á lofti sólin,
þá loksins koma jólin.
Við fögnum í frið og ró,
meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó.

Það gleðst allur krakkakórinn,
er kemur jólasnjórinn.
Og æskan fær aldrei nóg,
meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó.

Það er barnanna besta stund,
þegar byrjar að snjóa á grund.
Úti á flötinni fæðist hratt,
feikna snjókall með nef og með hatt.

Svo leggjast öll börn í bólið,
því bráðum koma jólin.
:,: Þau fagna í frið og ró,
meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó. :,:
 

Það á að gefa börnum brauð
(Íslenskt þjóðlag/þjóðvísa)

Það á að gefa börnum brauð
að bíta í á jólunum.
Kertaljós og klæðin rauð
svo komist þau úr bólunum.
:,: Væna flís af feitum sauð
sem fjalla gekk á hólunum.
Nú er hún gamla Grýla dauð
hún gafst þar upp á rólunum. :,:

efst

Grýlukvæði
(Jóhannes úr Kötlum)

Grýla hét tröllkerling leið og ljót
með ferlega hönd og haltan fót.
Í hömrunum bjó hún og horfð´yfir sveit,
var stundum mögur og stundum feit.
Á börnunum valt það hvað Grýla´átti gott,
hvort hún fékk mat í sinn poka´ og í sinn pott.
Ef góð voru börnin, var Grýla svöng
og raulaði ófagran sultarsöng.

Ef slæm voru börnin var Grýla glöð,
og fálmað´ í pokann sinn fingra hröð.
Og skálmað´ úr hamrinum heldur gleið,
og óð inn í bæina beina leið.
Þar tók hún hin óþekku anga skinn,
og potaði þeim nið´r í pokann sinn.
Og heim til sín aftur svo hélt hún fljótt
undir pottinum fuðraði fram á nótt.

Um annað sem gerðist þar enginn veit,
en Grýla varð samstundis södd og feit.
Hún hló svo að nötraði hamarinn,
og kyssti hann Leppalúða sinn.
Svo var það eitt sinn um einhver jól,
að börnin fengu buxur og kjól,
og þau voru öll svo undur góð,
að Grýla varð hrædd og hissa stóð.

En við þetta lengi, lengi sat.
Í fjórtán daga hún fékk ei mat.
Þá varð hún svo mikið veslings hró,
að loksins í bólið hún lagðist og dó.
En Leppalúði við bólið beið,
og síðan fór hann þá sömu leið.
Nú íslensku börnin þess eins ég bið
að þau lát´ ekki hjúin lifna við.

efst

Babbi segir
(Rússneskt lag/Benedikt Gröndal)

Babbi segir, babbi segir
bráðum koma dýrleg jól.
Mamma segir, mamma segir
þá fær Magga nýja kjól.

Hæ, hæ, ég hlakka til
hann að fá og gjafirnar.
Björt ljós og barnaspil
og borða sætar lummurnar.

efst

Þá nýfæddur Jesús
(Björgvin Jörgensson/W.J. Kirkpatrick)

Þá nýfæddur Jesús í jötunni lá
á jólunum fyrstu var dýrlegt að sjá,
þá sveimuðu englar frá himninum hans
því hann var nú fæddur í líkingu manns.

Þeir sungu „hallelúja“ með hátíðarbrag,
„nú hlotnast guðsbörnum friður í dag“,
og fagnandi hirðarnir fengu að sjá
hvar frelsarinn okkar í jötunni lá.

Ég bið þig, ó Drottinn, að dvelja mér hjá,
að dýrðina þína ég fái að sjá,
ó blessa þú, Jesú, öll börnin þín hér,
að búa þau fái á himnum með þér.

efst

Nú skal segja
(Danskt barnalag)

Nú skal segja, nú skal segja
hvernig litlar telpur gera:
Vagga brúðu, vagga brúðu
og svo snúa þær sér í hring.

-hvernig litlir drengir gera:
Sparka bolta, sparka bolta
og svo snúa þeir sér í hring.

-hvernig ungar stúlkur gera:
Þær sig hneigja, þær sig hneigja
og svo snúa þær sér í hring.

-hvernig ungir piltar gera:
Taka ofan, taka ofan
og svo snúa þeir sér í hring.

-hvernig gamlar konur gera:
Prjóna sokka, prjóna sokka
og svo snúa þær sér í hring.

-hvernig gamlir karlar gera:
Taka í nefið, taka í nefið,
og svo snúa þeir sér í hring.

efst

Jólaklukkur
(Pierpont / Loftur Guðmundsson)

Þótt ei sjáist sól sveipar jarðarból,
hug og hjarta manns,
heilög birta´um jól.
Mjöllin heið og hrein
hylur laut og stein.
Á labbi má þar löngum sjá
lítinn jólasvein.

Klukknahreim, klukknahreim
hljóma´ um fjöll og fell.
Klukknahreim, klukknahreim
ber á bláskins svell.
Stjarnan mín, stjarnan þín
stafa geisla´ um hjarn.
Gaman er að get´ um jól
glaðst sem lítið barn.

Komið, komið með
kringum jólatréð.
Aldrei hef ég eins
augnaljóma séð.
Björn fær hlaupahjól, Halla nýjan kjól.
Sigga brúður sínar við
syngur "Heims um ból".

Klukknahreim….

efst

Nóttin var sú ágæt ein
(Sigvaldi Kaldalóns/Einar Sigurðsson)

Nóttin var sú ágæt ein,
í allri veröld ljósið skein,
það er nú heimsins þrautarmein
að þekkja' hann ei sem bæri
:,: Með vísnasöng ég vögguna þína hræri:,:

Í Betlehem var það barnið fætt,
sem best hefur andar sárin grætt,
svo hafa englar um það rætt
sem endurlausnarinn væri.
:,: Með vísnasöng...:,:

Fjármenn hrepptu fögnuð þann,
þeir fundu bæði Guð og mann,
í lágan stall var lagður hann,
þó lausnari heimsins væri.
:,: Með vísnasöng...:,:

Lofið og dýrð á himnum hátt
honum með englum syngjum brátt,
friður á jörðu og fengin sátt,
fagni því menn sem bæri.
:,: Með vísnasöng...:,:

efst

Gekk ég yfir sjó og land
(Erlent lag/þjóðvísa)

Gekk ég yfir sjó og land,
hitti þar einn gamlan mann.
Sagði svo og spurði svo,
hvar áttu heima?

