Starfsáætlun
Á hverju ári eru handbækur skólans endurskoðaðar og hvert haust kemur út handbók starfsmanna skólans, handbók foreldra og nemenda og bekkjarnámskrár. Þar kemur fram m.a. stefna skólans, eineltisáætlun, forvarnarstefna og áætlun um námsmat og sjálfsmat skólans. Að auki er fréttabréf skólans, Háteigur, gefinn út í hverjum mánuði á skólaárinu, frá ágúst til maí. Krækja á Háteig er efst á heimasíðunni.