Skip to content

Íslandsmeistarar

Á Íslandsmóti grunnskóla í skák sem haldið var laugardaginn 2. febrúar náðu stúlkurnar okkar Íslandmeistaratitli í elsta stúlknaflokki (6.-10. bekk).

Í sigurliðinu voru Ásthildur Helgadóttir, Anna Katarina F. Thoroddsen, Soffía Arndís Berndsen og Karen Ólöf Gísladóttir. Aðeins Ásthildur var í þessum aldursflokki, en hinar eru i 5. bekk og tefldu upp fyrir sig. 

Til hamingju stelpur!