„Ég á heima’ á Klapplandi, 
Stapp..
Hopp.. 
Grát... 
Hlæ... 
Íslandinu góða“.

efst

Úti er alltaf að snjóa
(Jónas og Jón Múli Árnasynir)

Úti er alltaf að snjóa,
því komið er að jólunum
og kólna fer í Pólunum.
En sussum og sussum og róa,
ekki gráta elskan mín,
þó þig vanti vítamín.

Ávexti eigum við nóga,
handa litlu krökkunum,
sem kúra sig í brökkunum.
Þú færð í magann þinn mjóa
melónur og vínber fín.

Þótt kinnin þín litla sé
kannski soldið köld og blá,
áttu samt vini sem aldrei bregðast.
Af ávöxtunum skuluð þér nú þekkja þá.

Sussum og sussum og róa,
ekki gráta elskan mín,
þó þig vanti vítamín.
Þú færð í magann þinn mjóa
melónur og vínber fín.

efst

Folaldið mitt hann Fákur
(Johnny Marks/Hinrik Bjarnason)

Folaldið mitt hann Fákur
fæddur var með hvítan hóf.
Og er hann áfram sentist
öll varð gatan reykjarkóf.
Hestarnir, allir hinir,
hæddu Fák og settu hjá.
Í stað þess að stökkva' í leikinn
stóð hann kyrr og horfði á.

Milli élja' á jólakvöld
jólasveinninn kom:
„Fæ ég þig nú Fákur minn
fyrir stóra sleðann minn?“

Þá urðu klárar kátir,
kölluðu í einni hjörð:
„Fákur með fótinn hvíta
frægur er um alla jörð.“

efst

Adam átti syni sjö
(Erlent þjóðlag/þjóðvísa)

Adam átti syni sjö,
sjö syni átti Adam,
Adam elskaði alla þá
og allir elskuðu Adam.
Hann sáði, hann sáði,
hann klappaði saman lófunum,
stappaði niður fótunum,
ruggaði sér í lendunum
og sneri sér í hring.

efst

Yfir fannhvíta jörð
(Ron Miller/Ólafur Gaukur)

Yfir fannhvíta jörð leggur frið
þegar fellur mjúk logndrífa á grund.
Eins og heimurinn hinkri aðeins við,
haldi niðri sér anda um stund.

Eftirvæntingu í augum má sjá,
allt er eitthvað svo spennandi í dag.
Jafnvel kisa hún tiplar á tá,
þorir tæplega að mala sitt lag.

Svo berst ómur og samhljómur
til eyrna af indælum söng.
Tvíræð bros mætast og börnin kætast,
en biðin er börnunum löng.

Loksins kveikt er á kertum í bæ,
þá er kátt um öll mannanna ból.
Og frá afskekktum bæ út við sæ,
ómar kveðjan um Gleðileg jól.

Svo berst.......

efst

Ó, Grýla
(Dave Barbour/Ómar Ragnarsson)

Grýla heitir grettin mær, í gömlum helli býr,
hún unir sér í sveitinni við sínar ær og kýr.
Hún þekkir ekki glaum og glys né götulífsins spé
og næstum eins og nunna er, þótt níuhundruð ára sé.

Ó, Grýla, ó, Grýla, ó, Grýla í gamla hellinum.

Hún sinnir engu öðru nema elda nótt og dag,
og hirðir þar um hyski sitt með hreinum myndarbrag.
Af alls kyns mat og öðru slíku eldar hún þar fjöll,
o’ní þrettán jólasveina og áttatíu tröll.

Ó, Grýla...

Já matseldin hjá Grýlu greyi er geysimikið streð.
Hún hrærir deig, og stórri sleggju slær hún buffið með.
Með járnkarli hún bryður bein og brýtur þau í mél
og hrærir skyr í stórri og sterkri steypuhrærivél.

Ó, Grýla...

Hún Grýla er mikill mathákur og myndi undra þig.
Með malarskóflu mokar alltaf matnum upp í sig.
Og ef hún greiðir á sér hárið, er það mesta basl,
því það er reytt og rifið eins og ryðgað víradrasl.

Ó, Grýla...

Og hjá þeim Grýlu og Leppalúða ei linnir kífinu,
þótt hann Grýlu elski alveg út af lífinu.
Hann eltir hana eins og flón, þótt ekki sé hún fríð.
Í sæluvímu sama lagið syngur alla tíð:

- Ó Grýla, ó Grýla, ó Grýla, ég elska bara þig.

efst

Jólin koma
(Fred Spielman, Janis Torre/Ómar Ragnarsson)

Er nálgast jólin lifnar yfir öllum,
það er svo margt sem þarf að gera þá
og jólasveinar fara upp' á fjöllum
að ferðbúast og koma sér á stjá.

Jólin koma, jólin koma
og þeir kafa snjó á fullri fart,
jólin koma, jólin koma,
allir búast í sitt besta skart.

Hún mamma er heima að skúra, baka og bóna
og bakar sand af fínu tertunum
og nið'r í bæ er glás af fólki að góna
á gjafirnar í búðargluggunum.

Jólin koma, jólin koma,
allir krakkar fá þá fallegt dót,
jólin koma, jólin koma,
það er kátt og alls kyns mannamót.

Já, o'ní bæ er eftir mörgu að sækjast
og allt er fullt í strætóskýlunum
og bílar eru stopp og flauta og flækjast
fyrir öllum hinum bílunum.

