Skip to content

Hvatningarverðlaun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur

Í dag hlaut Háteigsskóli  hvatningarverðlaun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur fyrir verkefnið „Sjálfsþekking í þágu náms“ sem byggir á hugmyndafræði markþjálfunar og hefur það að markmiði að styrkja nemendur á unglingastigi, sjálfsmynd þeirra og þrautseigju.  

Í nútímasamfélagi er sjálfsþekking mikilvæg. Skapa þarf aðstæður til að efla færni í hvetjandi námsumhverfi þar sem leitast er við að efla nemandann sem virkan þátttakanda og styðja við uppbyggingu jákvæðrar sjálfsmyndar.  Markmiðið er alltaf að læra að taka ábyrgar og upplýstar ákvarðanir í tengslum við eigið líf. 

Við erum afar þakklát fyrir viðurkenninguna og þá hvatningu sem í henni felst og höldum ótrauð áfram að skapa öflugt skólastarf í Háteigsskóla. 

Fyrir áhugasama þá má horfa hér á kynningarmyndband sem sýnt var í dag á Menntastefnumóti Reykjavíkur.