Skip to content

Bókaklúbbur og læsisskýrsla

Hægt er að nálgast læsisskýrslu Háteigsskóla fyrir janúarmánuð hér á síðunni skólans. Þar er hægt að sjá heildaryfirlit fyrir hvern árgang og framfarir frá síðustu lesfimikönnun sem var gerð í upphafi skólaárs.

Nú styttist í annan endann á skólaárinu og viljum við minna foreldra á að lestrarþjálfun er sameiginlegt verkefni  heimila og skóla. Á heimasíðu Menntamálastofnunar er hægt er að nálgast m.a. rafrænar lestrarbækur sem og námsbækur. Einnig er hægt að nálgast ýmsan fróðleik og lestrarefni á Læsisvefnum.

Á bókasafni skólans hefur Sigurlaug bókasafnskennari sett af stað Hunda- og kattabókaklúbb en nemendur sem taka þátt hafa það að markmiði að fylla út hring á viðurkenningarblaði með ýmist hunda- eða kattalímmiðum. Þó nokkrir spenntir lestrarhestar á yngsta stigi eru byrjaðir að safna límmiðum á viðurkenningarblaðið sitt.