Jólin koma, jólin koma,
allt í flækju og bendu og feikna ös,
jólin koma, jólin koma,
fólk og bílar allt í einni kös.

Hann er svo blankur, auminginn hann pabbi
að ekki gat hann gefið mömmu kjól,
svo andvarpar hann úti á búðarlabbi,
„það er svo dýrt að halda þessi jól“.

Jólin koma, jólin koma,
en elsku krakkar forðist glaum og gól,
jólin koma, jólin koma,
eignist kyrrð og frið um heilög jól.

efst

Jólasveinar ganga’ um gólf
(Íslensk þjóðvísa/Friðrik Bjarnason)

Jólasveinar ganga’ um gólf
með gylltan staf í hendi.
Móðir þeirra sópar gólf
og flengir þá með vendi.

;.; Uppi’ á stól stendur mín kanna,
níu nóttum fyrir jól þá kem ég til manna. ;.;

efst

Það er jólasveinninn minn
(Hinrik Bjarnason)

Hver hefur skrítið skegg og mjótt?
Þú hefur skrítið skegg og mjótt.
Hver fer í hús um helga nótt?
Þú ferð í hús um helga nótt.
Skeggið mjótt, helga nótt,
það er jóla-
það er jóla-
það er jólasveinninn minn.

Hver hefur arkað ótal fjöll?
Þú hefur arkað ótal fjöll.
Og hver er nú sá, sem þekkir tröll?
Þú ert nú sá sem þekkir tröll.
Þekkir tröll, ótal fjöll,
skeggið mjótt, helga nótt,
það er jóla-
það er jóla-
það er jólasveinninn minn.

Hver hefur alveg eldrautt nef?
Þú hefur alveg eldrautt nef.
Hver fær víst aldrei, aldrei kvef?
Þú færð víst aldrei, aldrei kvef.
Aldrei kvef, eldrautt nef,
þekkir tröll, ótal fjöll,
skeggið mjótt, helga nótt,
það er jóla-
það er jóla-
það er jólasveinninn minn.

Hver kom hér inn í krakkafans?
Þú komst hér inn í krakkafans.
Hver vill nú ólmur iðka dans?
Þú vilt nú ólmur iðka dans.
Iðkar dans, krakkafans,
aldrei kvef, eldrautt nef,
þekkir tröll, ótal fjöll,
skeggið mjótt, helga nótt,
það er jóla-
það er jóla-
það er jólasveinninn minn.

efst

Jólin alls staðar
(Jón Sigurðsson/Jóhanna G. Erlingsson)

Jólin, jólin alls staðar
með jólagleði og gjafirnar.
Börnin stóreyg standa hjá
og stara jólaljósin á.
Jólaklukka boðskap ber
um bjarta framtíð handa þér
og brátt á himni hækkar sól,
við höldum heilög jól.

efst

Hin fyrstu jól
(Kristján frá Djúpalæk/Ingibjörg Þorbergs)

Það dimmir og hljóðnar í Davíðsborg
í dvala sig strætin þagga
í bæn hlýtur svölun brotleg sál
frá brunni himneskra dagga
öll jörðin er sveipuð jólasnjó
og jatan er ungbarns vagga.

Og stjarna skín gegn um skýjahjúp
með skærum lýsandi bjarma
og inn í fjárhúsið birtan berst
og barnið réttir út arma,
en móðirin sælasti svanni heims
hún sefur með bros um hvarma.

Og hjarðmaður birtist, um húsið allt
ber höfga reykelsisangan,
í huga flytur hann himni þökk
og hjalar við reifastrangann,
svo gerir hann krossmark, krýpur fram
og kyssir barnið á vangann.

efst

Við óskum þér góðra jóla
(Hinrik Bjarnason / Enskt þjóðlag)

Við óskum þér góðra jóla,
við óskum þér góðra jóla,
við óskum þér góðra jóla,
og gleðilegs árs.

Góð tíðindi færum við til allra hér:
Við óskum þér góðra jóla
og gleðilegs árs.

En fáum við grjónagrautinn,
en fáum við grjónagrautinn,
en fáum við grjónagrautinn.
Já, grautinn hér út?

Góð tíðindi færum við til allra hér:
Við óskum þér, góðra jóla
og gleðilegs árs.

Því okkur finnst góður grautur,
því okkur finnst góður grautur,
því okkur finnst góður grautur,
Já, grautur út hér.

Góð tíðindi færum við til allra hér:
Við óskum þér, góðra jóla
og gleðilegs árs.

Og héðan þá fyrst við förum,
og héðan þá fyrst við förum,
og héðan þá fyrst við förum,
Er fáum við graut.

Góð tíðindi færum við til allra hér:
Við óskum þér, góðra jóla
og gleðilegs árs.

efst

Jólasveinninn kemur í kvöld
(Haven Gillespie/Hinrik Bjarnason)

Nú hlustum við öll svo hýrleg og sett,
ekki nein köll því áðan barst frétt:
Jólasveinninn kemur í kvöld!
Hann arkar um sveit og arkar í borg
og kynja margt veit um kæti og sorg.
Jólasveinninn kemur í kvöld!

Hann sér þig er þú sefur,
hann sér þig vöku í.

Og góðum börnum gefur hann
svo gjafir, veistu' af því.

Nú hlustum við öll svo hýrleg og sett,
ekki nein köll því áðan barst frétt:
Jólasveinninn kemur í kvöld!

Með flautur úr tré og fiðlur í sekk,
bibbidíbe og bekkedíbekk.
Jólasveinninn kemur í kvöld!

Og brúður í kjól sem bleyta hvern stól,
flugvélar, skip og fínustu hjól.
Jólasveinninn kemur í kvöld!

Og engan þarf að hryggja
því allir verða með
er börnin fara' að byggja sér
bæ og þorp við jólatréð.

