Denmark       United Kingdom

Um skólann

Skólastjóri: Arndís Steinþórsdóttir 
Aðstoðarskólastjóri: Þórður G. Óskarsson

Háteigsskóli er grunnskóli án aðgreiningar og er fyrir nemendur í fyrsta til tíunda bekk. Nemendur skólans koma úr skólahverfinu en hann er opinn fyrir alla nemendur í Reykjavík á skólaskyldualdri eins og aðrir grunnskólar í borginni.

Í vetur eru um 450 nemendur í skólanum. Hér starfa 38 kennarar og 24 aðrir starfsmenn eða samtals 62. Skólinn á rætur að rekja til ársins 1908 þegar kennaramenntun hófst í landinu en þá var strax stofnað til æfingadeildar í tengslum við Kennaraskólann við Laufásveg.

Árið 1968 varð skólinn hverfisskóli í Reykjavík en jafnframt æfinga- og tilraunaskóli við Kennaraskólann. Skólinn hélt þessari sérstöðu sinni til ársins 1998.

Í dag er Háteigsskóli, eins og margir aðrir grunnskólar landsins, samstarfsskóli við Menntavísindasvið Háskóla Íslands um menntun kennara.

 Samstarf - samvinna

Í skólanum eru 20 bekkjardeildir sem skiptast í þrjú aldursstig. Þau eru yngsta stig (1. – 4. bekkur), miðstig (5. – 7. bekkur) og unglingastig (8. – 10. bekkur). Samvinna er innan hvers stigs og haldnir reglulegir fundir um skipulag og faglega nálgun. Stefnt er að meiri samvinnu á milli stiga. Það sem einkennir yngsta- og miðstig er samvinna innan hvers árgangs. Sterk hefð er fyrir nánu faglegu samstarfi og samvinnu kennara á yngsta stigi en þar líta kennarar yfirleitt á allan árganginn eins og sína umsjónarnemendur. Á miðstigi er verið að þróa samvinnu lóðrétt á milli árganga. Á unglingastigi er komin nokkur reynsla á lóðrétta samvinnu á milli árganga en þessa aðferð köllum við „verkhring“ á unglinga- og miðstigi. Okkar reynsla af verkhring er einstaklega jákvæð þar sem hann dregur úr ríg á milli bekkja og eykur samvinnu kennara og nemenda þannig að starfið verður ánægjulegra og verkefnin fjölbreyttari. 

Móttökudeild

Í Háteigsskóla var starfandi móttökudeild í mörg ár en nú hefur verkefnastjóri sérkennslu umsjón með kennslu í íslensku sem 2. máli. Nemendur koma víðs vegar að, en foreldrar nemenda og starfsmenn skólans eru frá a.m.k. 42 löndum í heiminum. 

Leiklist í kennslu 

Leiklist er samofin kennslu á öllum aldursstigum. Nemendur á miðstigi hafa fastan leiklistartíma í stundatöflu sinni. Í 9. og 10. bekk er leiklist valgrein, þar með talin þátttaka í Skrekk. Við teljum að leiklist stuðli að sterkari sjálfsmynd nemenda, aukinni félagsfærni og dýpki skilning í þeim námsgreinum sem hún styður við.

Gæðastjórnun - sjálfsmat

Síðastliðin tuttugu ár hefur sjálfsmat verið þróað í skólanum. Gerðar eru þrjár kannanir á ári hverju og samhliða starfa nokkrir umbótahópar sem taka til ýmissa verkefna innan skólans. Við könnum líðan nemenda, viðhorf foreldra og starfsmanna. Kannanirnar eru það stuttar og einfaldar að auðvelt er að bregðast við og vinna úr þeim en einnig fljótlegt fyrir þátttakendur að svara. Allar niðurstöður eru kynntar á viðeigandi fundum og unnið úr þeim. Niðurstöður foreldrakönnunar eru birtar á heimasíðu skólans. Samanburðartöflur um líðan nemenda eru einnig aðgengilegar á heimasíðu skólans.

Starfsliðið

Starfslið skólans er metnaðarfullt og einbeitt í því að gera góðan skóla betri.

Starfsfólk

   Skólareglur    Einkunnarorð     Áttin    Skólasafn

Leiklist í kennslu

Skóladagatal
2018 - 2019
Annálar
2017 - 2018
Skólaráð
Saga skólans

 

Staðsetning

  • IMG 0148
  • IMG 0142
  • IMG 0147
  • IMG 0146
  • IMG 0150
  • IMG 0132
 

Prenta | Netfang

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102