Skip to content

Hjartans mál

Ágætu foreldrar / forsjáraðilar.

Góðgerðardagur, sem við köllum Hjartans mál, verður á unglingastigi um leið og vorhátíðin þ.e. 25. maí. Þar ætlum við að safna pening og  gefa til samtaka sem eru að hjálpa fólki. Það verða allskonar viðburðir í gangi ásamt mörkuðum.  Við ætlum að hafa bókamarkað, fatamarkað, heimilismarkað, selja grænmeti og blóm, svo eitthvað sé nefnt. Nú leitum við til ykkar með að fá föt, bækur og annað sem þið eruð hætt að nota og við getum nýtt okkur á markaðinn. Enn fremur verður snyrtistofa þar sem boðið er upp á förðun, naglalökkun og fleira. Því þiggjum við snyrtivörur sem liggja ónotaðar einversstaðar heima. Endilega tínið til það sem þið viljið losna við og sendið með ykkar barni í skólann. Ef þið viljið láta ná í dót heim til ykkar geta nemendur gert það þriðjudaginn 23. maí.