Hæ! Nú hlustum við öll svo hýrleg og sett,
ekki nein köll því áðan barst frétt:
Jólasveinninn kemur í kvöld.

efst

Snæfinnur snjókarl
(Steve Nelson/Hinrik Bjarnason)

Snæfinnur snjókarl
var með snjáðan pípuhatt,
Gekk í gömlum skóm
og með grófum róm
gat hann talað, rétt og hratt.
"Snæfinnur snjókarl!
Bara sniðugt ævintýr,"
segja margir menn,
en við munum enn
hve hann mildur var og hýr.

En galdrar voru geymdir
í gömlu skónum hans:
Er fékk hann þá á fætur sér
fór hann óðara í dans.
Já, Snæfinnur snjókarl,
hann var snar að lifna við,
og í leik sér brá
æði léttur þá,
-uns hann leit í sólskinið.

Snæfinnur snjókarl
sneri kolli himins til,
og hann sagði um leið:
"Nú er sólin heið
og ég soðna, hér um bil."
Undir sig tók hann
alveg feiknamikið stökk,
og á kolasóp inn í krakkahóp
karlinn allt í einu hrökk.

Svo hljóp hann einn, -var ekki seinn-
og alveg nið’r á torg,
og með sæg af börnum söng hann lag
bæði í sveit og höfuðborg.
Já, Snæfinnur snjókarl
allt í snatri þetta vann,
því að yfir skein
árdagssólin hrein
og hún var að bræða hann.

efst

Gefðu mér gott í skóinn
(JMarks/Ómar Ragnarsson)

Gefðu mér gott í skóinn
góði jólasveinn í nótt.
Úti þú arkar snjóinn,
inni sef ég vært og rótt.

Góði þú mátt ei gleyma,
glugganum er sef ég hjá.
Dásamlegt er að dreyma
dótið sem ég fæ þér frá.

Góði sveinki gættu að skó
gluggakistunni á,
og þú mátt ei arka hjá
án þess að setja neitt í þá.
Gefðu mér eitthvert glingur
góði jólasveinn í nótt.
Meðan þú söngva syngur
sef ég bæði vært og rótt.

Ó, hve skelfing yrði ég kát
ef þú gæfir mér,
eina dúkku, ígulker,
eða bara hvað sem er.
Gefðu mér eitthvert glingur
góði jólasveinn í nótt.
Meðan þú söngva syngur
sef ég bæði vært og rótt.

efst

Boðskapur Lúkasar
(Erlent lag/Haukur Ágústsson)

Forðum í bænum Betlehem
var borinn sá sem er,
sonur guðs sem sorg og þraut
og syndir manna ber

Hlustið englar himnum af,
þeim herra greina frá
sem lagður var í lágan stall,
en lýsir jörðu á;,

Hirðum sem vöktu heiðum á
og hjarða gættu um nótt
englar gleði fluttu fregn
um frelsun allri drótt.

Hlustið englar..

Vitringum lýsti langan veg
sú leiðar stjarna hrein
sem ljóma heimi breyskum ber
og bætir hölda mein.

Hlustið englar..

efst

Gilsbakkaþula
(Íslenskt þjóðlag / Kolbeinn Þorsteinsson)

Kátt er á jólunum, koma þau senn,-
þá munu upp líta Gilsbakkamenn,
upp munu þeir líta og undra það mest,
úti sjái þeir stúlku og blesóttan hest,
úti sjái þeir stúlku, sem um talað varð:
"Það sé ég hér ríður hún Guðrún mín um garð,
það sé ég hér ríður hún Guðrún mín heim."

Út kemur hann góði Þórður einn með þeim,
út kemur hann góði Þórður allra fyrst,
hann hefur fyrri Guðrúnu kysst
hann hefur fyrri gefið henni brauð-
tekur hana af baki, svo tapar hún nauð,
tekur hana af baki og ber hana inn í bæ.

"Kom þú sæl og blessuð" segir hann æ.
"Kom þú sæl og blessuð, keifaðu inn,
kannski þú sjáir hann afa þinn,
kannski þú sjáir hann afa og ömmu þína hjá,
þínar fjórar systur og bræðurna þrjá,
þínar fjórar systur fagna þér best;
af skal ég spretta og fóðra þinn hest,
af skal ég spretta reiðtygjum þín;
leiðið þér inn stúlkuna, Sigríður mín,
leiðið þér inn stúlkuna og setjið hana í sess"

"Já" segir Sigríður, "fús er ég til þess;"
"Já" segir Sigríður - kyssir hún fljóð -
"rektu þig ekki í veggina, systir mín góð,
rektu þig ekki í veggina, gakktu með mér."
Koma þær inn að húsdyrum og sæmilega fer;
koma þær inn að húsdyrum og tala ekki orð.-
þar situr fólkið við tedrykkjuborð,
þar situr fólkið og drekkur svo glatt,
fremst situr hann afi með parrukk og hatt,
fremst situr hann afi og ansar um sinn:"

Kom þú sæl, dóttir mín, velkomin inn,
kom þú sæl, dóttir mín, sittu hjá mér,-
nú er uppi teið og bagalega fer,
nú er uppi teið, en ráð er við því,
ég skal láta hita það aftur á ný,
ég skal láta hita það helst vegna þín,-
heilsaðu öllu fólkinu, kindin mín.
heilsaðu öllu fólkinu og gerðu það rétt."

Kyssir hún á hönd sína og þá er hún nett,
kyssir hún á hönd sína og heilsar án móðs;
allir í húsinu óska henni góðs,
allir í húsinu þegar í stað
taka til að gleðja hana, satt er það,
taka til að gleðja hana, ganga svo inn.
Guðný og Rósa með teketilinn,
Guðný og Rósa með glóðarker.

