Denmark       United Kingdom

Námsmat

Námsmat

Vakin er athygli á breytingum sem eru að verða á námsmati í samræmi við nýja námskrá grunnskólanna. Vitnisburðarblöð verða nú aðeins afhent í lok fjórða bekkjar, sjöunda bekkjar og tíunda bekkjar. Lokamat í þessum árgöngum er gefið í bókstöfum A-D:

A

Framúrskarandi hæfni og frammistaða í námi með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs.

B+

Notað þegar hæfni er sambærileg þeirri lýsingu sem á við einkunnina B og að hluta til þeirri lýsingu sem á við einkunnina A.

B

Góð hæfni og frammistaða í námi með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs.

C+

Notað þegar hæfni er sambærileg þeirri lýsingu sem á við einkunnina C og að hluta til þeirri lýsingu sem á við einkunnina B.

C

Sæmileg hæfni og frammistaða í námi með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs.

D

Hæfni og frammistöðu í námi ábótavant með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs.

 

Tveir árgangar, núverandi 9. og 10. bekkur, fylgja öðru kerfi og fá því vitnisburðarblöð eins og á síðasta skólaári.

Foreldrum nemenda í 1.-8. bekk er bent á að skoða hæfnikort þeirra í Mentor. Þar má sjá stöðu nemandans miðað við þau hæfniviðmið sem lögð eru til grundvallar á yngsta stigi (1.-4. bekkur), miðstigi (5.-7. bekkur) og unglingastigi (8.-10. bekkur).

Smellt er á hæfnikort á síðu nemandans, undir flipanum námsmat, og birtist þá yfirlit námsgreina með viðeigandi litamerkingum. Blár litur merkir framúrskarandi hæfni, grænn litur merkir að hæfni sé náð, gulur merkir að nemandi þarfnist þjálfunar og rauður að hæfni sé ekki náð.

Prenta | Netfang

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102