Ansar hann afi: "Nú líkar mér"
ansar hann afi við yngri Jón þá:
"Taktu ofan bollana og skenktu þar á,
taktu ofan bollana og gáðu að því,
sparaðu ekki sykrið að hneppa þar í,
sparaðu ekki sykrið því það hef ég til,
allt vil ég gera Guðrúnu í vil,
allt vil ég gera fyrir það fljóð;
langar þig í sýrópið, dóttir mín góð?

langar þig í sýrópið?" afi kvað.
"Æi ja ja, dáindi þykir mér það.
Æi ja ja, dáindi þykir mér te"
"Má bjóða þér mjólkina?" - "Meir en svo sé"
"Má bjóða þér mjólkina? Bíð þú þá við.
Sæktu fram rjóma í trogshornið,
sæktu fram rjóma, Vilborg, fyrst,-
vertu ekki lengi, því stúlkan er þyrst,
vertu ekki lengi, því nú liggur á."

Jón fer að skenkja á bollana þá,
Jón fer að skenkja, ekki er það spé,
sírópið, mjólkina, sykur og te,
sírópið, mjólkina, sýpur hún á;
sætt mun það vera. "Smakkið þið á."
Sætt mun það vera, sýpur hún af lyst,
þangað til ketillinn allt hefur misst,
þangað til ketillinn þurr er í grunn,
þakkar hún fyrir með hendi og munn,
þakkar hún fyrir og þykist nú hress.

"Sittu nokkuð lengur til samlætis.
sittu nokkuð lengur, sú er mín bón"
Kallar hann afi á eldra Jón,
kallar hann afi: "Kom þú til mín,-
sæktu ofan í kjallara messuvín,
sæktu ofan í kjallara messuvín og mjöð,
ég ætla að veita henni, svo hún verði glöð,
ég ætla að veita henni vel um stund."

Brátt kemur Jón á föður síns fund,
brátt kemur Jón með brennivínsglas,
þrífur hann staupið, þó það sé mas,
þrífur hann staupið og steypir þar á;
til er henni drukkið og teygar hún þá,
til er henni drukkið ýmislegt öl,
glösin og skálarnar skerða hennar böl,
glösin og skálarnar ganga um kring,
gaman er að koma á svoddan þing,-
gaman er að koma þar Guðný ber
ljósið í húsið, þá húmið að fer.

Ljósið í húsið logar svo glatt,
amma gefur brauðið, og er það satt,
amma gefur brauðið og ostinn við;
Margrét er að skemmta að söngvara sið,
Margrét er að skemmta, það er henni sýnt,
- þá kemur Markús og dansar svo fínt,
þá kemur Markús í máldrykkjulok,
leikur hann fyrir með latínusprok,
leikur hann fyrir með lystugt þel-
Ljóðin eru þrotin og lifið þið vel. 

efst

Í Betlehem
(Danskt þjóðlag/Valdimar Briem)

Í Betlehem er :,: barn oss fætt: :,:
Því fagni gjörvöll Adamsætt.:,: Hallelúja :,:

Það barn oss fæddi :,: fátæk mær :,:
Hann er þó dýrðar Drottinn skær. :,: Hallelúja :,:

Hann var í jötu :,: lagður lágt, :,:
en ríkir þó á himnum hátt.:,: Hallelúja :,:

Hann vegsömuðu :,: vitringar :,:
hann tigna himins herskarar.:,: Hallelúja :,:

Hann boðar frelsi' og :,: frið á jörð :,:
og blessun Drottins barnahjörð.:,: Hallelúja :,:

Vér undir tökum :,: englasöng :,:
og nú finnst oss ei nóttin löng.:,: Hallelúja :,:

Vér fögnum komu :,: Frelsarans :,:
vér erum systkin orðin hans. :,: Hallelúja :,:

Hvert fátækt hreysi :,: höll nú er :,:
Því Guð er sjálfur gestur hér.:,: Hallelúja :,:

Í myrkrum ljómar :,: lífsins sól: :,:
Þér, Guð sé lof fyrir gleðileg jól.:,: Hallelúja :,:

efst

Heims um ból
(Franz Gruber/Sveinbjörn Egilsson)

Heims um ból helg eru jól,
signuð mær son Guðs ól,
frelsun mannanna, frelsisins lind,
frumglæði ljóssins en gjörvöll mannkind
:,: meinvill í myrkrunum lá. :,:

Heimi í hátíð er ný
himneskt ljós lýsir ský,
liggur í jötunni lávarður heims,
lifandi brunnur hins andlega seims,
:,: konungur lífs vors og ljóss. :,:

Heyra má himnum í frá
englasöng: "Alelújá".
Friður á jörðu því faðirinn er
fús þeim að líkna, sem tilreiðir sér
:,: samastað syninum hjá. :,:

efst

Grýlukvæði (brot) (söngur)
(Stefán Ólafsson í Vallanesi)

Ég þekki Grýlu
og ég hef hana séð,
:,:hún er sig svo ófríð
og illileg:,: með.

Hún er sig svo ófríð
og höfuðin ber hún þrjú,
:,:þó er ekkert minna
en á miðaldra:,: kú.

Þó er ekkert minna,
og það segja menn,
:,:að hún hafi augnaráðin
í hverju:,: þrenn.

Að hún hafi augnaráðin
eldsglóðum lík,
:,:kinnabeinin kolgrá
og kjaptinn eins og:,: tík.

Kinnabeinin kolgrá
og hrútsnefið hátt,
:,:það er í átján hlykkjunum
þrútið og:,: blátt.

Það er í átján hlykkjunum,
og hárstrýið hart
:,:ofan fyrir kjaptinn tekur
kleprótt og:,: svart.

Ofan fyrir höku taka
tennurnar tvær,
:,:eyrun hanga sex saman
sitt ofan á:,: lær.

Eyrun hanga sex saman
sauðgrá á lit,
:,:hökuskeggið hæruskotið
heilfult:,: af nyt.

Hökuskeggið hæruskotið
og hendurnar þá
:,:stórar eins og kálfskrof
og kartnöglur:,: á.

Stórar eins og kálfskrof
og kolsvartar þó;
:,:nógu er hún lendabreið
og þrifleg um:,: þjó.

Nógu er hún lendabreið
og lærleggjahá,
:,:njórafætur undir
og naglkörtur:,: á.

Njórafætur undir
kolsvörtum kvið,
:,:þessi þykir grálunduð
grátbörnin:,: við.

Þessi þykir grálunduð,
gift er hún þó,
:,:hennar bóndi Leppalúði
liggur út við:,: sjó.

Hennar bóndi Leppalúði
lúnóttur er,
:,:börnin eiga þau bæði saman,
brjósthörð og:,: þver.

Börnin eiga þau bæði saman
brjósthörð og þrá,
:,:af þeim eru jólasveinar,
börn þekkja:,: þá.

Af þeim eru jólasveinar
jötnar á hæð,
:,:öll er þessi illskuþjóðin
ungbörnum:,: skæð.

efst

Sagan af Jesúsi (hlusta á lagið)
(Bragi Valdimar Skúlason og Guðmundur Pálsson / S. Zauner og A. Strobel)

Það var um þetta leyti
þarna suðurfrá - í miðausturlöndum.
Þar var ungt par á ferli
konan kasólétt - þeim var vandi á höndum.

Öll mótelin vor' upptekin
og yfirbókuð gistiheimilin.

Og þannig byrjaði sagan af því
þegar hann Jesús kom heiminn í.

Þau létu fyrirberast
inn í fjárhúsi - með ösnum og kindum.
En það var ósköp kósí
ekki ósvipað – gömlum biblíumyndum.

Þar kom í heiminn – mannkyns von
hinn kunni Jesús Kr. Jósepsson.
Hann endaði í jötunni
beint undir Betlehemstjörnunni.

Og þannig hljómar nú sagan af því
þegar hann Jesús kom heiminn í.

Hallelúja!

Og þannig hljómar nú sagan af því
þegar hann Jesús kom heiminn í.

Svo rák' inn nefið vitringar
sem fyrir rælni voru staddir þar.
Þeir óðu inn með gras og gull
og eitthvað óríental jurtasull.

Ó, Jósep sendi SMS.
Ó, María, var bara furðu hress.
Ó, barnið lá og snuðið saug
með bros á vör – og soldinn geislabaug

Og þannig endar nú sagan af því 
þegar hann Jesús kom heiminn í.

Já, þannig hljómaði sagan af því 
þegar hann Sússi kom heiminn í.

Þið ráðið sjálf hvort þið trúið því.
Amen

efst

Dansaðu vindur (hlusta á lagið)
(Kristján Hreinsson / Peter og Nanne Grönvall)

Kuldinn hann kemur um jólin
með kolsvarta skugga.
Krakkarnir kúra í skjóli
hjá kerti í glugga.

Vindur, já, dansaðu vindur, 
er vetur og kuldi gefa nýjan þrótt,
vindur, já, dansaðu vindur, 
vertu á sveimi um kalda jólanótt.

Núna nístir í snjónum
um nóttina svörtu,

nærast á takti og tónum
titrandi hjörtu.

Vindur, já, dansaðu vindur,
er vetur og kuldi gefa nýjan þrótt,
vindur, já, dansaðu vindur, 
vertu á sveimi um kalda jólanótt.

Vindur, já, dansaðu vindur,
af vetri fá börn að finna húsaskjól ,
vindur já, dansaðu vindur,
veturinn færir börnum heilög jól.

Úti fær vindur að valda
voldugum tónum.

Núna nötrar af kulda
nóttin í snjónum.

Vindur, já, dansaðu vindur,
af vetri fá börn að finna húsaskjól,
vindur, já, dansaðu vindur,
veturinn færir börnum heilög jól.

Vindur, já, dansaðu vindur, 
veturinn færir börnum heilög jól.

efst

Jólin eru að koma  (hlusta á lagið)
(Einar Örn Jónsson)

;.; Í kvöld jólin er' að koma :,:

Aðfangadagur - ég bíð eftir jólunum spenntur.
Mamma segir að jólasveininn sé lentur
og hann kemur í kvöld
með gjafir handa mér
á nálum nú ég er,
því jólin eru að koma í kvöld.

:,: Í kvöld jólin er'að koma. :,:

Aðfangadagur - mig dreymir um gjafir í baði 
ma
mma segir ég þurfi að þvo mér með hraði
því röðin er löng
og næst á eftir mér
er pabbi að flýta sér,
því jólin eru að koma í kvöld.

:,: Í kvöld jólin er' að koma. :,:

Og þó ég þekki jólaboðskapinn
um frið og kærleik hér á jörð,
þá er sannleikurinn sá
ég gjafir verð að fá,
því jólin eru að koma í kvöld.  

:,: Í kvöld jólin er' að koma. :,:

Aðfangadagur og ljósin lýsa upp bæinn,
ég er búinn að bíða liðlangan daginn,
en tíminn er kyrr
og nú koma þau á ný,
ég fæ aldrei nóg af því,
jólin er' að koma,
jólin er' að koma,
jólin eru að koma í kvöld.

:,: Í kvöld jólin er' að koma. :,:

efst

Út með köttinn
- Þórður húsvörður og Bryndís Schram
(Texti: Bjartmar Guðlaugsson)

Út með köttinn,
kvikindið er loðið eins og ljón,
út með jólaköttinn,
hann hefur unnið heljarmikið tjón.

(já,svona farðu nú að koma þér út, sjá þetta kvikindi, með hnakk og beisli...)

Út með köttinn,
hann er búinn að drekka seinna kaffið mitt,
út með jólaköttinn,
hann er búinn að borða bjútíboxið þitt.

(sérðu þetta Bryndís? Ætlarðu ekki hjálpa mér, Bryndís komdu hérna og hjálpaðu mér með þetta og taktu þarna Hurðastúf eða hvað hann nú heitir, með þér)

Út með köttinn,
ég þoli ekki þetta skælda skinn,
út með jólaköttinn,
hann er búinn að éta besta kústinn minn.

(sjáið þið krakkar hvernig hann er búinn að fara með kústinn minn! Ætliði ekki að hjálpa mér?)

Út með köttinn,
því hann á ekki lögheimili hér,
út með jólaköttinn,
hann er kominn inn í taugarnar á mér.

(jæja, þetta er nú alveg að koma! Ætlið þið ekki að hjálpa okkur þarna Hurðastafur og Rassskellir...)

Út með köttinn,
kvikindið er loðið eins og ljón,
út með jólaköttinn,
:,:hann hefur unnið heljarmikið tjón:,:

(...þetta flón! Já, svona út með þig!)

efst

Jól alla daga
Jónatan Garðarsson / Roy Wood

Þegar snjóa fer á fold
hverfa grasblettir og mold
og brosin breiðast yfir andlit barnanna.
Þau smíða hvíta kastala
og búa sér til snjókarla
og glöð og reif þau una sér í leik
og bíða jólanna.

Já, ég vildi að alla daga væru jól.
Þá gætu allir dansað og sungið jólalag.
Já, ég vildi að jólin kæmu strax í dag.
Látið klukkur hringja inn jólin.

Þegar ísinn leggur tjörn
skauta hraust og stálpuð börn,
renna rjóð í kinnum saman framá kveld.
Þegar frostið bítur kinn
er svo gott að komast inn,
fá sér flóaða mjólk og hlýja sér við opinn arineld.

Já, ég vildi að alla daga væru jól.
Þá gætu allir dansað og sungið jólalag.
Já, ég vildi að jólin kæmu strax í dag.
Látið klukkur hringja inn jólin.

Þegar snjóa fer á grund
kemur sveinki á þinn fund,
undan rauðri húfu glitra augun blá.
Þegar myrkvast okkar bær
tindra jólaljósin skær,
yfir höfðum okkar blikar stjarna ein
svo hrein og tær.

Já, ég vildi að alla daga væru jól.
Þá gætu allir dansað og sungið jólalag.
Já, ég vildi að jólin kæmu strax í dag.
Látið klukkur hringja inn jólin.

Já, ég vildi að jólin kæmu strax í dag.
Þá gætu allir dansað og sungið jólalag.
Já, ég vildi að jólin kæmu strax í dag.
Látið klukkur hringja inn jólin.
Látið nú klukkur hringja inn jólin.

Já, ég vildi að jólin kæmu strax í dag.
Þá gætu allir dansað og sungið jólalag.
Óóóó, ég vildi að jólin kæmu strax í dag.
Látið klukkur hringja inn jólin.

efst

Jólasveinafylkingin
Bjartmar Guðlaugsson / Jona Lewie

Einn er voða stór,
annar rosa mjór,
þriðji þöngulhaus,
fjórði þver.
Svo einn langleitur,
annar spikfeitur,
sá yngsti er svolítið upp með sér.
Einn er hrekkjóttur,
annar göldróttur,
til byggða koma í desember.

Við þekkjum álfa og tröll,
búum ekki í höll,
við þekkjum krakka hér á hverjum bæ.
Við skiljum huldumál,
borðum skarfakál,
en ekki borðum krákuhræ.

Við setjum gjafir í gúmmískó
þegar krakkarnir sofa í ró.
En alls ekki þegar þau reka upp vein,
þá fá þau kartöflu og ýsubein.

Daba daba damm, damm..

Hagið ykkur vel um jólin!

Grýla er nokkuð góð
þó að hún verði óð
þegar Lúði fær letikast.
Hún rekur þá upp óp,
flengir hann með sóp,
þá hún lemur rosalega fast.
En oftast er hún fín,
er með glens og grín,
enda er hún mamma mín.

Daba daba damm, damm..

Hagið ykkur vel um jólin!

Við setjum gjafir í gúmmískó
þegar krakkarnir sofa í ró.
En alls ekki þegar þau reka upp vein,
þá fá þau kartöflu og ýsubein.

Hagið ykkur vel um jólin!

efst

Komdu um jólin
Júlíus Jóhannsson og Gunnar Ólason / Bigazzi + Tozzi

Af hverju þarf þetta að vera svona?
Ég vil hafa allt eins og það var
þegar dagurinn var lengi að líða
og allir pakkarnir þeir biðu þar.

Nú hefur tíminn heldur betur liðið
en minningarnar geymdar ár og síð.
Við gefum gjafir núna eins og alltaf
og kerti og spilin nánast liðin tíð.

Komdu um jólin. Vertu hjá mér.
Stjörnur og snjórinn. Fullkomin stund.
Samt vantar eitthvað. Eitthvað það er.
Þetta er hátíð sem allir eiga
og nú veit ég hvernig það er.

Nú nálgast jólahátíð ljóss og friðar
og fólkið kemur saman enn á ný.
Ó, bara ef það væri alltaf svona,
þá gaman væri þessum heimi í.

Komdu um jólin...

Eiga ekki jólin að gleðja
gefa gjöf, von og þrá?
Þessa stund sem allir eiga
jólunum á.

:,: Komdu um jólin. Vertu hjá mér.
Stjörnur og snjórinn. Allt fullkomið er.
Samt vantar eitthvað. Eitthvað það er.
Þetta er hátíð sem allir eiga
og nú veit ég hvernig það er.
Og mig langar að hafa þig hér. :,:

efst

Ef ég nenni
Jónas Friðrik Steinsson / Zucchero

Gimsteina og perlur, gullsveig um enni
sendi ég henni, ástinni minni.
Öll heimsins undur, ef ég þá nenni,
færi ég henni, ástinni minni.

Lífsvatnið dýra úr lindinni góðu
færi ég henni ef ég nenni.
Hesturinn gullskór hóflega fetar
heimsendi að rata, ef ég nenni.

Ég veit ég átti hér, óskasteina
þá gef ég henni, ef hún vill fá mig.
Ég gæti allan heiminn, ástinni minni
óðara gefið, ef hún vill sjá mig.

Kóngsríki öll ég kaupi í snatri
kosti lítið, ef ég nenni.
Fegurstu rósir af runnum þess liðna
rétti ég henni, ef ég nenni.

Aldrei framar neitt illt í heimi     
óttast þarf, engillinn minn,
því ég er hér og vaki…

Skínandi hallir úr skýjum mér svífa,
ekkert mig stöðvar, ef hún vill mig.
Í dýrðlegri sælu dagarnir líða
umvafðir töfrum, ef hún vill mig.

Einhverja gjöf ég öðlast um jólin,
ekki mjög dýra, sendi ég henni.
Ef ekkert skárra ástand í vösum
á ég þá kort að senda henni.

Ef hún vill mig,     
ef hún vill mig.    

Ef ég get slegið einhvern, þá fær
ástin mín gjöf frá mér.

efst

Jól
Brother Grass/Örn Eldjárn

Sof þú vinur, nótt er nær,
nú er erfitt að bíða
eftir að jólahátíð skínandi skær
skarti ljósinu bjarta og blíða.
-Lengi er tíminn að líða.

Ljúffengar kökur, laufabrauð
ljósin bæinn prýða.
Sjáðu klementínur, kerti rauð,
væna flís af feitum sauð
-Lengi er tíminn að líða.

Jólaljós lýsa um mannanna ból,
gefa okkur von um gleðileg jól.

Kirkjugarður á kafi í snjó,
klukkur hringja til tíða,
flöktandi kertaljósið, friður og ró,
á ferli karl með skeggið síða.
-Lengi er tíminn að líða.

Jólaljós lýsa um mannanna ból,
gefa okkur von um gleðileg jól.

Meðan djúpt í sæ er sól,
jólaljós lýsa um mannanna ból,
gefa okkur von, gleðileg jól.

efst

Jólasveinninn minn
Autry / Ómar Ragnarsson

Jólasveinninn minn,
jólasveinninn minn
ætlar að koma í dag.
Með poka af gjöfum
og segja sögur
og syngja jólalag.
Það verður gaman
þegar hann kemur
þá svo hátíðlegt er.
Jólasveinninn minn,
káti karlinn minn
kemur með jólin með sér.

Jólasveinninn minn,
jólasveinninn minn
ætlar að koma í kvöld.
Ofan af fjöllum
með ærslum og köllum
hann arkar um holtin köld.
Hann er svo góður
og blíður við börnin
bæði fátæk og rík.
Enginn lendir í
jólakettinum
allir fá nýja flík.

Jólasveinninn minn,
jólasveinninn minn
arkar um holtin köld.
Af því að jólabarnið
það á afmæli í kvöld.
Ró í hjarta,
frið og fögnuð
flestir öðlast þá.
Jólasveinninn minn,
komdu karlinn minn
kætast þá börnin smá.

efst  

Jólin eru að koma

Einar Örn Jónsson

:,: Í kvöld jólin er‘ að koma :,:
:,: Í kvöld jólin er‘ að koma :,:

Aðfangadagur –
ég bíð eftir jólunum spenntur.
Mamma segir að jólasveinninn sé lentur
og hann kemur í kvöld
með gjafir handa mér,
á nálum nú ég er,
því jólin eru að koma í kvöld.

:,: Í kvöld jólin er‘ að koma :,:

Aðfangadagur –
mig dreymir um gjafir í baði.
Mamma segir ég þurfi að þvo mér með hraði,
því röðin er löng
og næst á eftir mér
er pabbi að flýta sér,
því jólin eru að koma í kvöld.

:,: Í kvöld jólin er‘ að koma :,:

Og þó ég þekki jólaboðskapinn
um frið og kærleik hér á jörð,
þá er sannleikurinn sá
ég gjafir verð að fá,
því jólin eru að koma í kvöld.

:,: Í kvöld jólin er‘ að koma :,:
:,: Í kvöld jólin er‘ að koma :,:

Aðfangadagur og ljósin lýsa upp bæinn,
ég er búinn að bíða liðlangan daginn,
en tíminn er kyrr
og nú koma þau á ný,
ég fæ aldrei nóg af því,
jólin er'að koma,
jólin er'að koma,
jólin eru að koma í kvöld.

:,: Í kvöld jólin er‘ að koma :,:
:,: Í kvöld jólin er‘ að koma :,:
:,: Í kvöld jólin er‘ að koma :,:

efst  

Nei, nei, ekki um jólin
Björgvin Halldórsson  / Þorsteinn Eggertsson

Þú þarft að flýta þér á fætur sérhvern dag,
finna tannburstann þinn, koma heilsunni í lag.
Í dagsins amstri þarftu að vera klár og kúl,
vinnan kallar á þig, þetta er endalaust púl
og þér leiðist svo, því tíminn eyðist og
þú hefur fengið meira en nóg.

Ég segi:
:,: Nei, nei. Ekki um jólin :,: 

Og þér finnst þetta vera allt svo tilgangslaust,
engin framtíðarvon, ekki mikið um traust.
Svona er það sérhvern vetur, sumar, vor og haust,
þetta er ekki það líf, sem þú sjálfum þér kaust.
Því er ei neitandi, að þetta er þreytandi
og þér er orðið um og ó......

Ég segi:
:,: Nei, nei. Ekki um jólin :,:

Af hverju eru ekki jólin sérhvern dag,
sérhvert andartak eins og fallegt lag?
Þá yrðu jólin bara hversdagsleg og sljó,
enginn hátíðarblær, enginn friður og ró.

Við segjum:
:,: Nei, nei. Ekki um jólin :,:

efst  

 Óheimilt er að nota textana nema til eigin nota. Sækja þarf um útgáfuleyfi höfundar.

Prenta | Netfang

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102